Skessuhorn - 14.06.2017, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 2017 21
Nú standa yfir nokkuð umfangs-
miklar framkvæmdir á Vesturgötu á
Akranesi. jarðvegsskipti verða í göt-
unni milli Stillholts og Merkigerð-
is og hún malbikuð eftir það. Sam-
hliða þeim verkefnum verða lagnir
sem liggja í götunni og gangstétt-
um endurnýjaðar eða endurbættar
þar sem það á við. Þegar Skessu-
horn heyrði í Guðmundi Guð-
jónssyni eiganda Skóflunnar sem
sér um verkið sagði hann að verkið
gengi þokkalega.
„Nú er búið að ljúka regn-
vatnsúthlaupi og að mestu búið að
endurnýja heita og kalda vatnið í
hluta Ægisbrautar. Bráðabirgðar-
tengingar á köldu vatni á Vestur-
götu frá Iðjustíg að Stillholti voru
tímafrekar en þeim er einnig lokið.
Við erum nýbyrjaðir að grafa upp
úr götunni en það er ómögulegt
að segja hvað það mun taka lang-
an tíma. Það hafa nú þegar komið
í ljós að það er meira um klappir á
þessu svæði en áður var búist við,“
sagði Guðmundur.
Neðar á Vesturgötunni, milli Ak-
urgerðis og Skólabrautar, standa
yfir aðrar framkvæmdir þessa dag-
ana. „Það var nýlega skipt um
klóaklögn í dælustöðinni á Króka-
lóni. Við erum að tengja hana við
stofn hér á Vesturgötu og breyta
þar með gamla stofninum í nýjan.
Þetta er gert til að auka flutnings-
getu. Við áætlum að klára verkið á
þriðjudaginn næstkomandi,“ segir
Barði Kristjánsson hjá Ístak sem fer
fyrir því verki.
bþb
Framkvæmdir við Vesturgötu
ganga þokkalega
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hef-
ur samþykkt breytingu á deili-
skipulagi umhverfis Grunnskól-
ann í Borgarnesi. Hún felur með-
al annars í sér að lóð skólans verð-
ur stækkuð með sameiningu við
lóðir sem áður voru Gunnlaugs-
gata 21 og 21b til að rými verði til
stækkunar skólahúsa í framtíðinni.
Stefnt verði að flutningi á húsinu
við Gunnlaugsgötu 21b, Veggja-
húsinu svokallaða og því fund-
inn annar staður. Húsið á lóð-
inni Gunnlaugsgötu 21, svokall-
að Dýralæknahús, þykir hins veg-
ar lélegt er það mat sveitarstjórn-
ar að ekki borgi sig að gera húsið
upp. Byggingarár húsanna er 1929
og 1936 og eru því húsin utan frið-
lýstra aldursmarka.
mm
Tvö hús víkja fyrir
stækkun skólalóðar
Ekki er talið borga sig að gera upp gamla Dýralæknahúsið við Gunnlaugsgötu 21.
Ljósm. gj.
Sveitarstjórn Eyja- og Mikla-
holtshrepps hélt opinn borgara-
fund í félagsheimilinu Breiðabliki
á sunnudaginn. Páll S Brynjars-
son stýrði fundi þar sem hátt í þrír
tugir íbúa mættu. Á fundinum fór
Eggert Kjartansson oddviti yfir
rekstur sveitarfélagsins og Árni
Geirsson frá Alta fór yfir vinnu við
endurkoðun aðalskipulags. „Þetta
var góður fundur, fínar umræð-
ur og gott að eiga þetta samtal við
íbúana,“ segir Eggert í samtali við
Skessuhorn.
„Hluti íbúa hefur beint því til
hreppsnefndar að skoða hvort taka
eigi þátt í samráðsferli um mögu-
lega sameiningu við önnur sveitar-
félög. Í því samhengi höfum við í
raun fjóra möguleika. Í fyrsta lagi
að stefna ekki að sameiningu við
aðra, í öðru lagi sameining í vest-
urátt við Snæfellsbæ, í þriðja lagi
að taka þátt í samráðsferli um sam-
einingu fjögurra sveitarfélaga, þ.e.
Stykkishólmsbæjar, Helgafells-
sveitar og Grundarfjarðarbæjar og
loks í fjórða lagi að skoðuð verði
sameining í suðurátt við Borgar-
byggð. Fundurinn afgreiddi ekki
ályktun en hreppsnefnd hefur eft-
ir hann gott vegarnesti til að ræða
málin í framhaldinu. Ég reikna
með að hreppsnefnd komi sam-
an á miðvikudag,“ segir Eggert.
Hann bætir því við að að mörgu sé
að hyggja þegar viðkvæm mál eins
og sameining sveitarfélaga sé ann-
ars vegar. Íbúar í hreppnum búi til
dæmis við hófleg fasteignagjöld og
þá séu skólamál ofarlega á baugi.
Um næstu skref í hugsanlegri sam-
einingu vill Eggert að öðru leyti
ekki fullyrða.
mm
Héldu borgarafund í
Eyja- og Miklaholtshreppi
Grundarfjarðarbær
Lausar stöður í
Grunnskóla Grundarfjarðar
Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsir starf deildarstjóra leikskóladeildar
5 ára barna og starf bókavarðar á bókasafn skólans laus til umsóknar.
Deildarstjóri leikskóladeildar
Starf deildarstjóra leikskóladeildar 5 ára barna felst í vinnu að
uppeldi og menntun leikskólabarna skv. starfslýsingu leikskólakennara,
þróun deildarinnar í samstarfi við aðra stjórnendur, þátttöku í skipulagningu
faglegs starfs og foreldrasamstarfs, en mikið er lagt upp úr foreldrasamvinnu
og góðum samskiptum. Leikskóladeildin Eldhamrar er staðsett í Grunnskóla
Grundarfjarðar. Um 100% starf er að ræða.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg
Áhugi á að vinna með börnum
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Frumkvæði í starfi
Góð íslenskukunnátta
Bókavörður
Starf bókavarðar felst í ábyrgð á skólabókasafni og upplýsingaveri skólans og ábyrgð
á bókakosti hans, aðstoð við lestrarnám nemenda og þátttöku í að stuðla að auknum
áhuga nemenda á lestri, auk þess að taka á móti nemendahópum. Jafnframt skip-
uleggur bókavörður geymslu fyrir námsbækur skólans. Um 45% starf er að ræða.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfi
Frumkvæði í starfi
Áhugi á að vinna með börnum
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Góð tölvukunnátta
Góð íslenskukunnátta
Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigurður Gísli Guðjónsson,
skólastjóri, á netfangi sigurdur@gfb.is.
Umsóknum ásamt starfsferilskrá skal skila www.grundarfjordur.is
eða á netfangið sigurdur@gfb.is.
Vakin er athygli á stefnu Grunnskóla Grundarfjarðar um jafnan hlut kynja í störfum.
Gerð er krafa um hreint sakarvottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2017.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7