Skessuhorn - 19.07.2017, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 2017 9
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
M I Ð A S A L A
m i d i . i s
Föstudagur 28. júlí
20.00 Opnunar tónleikar
Reykholtshátíðar
Bach og Pärt
Kammerkórinn Schola Cantorum,
undir s t jórn Harðar Áskelssonar,
f lytur verk ef t i r Johann Sebast ian
Bach og Arvo Pärt ásamt hl jóðfæra-
leikurum hátíðarinnar.
Laugardagur 29. júlí
13.00 Fyr ir lestur Snorrastofu
Um fal l Ólafs konungs
Haraldssonar
16.00 Kammer tónleikar
Vínarklas s ík og smámyndir
Sérlegur gestur hát íðarinnar,
f innski s t rengjakvartet t inn Meta4,
f lytur verk ef t i r Beethoven, Mozart
og Koskinen.
20.00 Einsöngstónleikar
Þjáning í sælu
Dísel la Lárusdótt i r sópran og Nína
Margrét Grímsdótt i r píanóleikari
leiða hát íðargest i í ferðalag um
Evrópu gegnum söngva ef t i r Debussy,
Strauss, de Fal la og Rachmaninoff .
Sunnudagur 30. júlí
14.00 Hátíðarmessa
í Reykholtskirkju
16.00 Lokatónleikar
Reykholtshátíðar
Ste f og t i lbr igði
Hljóðfæraleikarar hát íðarinnar f lyt ja
glæsi lega tónl is tardagskrá með verkum
ef t i r Mozart og Mendelssohn. Einnig
f lyt ja Ari Vi lhjálmsson og Sigurgeir
Agnarsson verk A.F. Sevrais , Ti lbr igði
v ið God Save the King sem Ís lendingar
þekkja betur sem Eldgamla Ísafold .
r e y k h o l t s h a t i d . i s
Á skólalóð Grundaskóla á Akranesi
er nú unnið að því að búa til þrauta-
braut í Krúsinni svokölluðu, innan
hólanna við skólann. Brautin verð-
ur ekki hefðbundin hreystibraut
eins og þekkist í Skólahreysti þar
sem er mikið um járn. „Við leggj-
um upp með að láta þrautabraut-
ina falla inn í umhverfið þannig að
hún verði sem náttúrulegust. Þetta
verður aðallega timbur og bönd og
ágætt að taka það fram að brautin
er öll vottuð og uppfyllir ströng-
ustu skilyrði,“ segir Sigurður Arnar
Sigurðsson skólastjóri í samtali við
Skessuhorn. Þrautabrautin er fyrsti
áfangi breytinga á lóð skólans. „Það
var löngu tímabært að fara í breyt-
ingar á skólalóðinni en það hefur
staðið til í rúman áratug. Skólalóð
Grundaskóla er ólík mörgum öðr-
um skólalóðum að því leyti að það
er ekki mikið af malbiki á henni, þó
það sé alveg nóg af því. Við erum
með hólana á lóðinni sem voru
gerðir samhliða skólabyggingunni
á sínum tíma og mótaðir úr upp-
greftrinum úr grunni hússins. Það
var alveg meðvitað að hafa skóla-
lóðina græna. Við ætlum á næstu
árum að fara frekar í átt að græn-
um svæðum og gróðursetja meira
og gera umhverfið náttúrulegra,“
segir Sigurður Arnar.
Þrautbrautin er verkefni sem
fellur vel að stefnu Grundaskóla í
Unnið að gerð þrautabrautar við
Grundaskóla á Akranesi
heilsueflingu. „Það er frábært að
geta boðið nemendum okkar upp
á fjölbreytta og skemmtilega hreyf-
ingu. Allir bæjarbúar geta líka nýtt
sér þessa skemmtilegu braut og ég
tel að hún verði mikil bæjarprýði,“
segir Sigurður Arnar. bþb
Teikning af því hvernig þrautabrautin mun líta út.
Framkvæmdir við þrautabrautina eru hafinar í Krúsinni. Ljósm. Facebooksíða Grundaskóla.
Dvalar- og hjúkrunarheimilið
Silfurtún auglýsir eftir
umsjónarmanni í félagsstarf
Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri
einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf.
Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og
skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers
og eins. Óskað er eftir metnaðarfullum starfsmanni með reynslu, sem
vilja leggja sitt að mörkum að gera starfið faglegt og gott með gæði og
kærleika að leiðarljósi. Starfið er opið, skemmtilegt og býður upp á að
innleiða nýjungar.
Um 30% stöðu er að ræða og greitt er samkvæmt kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélagi SDS.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Kristín Þórarinsdóttir í
síma 896-1135/893-8083.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7