Skessuhorn - 20.09.2017, Síða 1
Sævar Freyr Þráinsson bæjar-
stjóri á Akranesi hefur fyrir hönd
Akraneskaupstaðar ritað Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur landbún-
aðar- og sjávarútvegsráðherra bréf
þar sem óskað er eftir að byggða-
kvóta verði úthlutað á Akranes.
Vísað er til sérstöðu bæjarfélagsins
og þeirrar hefðar sem þar er fyr-
ir útgerð og vinnslu. Á síðasta ári
var landaður bolfiskur á Akranesi
einungis 4,8% af því sem hann var
árið 2005. Byggðakvóta sem feng-
ist yrði úthlutað til smærri útgerð-
araðila sem gert yrði skylt að landa
á markaði og til vinnslu á Akranesi.
Sjá nánar bls. 2.
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 38. tbl. 20. árg. 20. september 2017 - kr. 750 í lausasölu
Loratadin
LYFIS
- fæst án lyfseðils
Yfir ��� tilboð
Allir viðskiptavinir Arion banka
eru í Einkaklúbbnum
Náðu í appið og nýttu þér tilboðin
Til alþingismanna
Tökum upp
US Dollar
Pétur Geirsson
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Glæsilegur
dömufatnaður
Verðum í Félagsbæ
Borgarnesi föstudaginn
22. september frá 12-18
Vertu velkomin
Á sunnudaginn var réttað í Þver-
árrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi.
Réttarhald gekk vel enda góð að-
stoð sem bændum bauðst nú sem
fyrr. Meðal annarra var forseti Ís-
lands, Guðni Th Jóhannesson, á
ferð og aðstoðaði hann réttarstjór-
ann, Halldór Jónsson á Þverá, við
að draga rígvæna dilka í réttinni.
Meðfylgjandi mynd tók Iðunn Silja
Svansdóttir í réttinni.
mm
Forsetinn í fjárdrætti
Sótt um byggðakvóta á Akranes
Útgerð frá Akranesi er í sögulegu
lágmarki um þessar mundir. Þeirri þróun
vilja heimamenn snúa við hið fyrsta.
Ljósm. gbh.
Mikið róstur var á vettvangi lands-
málanna undir vikulokin. Seint á
fimmtudagskvöld ákvað stjórn Bjartr-
ar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsam-
starfinu við Viðreisn og Sjálfstæðis-
flokkinn. Ástæðuna sagði flokkurinn
alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkis-
stjórnarinnar. Að tveir ráðherrar rík-
isstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra og Sigríður And-
ersen dómsmálaráðherra, hafi leynt
samráðherra sína og samflokka í rík-
isstjórn því að faðir forsætisráðherra,
Benedikt Sveinsson, hafi skrifað með-
mælabréf vegna umsóknar dæmds
kynferðisbrotamanns um uppreist
æru. Það gat Björt framtíð ekki sætt
sig við og því ákveðið einhliða að slíta
ríkisstjórnarsamstarfinu. Viðbrögð
Viðreisnar voru á svipaða lund. Dag-
inn eftir tilkynnti Bjarni Benedikts-
son forsætisráðherra að stjórnin væri
fallin og að boðað yrði til kosninga
við fyrsta hentugleika.
Guðni Th Jóhannesson forseti Ís-
lands tilkynnti svo á mánudaginn, í
framhaldi viðræðna hans við forystu-
fólk flokka sem sæti eiga á þingi, að
starfsstjórn fráfarandi ríkisstjórnar
muni sitja fram að kosningum til Al-
þingis. Þær hafi verið ákveðnar laug-
ardaginn 28. október, 354 dögum eft-
ir þær síðustu. Þing mun starfa fram
að kjördegi og verður þá rofið. Fram
kom á blaðamannafundi sem forset-
inn hélt að ekki hefði verið talinn
grundvöllur fyrir myndun minni-
hlutastjórnar eða stjórn sem varin
yrði vantrausti.
Kosningabarátta til Alþingis er því
hafin. Fastlega er búist við að þeir
flokkar sem buðu fram lista fyrir síð-
ustu kosningar muni bjóða fram að
nýju og jafnvel að einhverjir bætist
við. Þó er tíminn fram að kosningum
afar naumur og því óvíst hvort litlir
flokkar nái í tæka tíð að vígbúast og
bjóða fram. Talið er ólíklegt að fram-
boðslistar frá síðustu kosningum taki
stórfelldum breytingum þótt dæmi
séu um að þingmenn hyggist ekki
gefa kost á sér að nýju. Í þeirra röð-
um verður m.a. Birgitta Jónsdóttir
kafteinn Pírata, Theódóra Þorsteins-
dóttir Bjartri framtíð og Eygló Harð-
ardóttir Framsóknarflokki. Þá munu
samkvæmt heimildum Skessuhorns
allir sitjandi þingmenn Norðvestur-
kjördæmis gefa kost á sér til endur-
kjörs. mm
Stjórnin fallin -
kosið 28. október
Silicor Materials Icleland ehf. hef-
ur með formlegum hætti tilkynnt
Faxaflóahöfnum að fyrirtækið hafi
fallið frá áformum um byggingu
sólarkísilverksmiðju í Katanes-
landi við Grundartanga í Hvalfjarð-
arsveit. Tilkynningin felur í sér að
lóðarsamningur, lóðarleigusamn-
ingur og hafnarsamningur við Faxa-
flóahafnir, sem upphaflega voru
undirritaðir í apríl 2015, taka ekki
gildi. „Öll réttindi og allar skyldur
beggja aðila á grundvelli samning-
anna eða vegna þeirra falla niður,“
segir í bókun stjórnar Faxaflóahafna
sem tók bréfið til afgreiðslu á fundi
sínum á mánudaginn. Þar var hafn-
arstjóra falið að tilkynna niðurstöð-
una til atvinnuvegaráðuneytisins.
Ástæða þess að bandaríska fyr-
irtækið er hætt við áform sín um
byggingu sólarkísilverksmiðju á
Grundartanga er sú að ekki tókst
að ljúka fjármögnun verkefnisins.
Búið var af þeim sökum að hægja
á þróunarvinnu við verkefnið og
seinka byggingaráformum.
Verksmiðja Silicor Materials átti
samkvæmt áætlunum fyrirtækisins
að skapa 450 störf við framleiðslu
kísils í sólarrafhlöður. Að sögn Gísla
Gíslasonar hafnarstjóra hafa Faxa-
flóahafnir ekki lagt í kostnað vegna
lóðarinnar í Kataneslandi annan en
snýr að skipulagsmálum og forn-
leifarannsóknum. Sú vinna mun
hins vegar nýtast komi til annarrar
nýtingar á lóðinni þótt síðar verði.
mm
Fallið frá byggingu sólarkísil-
verksmiðju á Grundartanga
Silicor Materials átti frátekna 22 ha lóð í
Kataneslandi við Grundartanga.