Skessuhorn


Skessuhorn - 19.07.2017, Page 17

Skessuhorn - 19.07.2017, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 2017 17 „Við erum komnir í 455 laxa en í fyrra veiddust 650 laxar allt sumar- ið. Þetta gengur flott og fiskurinn er búinn að dreifa sér um alla ána,“ sagði jón Þór júlíusson við Grímsá í Borgarfirði í samtali við Skessu- horn. Þar gengur veiðin vel líkt og í Haffjarðará, langá og ekki síst í Þverá sem rauf þúsund laxa múr- inn í síðustu viku. Þá hefur verið þokkalegur gangur í Norðurá. „Veiðin gengur vel hjá okkur í langá,“ sagði Karl lúðvíksson um stöðuna á bökkum langár á Mýr- um. Flókadalsá var að komast yfir 200 laxana og veiðimenn sem voru að hætta í henni sögðu þetta vera allt í lagi. Þeir fengu nokkra væna fiska. Vestur í Dölum gengur veiði- skapurinn frekar rólega. Hauka- dalsá er komin í 133 laxa og mætti vera betri veiði. laxá í Dölum var að komast yfir 100 laxana. ,,Fiskurinn er tregur að taka,“ sagði jón Þor- steinn jónsson sem var við veiðar í henni nýlega, en fékk nokkra laxa. Straumfjarðará er komin yfir 100 laxa og veiðin þar hefur verið þokkaleg. Kíkt var í Álftá í vikunni og í Hrafnshyl lágu tveir laxar en eng- inn var að reyna að veiða þá. Sviss- lendingurinn Doppler er með ána á leigu og veiðir þar af og til og beitir þá maðki. Veiðimenn sem nýverið voru við veiðar í Reykjadalsá í Borgarfriði fengu sjö laxa, en heildarveiðin í ánni er um 20 fiskar það sem af er sumri. Við heyrðum aðeins í þeim þegar þeir voru að hætta veiðun- um. „Við fengum sjö laxa og misst- um þrjá. Þetta var allt í lagi, smá líf að færast í ána,“ sagði Grétar Sig- urbjörnsson. „Við fengum laxana á nokkrum stöðum eins og Mjóane- sáli og Sturlu-Reykjastreng með- al annars. Það er vonandi að koma fleiri laxar í ána,“ bætti hann við, en þess ber að geta að Reykjadalsá er ætíð best síðla sumars. Staðan er því sú að víða mætti vera meira af smálaxi, allavega í sumum ánum. Á næsta stóra straumi er mikilvægt að góðar göngur þeirra skili sér. gb Fréttir úr nokkrum laxveiðiám á Vesturlandi Jóhann Freyr með góðan lax úr Grimsá í Borgarfirði. Ljósm. Jón Þór Júlíusson. í sumar hafa miklar framkvæmdir staðið yfir í Snæfellsbæ. Kristinn jónasson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að meðal stærstu verkefnanna sé að landsnet legg- ur nú háspennustreng í jörðu milli Grundarfjarðar og Ólafsvík- ur en auk þess er unnið að lagn- ingu ljósleiðara í Fróðarhreppi hinum forna. „Einnig er verið að leggja ljósleiðara á sunnanverðu Snæfellsnesi og Rarik er að leggja jarðstreng frá Gröf að Hellnum og ljósleiðara á þeim kafla. Þann- ig að það verður lagður ljósleið- ari frá Stekkjarvöllum að Malar- rifi.“ Kristinn segir að í næstu viku hefjist malbiksframkvæmdir þegar bílastæði og nokkrar götur verða malbikaðar í Ólafsvík. Þá verður í samstarfi við Vegagerðina malbik- aður göngustígurinn milli Ólafs- víkur og Rifs. Snæfellsbær mun síðan annast malbiksframkvæmd- ir á göngustígnum á milli Rifs og Hellissands. Kristinn segir að unnið sé að stækkun á tjaldstæðinu á Hellissandi og einnig eru miklar framkvæmdir í höfninni í Rifi. „Þá eru einkaaðil- ar sem standa einnig í ýmsum stór- ræðum. í haust er svo fyrirhugað að leggja gervigras á Ólafsvíkurvöll og mun sú framkvæmd kosta um eða yfir 150 miljónir króna,“ segir Kristinn. af Miklar framkvæmdir í gangi í Snæfellsbæ Innan tíðar verður malbikað í kringum kirkjuna í Ólafsvík. Brátt verður malbikað í kringum sundlaugina. Réttardagar í Borgarbyggð hafa nú verið ákveðnir og birtir á heima- síðu sveitarfélagsins. Sem kunnugt er var á vormánuðum ákveðið að flýta réttum víða í sveitarfélaginu um eina viku, eins og reyndar víðar á landinu. Þar með er rofin áratuga og sums staðar aldagömul hefð um réttardaga í sveitarfélaginu. Er þetta gert til að koma til móts við beiðni sláturleyfishafa um að fá fé fyrr til slátrunar í haust. Réttardagar í Borgarbyggð á hausti komanda fara hér á eftir. Dag- og tímasetningar eru fengnar af vef sveitarfélagsins. kgk Réttardagar í Borgarbyggð Safnið rennur til Þverárréttar í Þverárrétt. Ljósm. mm. Föstudaginn 7. júlí síðastliðinn voru afhjúpuð átta fræðsluskilti um húsin á Hvanneyrartorfunni. Eru þau ætluð til fróðleiks og yndisauka fólks á göngu um gömlu bæjartorf- una. Texti skiltanna er á tveimur tungumálum; íslensku og ensku. Verkið unnu Bjarni Guðmunds- son og Sólrún Halla Bjarnadótt- ir fyrir Ungmennafélagið íslend- ing og landbúnaðarsafn íslands. Nutu þau aðstoðar jóhannesar Ell- ertssonar, Þórunnar Eddu Bjarna- dóttur, ísgeirs Arons Haukssonar, Kristjáns Inga Péturssonar og Ke- vins Martins. Verkefnið nauts styrks úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ung- mennafélags íslands. Hægt verður að skoða fræðsluskiltin á Hvann- eyri út ágústmánuð. kgk Fræðsluskilti afhjúpuð á Hvanneyri Fróðleikur um gömlu húsin á Hvann- eyrartorfunni er bæði á íslensku og ensku. Ljósm. fengin af Facebook- síðunni Hvanneyri. Sigurður Guðmundsson, formaður Umf. Íslendings, Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri Landbúnaðarsafns, Bjarni Guðmundsson og Sólrún Halla Bjarnadóttir fyrir framan eitt skiltanna. Ljósm. fengin af Facebook-síðunni Hvanneyri. Fyrri réttir Seinni réttir !ri"ju réttir Oddssta"arétt 6. september kl. 9:00 1. október Rau"sgilsrétt 17. september kl. 10:00 1. október Fljótstungurétt 9. og 10. september 23. september Nesmelsrétt 2. september !verárrétt 11. september kl. 7:00 25. september 2. október Brekkurétt 10. september kl. 10:00 24. september Svignaskar"srétt 11. september kl. 10:00 25. september 2. október Grímssta"arétt 12. september kl. 10:00 25. september 2. október Hítardalsrétt 11. september kl. 9:00 24. september 2. október Kaldárbakkarétt 3. september kl. 11:00 M#rdalsrétt 12. september kl. 16:00 8. október

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.