Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2017, Page 24

Skessuhorn - 14.06.2017, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 14. júNÍ 201724 Brákarhátíð verður haldin í Borg- arnesi um aðra helgi, dagana 23.- 24. júní. Að venju er allur undir- búningur fyrir hátíðina unninn í sjálfboðaliðavinnu með stuðningi frá fyrirtækjum og sveitarfélaginu Borgarbyggð en Hollvinasamtök Borgarness halda utan um skipu- lagningu hátíðarinnar. „Þetta er í raun sjálfsprottin hátíð en Holl- vinasamtökin sjá um að halda þessu gangandi, að skipuleggja undir- búningsfundi og þess háttar,“ segir Eiríkur Þór Theodórsson formað- ur Hollvinasamtaka Borgarness í samtali við Skessuhorn. „Félagið sjálft heldur til dæmis utan um að safna styrkjum í gegnum auglýs- ingar og áheit. En Brákarhátíð er sjálfsprottin íbúahátíð, íbúar sjá til dæmis sjálfir um að skreyta og við reynum sem minnst að stjórna og erum meira að hjálpa til. Þetta er hátíð allra Borgnesinga og Borg- firðinga, fyrir alla sem vilja vera með,“ bætir hann við. Dagskrá Brákarhátíðar í ár verður með hefðbundnu sniði, fjölbreytt og skemmtileg. Í ár hefst hátíðin degi fyrr en áður en Arion banki stend- ur fyrir fjölskyldutónleikum og pylsupartýi á fimmtudagskvöldinu á vellinum fyrir neðan Þórðargötu, þar sem Hljómlistarfélag Borgar- fjarðar og fleiri munu spila. Leðjuleikar og skrautvagnakeppni Á föstudag verða hin hefðbundnu götugrill en þá munu íbúar Borg- arbyggðar skreyta sínar götur í við- eigandi litum eftir hverfum. Að vanda verða svo veitt verðlaun fyr- ir bestu skreytingarnar. „Hljóm- listarfélag Borgarfjarðar ætlar að sjá um öll tónlistaratriði á Brák- arhátíð. Á föstudeginum munu þeir fara á milli hverfa og halda uppi stemningu með söng í götugrill- unum. Svo verður félagið með at- riði í garðinum á laugardeginum og á kvöldvökunni á laugardagskvöld- inu,“ segir Eiríkur. Líkt og fyrr segir verður dag- skrá hátíðarinnar fjölbreytt og er hún enn að taka á sig lokamynd. Að vanda verður boðið upp á bátsferð- ir í Brákarey og markaðsstemning verður í Skallagrímsgarði, víking- ar og hestar. Þá verða nokkrar nýj- ungar á döfinni. „Það nýjasta er að við ætlum að vera með óvélvædda skrautvagnakeppni í skrúðgöng- unni á laugardag. Þá geta hverf- in búið til frumleg farartæki í sín- um lit og með þessu má lífga upp á skrúðgönguna og mynda karni- val stemningu,“ segir Eiríkur. Þá verða Leðjuleikarnir í leirvogin- um endurvaktir á Brákarhátíð í ár og verða í „Wipe out“ stíl. Komu hugmyndirnar um Leðjuleikana og vagnana frá íbúum Borgarness á íbúafundum sem haldnir voru um Brákarhátíðina. Krakkar í Borgar- nesi komu með þá hugmynd að sér- stök keppni yrði milli barna og full- orðinna en þá þyrftu þeir fullorðnu að hafa bundið fyrir augun og fætur bundna saman til að leikurinn yrði sanngjarn. Latabæjarþrautabraut verður á íþróttavellinum og þar er stefnt að því að einhverjir munir úr Latabæjarsafninu verði sýndir á svæðinu. „150 ára afmæli Borgar- ness fær auðvitað sinn sess á há- tíðinni. Ljósmyndasýning verður í Óðali þar sem yfir 600 myndir verða sýndar úr Sögu Borgarness og svo verður farin söguganga frá íþróttahúsinu. Þá er gaman að segja frá því að Lífland á einmitt afmæli þessa helgi og því ætla þeir að halda grillveislu og vera með hesta í garð- inum hjá sér,“ segir Eiríkur. Hátíð- in endar að vanda með dansleik í Hjálmakletti sem Knattspyrnudeild Skallagríms stendur fyrir. Í ár verð- ur það Sálin hans jóns míns sem leikur fyrir dansi. grþ Brákarhátíð verður um aðra helgi Brákarhátíð verður haldin helgina 23. - 24. júní næstkomandi. Skrúðgangan verður á sínum stað og nú verður einnig skrautvagnakeppni þar. Síðdegis á mánudaginn varð jón Björnsson þjóðgarðsvörður á Snæ- fellsnesi var við reyk í Beruvíkur- hrauni. Kviknað hafði í mosa og lyngi við gömlu vermannagöt- una sem liggur frá Sandhólum um Beruvíkurhraun í Dritvík. Logaði eldurinn á um 1500 fm svæði og breiddist hratt um mosabreiðuna sem liggur um 300 metra frá bíla- stæðinu hjá gönguleiðinni. Þjóð- garðsvörður, landverðir og sjálf- boðaliðar Þjóðgarðsins brugðust skjótt við að hefta útbreiðslu elds- ins og náðu að lokum að slökkva hann. Tók verkið um tvær klukku- stundir og var svæðið vaktað fram að miðnætti. jón er starfsmaður Umhverfis- stofnunar sem hefur umsjón með friðlýstum svæðum. Segir hann mikið happ að hann skyldi hafa orðið eldsins var svo skjótt, því eld- urinn hefði að öðrum kosti breiðst mjög hratt út um þurran gróðurinn. Hann telur eldsupptök þau að reyk- ingamaður hafi hent frá sér logandi sígarettustubbi í skraufþurran mos- ann. Lítið hafi rignt í þjóðgarðin- um í þrjár vikur og nærri hafi legið að mjög illa færi. Þjóðgarðsvörður vill brýna fyrir gestum Þjóðgarðs- ins að fara varlega með eld. Henda alls ekki sígarettustubbum út í nátt- úruna heldur taka þá með sér. Auk eldhættu sé sóðaskapur af stubbum. Því má við þetta bæta að Mýraeld- arnir miklu vorið 2006 kviknuðu einnig af völdum sígarettu sem hent var úr bíl. mm Sígarettuglóð talin hafa kveikt gróðureld í þjóðgarði Slökkvistarf í gangi. Ljósm. Bjargey Ólafsdóttir landvörður. Hafnir eru lífæðar allra samfé- laga sem kenndar eru við útgerð og vinnslu. Þaðan koma menn og fara, ræða saman og miðla upplýs- ingum, fá jafnvel í soðið. En fyrst og síðast er þar landað fiski, mikil- vægustu auðlind Íslendinga fyrr og síðar. Í seinni tíð er í vaxandi mæli farið að sigla með fólk út á sund- in. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar sitt hvorum megin við Snæfells- jökul á lygnum og fallegum Hvíta- sunnudegi. Á helgum dögum sem þessum er lítið um að vera. Ein- staka karlar voru þó að huga að bát- um sínum, taka eldsneyti eða ditta að búnaði og veiðarfærum. Hafnir hafa allar sinn sjarma, hver á sinn hátt. Myndirnar eru frá Arnarstapa og Rifi. mm Hafnir hafa sinn sjarma

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.