Skessuhorn - 19.07.2017, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 20172
Spáð er hita víða um land um
helgina, allt að 20 stigum í innsveit-
um. Fólk er minnt á að njóta góða
veðursins á meðan það varir.
Á morgun verður austan- og suð-
austan 5-10 m/sek og víða lítilsháttar
væta af og til, hiti 10-15 stig. Á föstu-
dag fram á sunnudag má búast við
að það verði hægviðri og skýjað en
yfirleitt úrkomulítið, hiti víða að 20
stigum í innsveitum. Á mánudag er
útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt
með lítilsháttar vætu.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: Ert þú hlynnt/ur því að nota
lúpínu til landgræðslu?
Meirihluti svaranda var hlynntur því
að nota lúpínu til landgræðslu eða
61%, það voru svo 32% sem sögðust
svo ekki vera hlynnt því og loks voru
7% hlutlaus í málinu.
Í þessari viku er spurt:
Hvaða hópíþrótt finnst þér
skemmtilegast að fylgjast með?
Tryggvi Konráðsson ver öllum sín-
um frístundum í að gera upp gamla
bíla er Vestlendingur vikunnar. Bílar
Tryggva eru mikið augnayndi fyr-
ir alla bílaáhugamenn. Hægt er að
lesa um Tryggva og „nýjasta“ bílinn
á bls. 20.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Næstu útgáfur
SKESSUHORN: Skessu-
horn kemur út næstu tvo mið-
vikudaga, 26. júlí og 2. ágúst.
Eftir það fara starfsmenn í
viku sumarleyfi og kemur
því ekki út blað miðvikudag-
inn 9. ágúst. Auglýsendur og
þeir sem þurfa að koma efni
á framfæri eru beðnir að gera
ráð fyrir þessu. -mm
Syngja á
bernskuslóðum
VESTURLAND: Vestlend-
ingarnir og óperusöngvararn-
ir Guðrún Ingimars og Elm-
ar Gilbertsson, sem hafa búið
og starfað um árabil erlendis,
verða á heimaslóðum helgina
12.-13. ágúst nk. Guðrún og
Elmar verða með tónleika í
Dalabúð í Búðardal 12. ágúst
kl. 20.00 og í Borgarneskirkju
13. ágúst kl. 17. Á efnisskránni
verða íslensk sönglög og söng-
leikjatónlist. Miðaverð er
2.500 krónur (ekki er tekið við
greiðslukortum). Tónleikarn-
ir eru styrktir af Sóknaráætlun
Vesturlands. -fréttatilk.
Sækir um styrk
til bókaútgáfu
AKRANES: Þorsteinn jóns-
son ættfræðingur hefur ósk-
að eftir styrk frá Akraneskaup-
stað til að undirbúa útgáfu rit-
verksins „Skagamenn – Fólk-
ið sem byggði bæinn.“ í fjög-
urra binda bókverki yrði rak-
in forsaga byggðar á Akranesi
frá 1900 til 1930 og rakin saga
húsanna og allra húsráðenda
í tæplega 600 þáttum. Sam-
kvæmt erindi sem Þorsteinn
sendir Akraneskaupstað seg-
ir hann handrit að fjögurra
binda verki vera komið á það
stig að hægt væri að senda hús-
ráðendum beiðni um myndir
til að skreyta með bækurnar.
„Kostnaður við hvert bindi er
áætlaður um sex milljónir, að
frátöldum höfundarlaunum.
Hluta þess kostnaðar þarf að
afla með styrktarfé til að höf-
undur ráðist í útgáfuna, því
ekki er gert ráð fyrir að bók-
salan standi undir öllum til-
fallandi kostnaði,“ skrifar Þor-
steinn jónsson. Bæjarráð vís-
aði erindi hans til umsagnar í
menningar- og safnanefnd.
Gista í bílum
VESTURLAND: Nokk-
uð hefur verið um að lög-
regla hafi afskipti af erlend-
um ferðamönnum sem gista í
bifreiðum sínum á bílastæðum
eða á öðrum svæðum sem ekki
eru ætluð til slíks. Þetta kemur
fram í dagbók lögreglunnar á
Vesturlandi. Um er að ræða
brot á lögreglusamþykkt og er
ferðafólki vísað á næsta tjald-
stæði. -kgk
Into the Glacier, sem selur ferð-
ir í ísgöngin í langjökli, er hundr-
aðasta fyrirtækið sem slæst í hóp
þeirra fyrirtækja sem innleiða
Vakann, gæða- og umhverfiskerfi
ferðaþjónustunnar á íslandi. Göng-
in voru opnuð fyrir gesti í júní 2015
og hefur gestum fjölgað gríðarlega
á þeim tveimur árum sem liðin eru.
Að sögn Sverris Árnasonar, gæða-
stjóra Into the Glacier, fer starf-
semin fram við krefjandi aðstæður
og leggja starfsmenn mikið upp úr
ábyrgri umgengni við náttúruna.
„langtímamarkmið Into the
Glacier er að vera leiðandi á
sem flestum sviðum í íslenskri
ferðaþjónustu og er viðurkenning
Vakans mikilvægur áfangi í þeirri
vegferð og staðfesting á að við
séum á réttri leið. Engum slíkum
áfanga væri þó náð án elju og
dugnaðar starfsfólks fyrirtækisins.
Við leggjumst öll á árarnar til að
veita afburða þjónustu á öruggan
og ábyrgan hátt, í sátt við umhverfi
og samfélag,“ segir Sverrir.
mm
Into the Glacier hundraðasta fyrirtækið í Vakanum
Við munna ísganganna á vestanverðum Langjökli. Ljósm. úr safni. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri afhenti Sigurði Skarphéðinssyni
framkvæmdastjóra Into the Glacier viðurkenningarskjal um þátttökuna í
Vakanum.
Talið er að á milli tvö og þrjú tonn
af úrgangsolíu hafi lekið út í jarð-
veg á Breið á Akranesi síðastliðinn
Olía lak út í jarðveg á Breiðinni
Torfæruklúbbur Suðurlands held-
ur síðustu umferð íslandsmeist-
aramótsins í torfærukeppni í mal-
argryfjunum við Fellsenda í Hval-
fjarðarsveit sunnudaginn 23. júlí.
Keppnin hefst klukkan 11 og er
áætlað að henni ljúki klukkan 17.
Keppt verður í sex brautum í flokki
götubíla, sérútbúinna bíla og sér-
útbúinna götubíla. Skráningar-
frestur rennur út á miðnætti mið-
vikudaginn 19. júlí. Aðgangseyrir á
mótssvæðið er 1500 krónur en frítt
fyrir 12 ára og yngri. mm
fimmtudag þegar Olíudreifing var
að dæla úrgangsolíu. lok eða ventill
á lögninni gaf sig með fyrrgreindum
afleiðingum. jarðvinnuverktaki var
fenginn til að hreinsa upp mengað-
an jarðveg. leiðslan sem um ræð-
ir er gömul og niðurgrafin. liggur
hún frá Akraneshöfn og upp að ol-
íubirgðastöðinni á Breiðinni. mm
Torfærukeppni í gryfjunum við
Fellsenda á sunnudaginn
Svipmynd frá keppninni á Fellsenda í fyrra.
í Skessuhorni í síðustu viku var
sagt frá veiði í nokkrum laxveiði-
ám. Meðal annars birtist mynd af
Sólveigu Einardóttir sem hélt á
tveimur löxum sem hún hafði þá
veitt í Straumunum í Borgarfirði.
Mynd þessi vakti athygli áhuga-
manna um laxveiði þar sem ann-
ar laxinn var augljóslega ekki úr
villtum stofni, heldur eldislax
sem einhversstaðar hefur slopp-
ið úr kvíum. í framhaldi af því
var óskað eftir því að Skessuhorn
birti upplýsingar til veiðimanna
um hvernig þekkja megi eldislax-
inn frá villtum löxum og hvernig
bregðast eigi við ef hann veiðist.
Eftirfarandi upplýsingar eru frá
Veiðimálastofnun:
„Á síðustu árum hefur laxeldi
í sjókvíum aukist hér við land.
Umtalsverður fjöldi laxa af upp-
runa kynbættra norskra eldislaxa
eru því í eldiskvíum hér við land.
Brýnt er að eldisbúnaður og verk-
ferlar við eldið sé með þeim hætti
að laxar haldist í kvíum og sleppi
ekki úr þeim. Ef það gerist geta
eldislaxar gengið í ár og blandað-
ist íslenskum laxi og þar með haft
áhrif á erfðir og aðlögunarhæfni
villtra laxastofna. Mikilvægt er að
veiðimenn séu vakandi fyrir því
hvort eldislaxar veiðast í ám en
oft má þekkja þá frá villtum löx-
um á útlitseinkennum en einnig
með því að greina uppruna þeirra
með greiningum á hreistri og með
greiningu erfðaefnis.
Veiðimálastofnun og Fiskistofa
hafa sett saman myndir sem eiga
að geta nýst veiðimönnum við
að þekkja algeng útlitseinkenni á
eldislöxum. Ef eldislaxar veiðast
er mikilvægt að veiðimenn geri
Veiðimálastofnun og/eða Fiski-
stofu viðvart, og komi fiskum með
möguleg einkenni til frekari rann-
sóknar. Reiknað er með að að leið-
beiningar verði settar upp í veiði-
húsum en þær má einnig finna
hér í prentvænni útgáfu með texta
bæði á íslensku og ensku.“
mm
Eldislaxar meðal fiska úr íslenskum ám
Leiðbeiningar til að þekkja eldislaxa
í veiðiám. Villti laxinn til vinstri er úr
Elliðaánum, en eldislaxinn til hægri
veiddist í Patreksfirði.
Heimild: Veiðimálastofnun.
Myndin sem vakti athygli áhuga-
manna um lífríki laxveiðiáa. Laxinn
til hægri er greinilega eldislax en sá til
vinstri er úr villtum stofni.