Skessuhorn - 19.07.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 2017 13
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Auglýsing um skipulag á Akranesi
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi
Akraness 2005-2017 - Dalbraut
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 13. júní sl. að auglýsa tillögu
að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna
Dalbrautarreits, samkvæmt 31. gr. sbr. 1. mgr. 36.gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að miðsvæði M4 er stækkað til norðurs og verður
svæði S8/V6/A7 með blandaðri landnotkun minnkað að sama
skapi. Breyting á deiliskipulagi Dalbrautar er auglýst samhliða.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautar
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 13. júní sl. að auglýsa tillögu
að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits skv. 41. gr. sbr.
1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingarnar felast m.a. í stækkun skipulagssvæðis til norðurs
yfir lóð við Dalbraut 8, bætt verður við hæð húsa, íbúðum fjölgað
og um leið mun nýtingarhlutfall svæðisins hækka. Nýbygging
verður á Dalbraut 6 og verður þar á jarðhæð heimiluð starfsemi
undir félagsstarf. Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017
vegna Dalbrautar verður auglýst samhliða.
Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að
Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar,
www.akranes.is, frá og með 20. júlí 2017 til og með
7. september 2017. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að
gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og
athugasemdum við tillögurnar þarf að skila skriflega eigi
síðar en 7. september 2017 í þjónustuver Akraneskaupstaðar
að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar
ATH: Nýbygging verður á Dalbraut 6 og verður þar
heimiluð félagsstarfsemi á jarðhæð.
íbúum Akraness mun fjölga um-
talsvert í fáeina daga í næstu viku
því dagana 25.-29. júlí munu fjög-
urhundruð skátar dvelja í bænum.
Ástæðan er að eitt stærsta skáta-
mót heims verður haldið á ís-
landi. Mótið heitir World Sco-
ut Moot og er haldið í fimmtánda
sinn í ár en mótið er haldið á fjög-
urra ára fresti fyrir skáta á aldrinum
18-25 ára. Alls munu 5.500 skátar
og sjálfboðaliðar koma til landsins
frá öllum heimshornum. „Á Akra-
nes munu koma skátar víðs veg-
ar að úr heiminum; Brasilíu, Kan-
ada, Belgíu, Pakistan svo eitthvað
sé nefnt. Hér munu ólíkir menn-
ingarheimar mætast og við þurfum
að koma til móts við alla, hvort sem
það tengist klósettaðstöðu, svefn-
rými eða öðru. Þessi samsuða af
allri menningarflóru heimsins er
það sem gerir alþjóðleg skátamót
svo einstæð. Það er magnað að sjá
að þrátt fyrir mikinn mun á menn-
ingu og trúarbrögðum, jafnvel þó
svo að stríð sé á milli landa, trufl-
ar það starf skátanna aldrei. Skát-
ar sameinast sem skátar og koma
saman á jafningja grundvelli til að
kynnast og hafa gaman,“ segir Elín-
borg Guðmundsdóttir hjá Skátafé-
lagi Akraness í samtali við Skessu-
horn. Hún ásamt Bergnýju Dögg
Sophusdóttur sér um komu skátana
til Akraness.
Skátarnir munu dvelja á efra
svæði tjaldsvæðisins á Kalmans-
völlum þar sem komið verður upp
tjaldbúðum. „Akraneskaupstaður
hjálpar okkur með mótið og þarf
Bandalag íslenskra skáta ekki að
greiða fyrir afnot af tjaldsvæðinu en
í stað þess leggja allir skátar móts-
ins til vinnu fyrir Akraneskaup-
stað. Skátarnir þurfa að skila vinnu-
framlagi fyrir Akraneskaupstað sem
samsvarar hálfum vinnudegi. Þá
munu skátarnir slá, mála og sitt-
hvað fleira til að fegra bæinn,“ segir
Bergný Dögg.
Mótið hefur verið lengi í undir-
búningi hérlendis og hafa aðstand-
endur unnið hörðum höndum að
undanförnu til að mótið verði að
veruleika. „Ferlið hjá bandalaginu
hófst fyrir um sjö árum en fyrir
þremur árum fór undirbúningurinn
af stað af fullum þunga og um leið
hófst ferlið hjá okkur. Upphaflega
stóð til að skátarnir væru með tjald-
búðir í Skorradal en fljótlega kom-
umst við að því að Akranes hentaði
betur. Bæði vegna þess að þá gæt-
um við tekið við fleirum, auðveld-
ara væri að uppfylla allar öryggis-
kröfur, sem eru mjög strangar, út
af sjúkrahúsinu og svo er skemmti-
legra að vera sýnileg. Skátastarf á
Akranesi hefur verið í lægð undan-
farin tvö ár og að fá þennan stóra
hóp á Akranes getur aukið áhuga
barna á skátastarfinu. Við verðum
mjög sýnileg þar sem allskyns dag-
skrá verður fyrir skátana sem dvelja
á Akranesi. Við munum bjóða upp á
dagsferð um Borgarfjörð, ætlum að
nýta langasand vel með kajakferð-
um og sjósundi. Það verður sögu-
ganga um bæinn og svo munum við
nýta Akrafjall í dagsferð svo eitt-
hvað sé nefnt,“ segir Bergný Dögg.
Þær Elínborg og Bergný Dögg
telja að skátarnir muni setja lit
sinn á bæinn í næstu viku á jákvæð-
an hátt. „Allir sem hingað eru að
koma ætla sér að hafa gaman og
búast má við að það verði líf og fjör
á Akranesi. Þetta hefur verið krefj-
andi en skemmtilegt verkefni og
það eru líkur á því að við verðum
mjög þreyttar þegar mótinu lýkur
en einnig sælar og glaðar. Okkur
hlakkar mikið til að fá gestina og
kynna þeim bæinn okkar,“ segir El-
ínborg að endingu.
bþb
Fjögurhundruð skátar á leið til Akraness
Skátar frá Akranesi á skátamóti. Ljósm. Skátafélag Akraness.
Frá undirritun samnings um komu skátanna og þátttöku Akraneskaupstaðar í
verkefninu.