Skessuhorn - 19.07.2017, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 2017 7
Arion banki er líflegur og spennandi vinnustaður. Við vinnum með viðskiptavinum okkar að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Við
ræktum jákvæðan starfsanda og leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þroskist og þróist í starfi með markvissri fræðslu og þjálfun.
Straumlínustjórnun er hluti af daglegri menningu með stöðugum umbótum og samvinnu allra starfsmanna. Jafn réttur kvenna og karla
til starfa er okkur hjartans mál og árið ���� hlutum við Jafnlaunavottun VR.
Saman látum við góða hluti gerast.
Ert þú jákvæður
dugnaðarforkur?
Starf við þjónustutengsl í Stykkishólmi
Arion banki leitar að öflugum starfsmanni í framtíðarstarf við þjónustutengsl í útibúi bankans í Stykkishólmi. Við leitum að einstaklingi sem
hefur ánægju af því að veita framúrskarandi þjónustu og vill starfa sem hluti af góðri liðsheild.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið
• Móttaka viðskiptavina
• Að veita einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu,
upplýsingar og faglega ráðgjöf
• Að framfylgja þjónustu- og sölustefnu bankans hverju sinni
• Ýmis önnur verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
• Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
• Frumkvæði og söludrifni
• Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni
• Góð tölvukunnátta og áhugi á stafrænum lausnum
Vinnutími er kl. �.��–��.�� alla virka daga.
Nánari upplýsingar veitir Aðalbjörg Anna Gunnarsdóttir útibússtjóri,
sími ��� ����, netfang adalbjorg.gunnarsdottir@arionbanki.is.
Umsóknarfrestur er til og með �.ágúst ����. Sótt er um starfið á arionbanki.is.
Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfsfólki HB Granda á Akra-
nesi, sem sagt var upp störfum í
tengslum við breytingar á bolfisk-
vinnslu félagsins, var gefinn kost-
ur á að sækja um áframhaldandi
vinnu á öðrum starfsstöðvum á
Akranesi og í Reykjavík. Frestur til
þess rann út 30. júní síðastliðinn.
í frétt frá fyrirtækinu segir að nú
hafi 57 starfsmönnum verið boð-
ið nýtt starf á öðrum starfsstöðvum
HB Granda eða hjá dótturfélög-
um. „Að svo stöddu er ekki hægt að
verða við óskum 14 starfsmanna af
þeim 92 sem sagt var upp,“ segir í
tilkynningu.
„Allir sem tóku fram að Norður-
garður í Reykjavík kæmi til greina
sem vinnustaður fá boð um vinnu
þar, alls 29 starfsmenn. 28 starfs-
menn fá boð um störf á Akranesi,
hjá dótturfélögum HB Granda, í
Norðanfiski og hjá Vigni G. jóns-
syni en einnig við sameiginlega
þjónustu, þ.e. umsjón tækja, lóða
og fasteigna félagsins. 21 starfs-
maður hyggst fara eða hefur þegar
farið til annarra vinnuveitanda, eða
í nám. Félagið hefur enn ekki fund-
ið lausnir fyrir 14 starfsmenn sem
hafa vinnu til 1. september næst-
komandi en mun áfram aðstoða þá
eftir megni við atvinnuleit innan
félagsins sem utan,“ segir í frétt HB
Granda. mm
Tveir menn voru á miðvikudags-
kvöld í liðinni viku staðnir að verki
þar sem þeir höfðu landað laxi úr
veiðistaðnum Efra-Rauðabergi ofar-
lega í Kjarará án þess að hafa veiði-
leyfi. Veiðistaður þessi er með þeim
efstu sem veiðimenn í Kjarará reyna
alla jafnan fyrir sér á, en þangað er
ekki akfært og nokkur ganga neðan
frá Gilsbakkaeyrum. Hvergi á land-
inu gengur lax jafn langt frá sjó enda
eru menn komnir langleiðina að
Arnarvatnsheiði á þessum stað, eða
svæði sem nefnist Kjör, sem Kjarará
dregur nafn sitt af. Veiðimenn þess-
ir höfðu hins vegar nálgast svæðið
úr annarri átt, gengið frá Hólma-
vatni niður með lambá sem rennur
út í Kjarará. Höfðu þeir fyrst reynt
að veiða í fossinum þar sem lambá
fellur í ána en fært sig þá neðar og
landað laxi úr Efra-Rauðabergi.
Beittu þeir maðki sem auk annarra
brota þeirra er stranglega bannað.
Veiðiverði við ána var gert viðvart
og náði hann að standa veiðiþjófana
að verki og mynda þá við iðju sína.
Veiðifélagsmenn líta málið mjög al-
varlegum augum.
Samkvæmt heimildum Skessu-
horns gengu mennirnir við broti
sínu en báru við háu verði veiði-
leyfa. Veiði og veiðarfæri voru gerð
upptæk og farið var með mennina
til skýrslutöku á lögreglustöðina í
Borgarnesi strax um kvöldið. Veiði-
félagið Starir, leigutaki árinnar, mun
leggja fram kæru þar sem farið verð-
ur fram á háar fjárkröfur fyrir veiði-
þjófnað. mm
Veiðiþjófar gómaðir við laxveiði með aðstoð dróna
Búið að tryggja 57 starfsmönnum önnur
störf en 14 eru enn án úrræða
Mennirnir beittu maðki og
voru búnir að landa laxi úr
Efra-Rauðabergi þegar til
þeirra náðist.
Ljósm. úr safni Skessuhorns
og tengist fréttinni ekki með
beinum hætti.
Reykholtskirkja
Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
7
- L
jó
sm
. G
Ó
Messa sunnudaginn 23. júlí kl. 14
6. s. e. trinitatis
Sóknarprestur