Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2017, Síða 2

Skessuhorn - 20.09.2017, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 20172 Veðurspáin getur vissulega verið hag- stæðari en hún er fyrir komandi daga, eins og lesa má um hér að neðan. Nú spá- ir rigningarfýlu um helgina, þó sæmi- lega hlýtt eigi að vera. Þeir sem hyggjast bregða sér af bæ, hvort sem er í göng- ur og réttir eða bara í frí, eru minntir á að hafa regnfötin meðferðis. Það verður suðaustan- og austan kaldi eða strekkingur og rigning með köfl- um á morgun og föstudag. Hægara og bjart í veðri að mestu á Norður- og Norðausturlandi. Hiti 7 til 12 stig. Útlit er fyrir hvassa austlæga átt með rign- ingu um allt land á laugardag, einkum suðaustan- og austanlands. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á Vesturlandi og fyrir norð- an. Suðlæg átt og rigning með köflum á sunnudag. Lengst af bjart á norðaust- urhorninum. Hiti breytist lítið en hlýj- ast fyrir norðan. Á mánudag er útlit fyr- ir austan- og suðaustan strekking með dálítilli vætu. Hægari og bjartviðri fyrir norðan. Fremur milt veður. „Hver er besti haustmaturinn,“ var spurninginn sem lesendur gátu svarað á vef Skessuhorns í liðinni viku. „Kjöt- súpa“ segja flestir vera besta haustmat- inn, eða 54% þeirra sem greiddu at- kvæði. Næst kemur „slátur“ með 22%, þá „skyr með berjum“ með 9% og 5% sögðu „lambapottréttur“. „Annað“ svör- uðu 4%, „hjörtu og nýru“ sögðu 3% og 2% greiddu „lifur“ sitt atkvæði. Í næstu viku er spurt: „Ertu ánægður með ríkisstjórnarslitin?“ Borgfirðingurinn Arnar Guðjónsson, að- stoðarþjálfari Íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, er kominn heim eftir Evr- ópumótið sem lauk í Finnlandi á dögun- um. Margt fróðlegt kemur í ljós í opinskáu viðtali við hann í blaði vikunnar. Hann er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Matarblað í fjöldreifingu VESTURLAND: Í næstu viku fylgir sérblaðið Mat- arauður Vesturlands með Skessuhorni. Auk venju- bundinnar dreifingar til áskrifenda verður blaðinu í næstu viku dreift á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi og prentuð um tíu þúsund blöð. Auglýsendur eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri, þau gerast ekki betri. Aug- lýsingasíminn er 433-5500 og auglysingar@skessuhorn. is. -mm Akranes og Snæfellsbær mætast í Útsvari VESTURLAND: Tvö vest- lensk sveitarfélög senda þennan veturinn lið til þátt- töku í Útsvari, spurninga- keppni sveitarfélaganna á RÚV. Það eru Akranes og Snæfellsbær og það vill ein- mitt þannig til að lið þeirra mætast í öðrum þætti vetrar- ins næstkomandi föstudags- kvöld, 22. september. Lið Akraness komst alla leið í úr- slitaþáttinn síðasta vetur en varð að játa sig sigrað gegn sterku liði Fjarðabyggðar. Lið Akraness skipa þau sömu og síðasta vetur; Gerður Jó- hanna Jóhannsdóttir, Vil- borg Þórun Guðbjartsdóttir og Örn Arnarson. Snæfells- bær féll út í fyrstu umferð Útsvars síðasta haust eftir tap gegn Þingeyjarsveit. Þennan veturinn munu keppa fyr- ir hönd Snæfellsbæjar þau Anton Jónas Illugason, Ein- ar Magnús Gunnlaugsson og Sóley Jónsdóttir. -kgk Hafa þungar áhyggur af almennings- samgöngum VESTURLAND: Almenn- ingssamgöngur voru til um- ræðu á síðasta fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem fram fór 23. ágúst síðastliðinn. Páll Brynjarsson, framkvæmda- stjóri SSV, fór yfir stöðuna á rekstri almenninssagangna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Reksturinn gekk mun verr í sumar en undanfarin sum- ur og ljóst þykir að töluverð fækkun hefur orðið á farþeg- um. Beðið er eftir farþegatöl- um fyrir sumarið 2017 til að greina á hvaða leiðum fækk- unin er mest. Eftirfarandi bókun var samþykkt á fund- inum. „Stjórn SSV lýsir yfir þungum áhyggjum af rekstri almenningssamgangna á Vesturlandi. Stjórn felur for- manni og framkvæmdastjóra að eiga fund með Vegagerð- inni og fara yfir stöðuna,“ segir í fundargerð. -mm Í gær ýtti Slysavarnafélagið Lands- björg, ásamt nokkrum samstarfsfyr- irtækjum, úr vör verkefni sem kallað er: „Vertu snjall undir stýri“. Félagið hefur unnið ötult starf við slysavarn- ir í gegnum tíðina en þetta er í fyrsta skipti sem það kemur að málefn- um tengdum umferðinni. Gríðar- lega hröð þróun hefur verið í notk- un snjalltækja undanfarin ár og sýna slysatölur, bæði frá Evrópu og Am- eríku, að um 25% allra slysa í um- ferðinni megi rekja beint til notkun- ar snjalltækja undir stýri. Ágúst Mo- gensen hjá Rannsóknanefnd sam- gönguslysa segir að heimfæra megi þessar tölur á Ísland. Landsbjörg ákvað að fara þá leið að taka höndum saman með fyrir- tækjum í landinu og þá sérstaklega þeim sem eru með mikið af bílum í umferðinni. „Samstarfið gengur út á að atvinnubílstjórar á vegum fyrir- tækjanna fái fræðslu um málefnið og hætturnar sem fylgja notkun snjall- tækja undir stýri. Fyrirtækin merkja svo bílana sína með slagorði verk- efnisins og miðla því þannig boð- skapnum til annarra ökumanna um leið og atvinnubílstjórarnir sýna gott fordæmi og „verða snjallir und- ir stýri.“. Í raun þarf að eiga sér stað hugar- farsbreyting hjá landsmönnum, því það krefst fullrar athygli að stýra ökutæki. Það að lesa og svara skila- boðum, horfa á myndefni, skoða samfélagsmiðla eða senda mynd- skilaboð undir stýri er einfaldlega of hættulegt til þess að það eigi að telj- ist í lagi. Íslenskar og erlendar rann- sóknir sýna fram á að viðbragðstími ökumanna, verði þeir fyrir truflun, lengist töluvert við notkun snjall- tæki undir stýri.“ mm Vertu snjall undir stýri! Síðastliðinn fimmtudag sprengdi Jón Gunnarsson samgönguráð- herra, með aðstoð Hreins Har- aldssonar vegamálastjóra, svokall- aða hátíðarsprengingu Dýrafjarð- arganga og markaði um leið upp- haf verksins. Kostnaður við göngin og mannvirkin öll er 8,7 milljarð- ar króna og því langstærsta einstaka framkvæmd til samgöngubóta sem í gangi verður á næstunni. Milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verð nú sprengt 5,3 kílómetra jarðgöng ásamt því að byggðir verða 300 metra vegskálar. Nýr vegur verð- ur byggður beggja vegna gangam- unna, þrír km Arnarfjarðarmegin og 4,8 km Dýrafjarðarmegin, sam- tals um 7,8 km auk tenginga. Verk- takar eru Metrostav a.s. og Suður- verk hf. mm Vinna hafin við Dýrafjarðargöng Jón Gunnarsson sýndi örugga takta þegar hann sprengdi öfluga sprengju, eins og sjá má af grjótinu sem losnaði. Ljósm. ekg. Kort sem sýnir hvar göngin munu koma. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, hefur fyrir hönd Akra- neskaupstaðar ritað Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra bréf þar sem óskað er eftir að byggðakvóta verði úthlutað á Akranes hið fyrsta. Vís- að er til sérstöðu bæjarfélagsins og þeirrar hefðar sem þar er fyrir útgerð og vinnslu. Á síðasta ári var land- aður bolfiskur á Akranesi einungis 4,8% af því sem hann var árið 2005. Því er óhætt að segja að um hrun sé að ræða í greininni á örfáum árum. Byggðakvóta sem fengist yrði úthlut- að til smærri útgerðaraðila sem gert yrði skylt að landa á markaði og til vinnslu á Akranesi. Útgerð nánast horfin Í bréfi bæjarstjóra kemur fram að undanfarin ár hafi dregið verulega úr löndun á Akranesi og er afla nú landað í Reykjavík og á Vopnafirði þó skip og aflaheimildir séu skráðar á Akranesi. „Löndun á árinu 2016 er því einungis um 9% miðað við lönd- un 2007 og um 13% af löndun ársins 2006. Bolfiskveiðiskipin landa eng- um afla á Akranesi og er nánast öllu landað í Reykjavík eða á Vopnafirði til vinnslu eða útflutnings,“ skrifar Sævar. Hann segir að þegar rýnt sé í úthlutun aflamarks eftir heimahöfn- um í upphafi fiskveiðiárs 2017/2018 sé ljóst að einungis brotabrot skráðs afla á Akranes komi til vegna útgerð- ar á Akranesi. „Einu landanir bolfisks sem hér fara fram eru af smábátum sem eru með leigukvóta eða stunda strandveiðar. Þessi þróun hefur hald- ið áfram og landaður afli áfram dreg- ist saman þar sem útgerðir sem hér hafa verið reknar hafa byggt verulega á leigukvóta. Smábátaútgerð hefur dregist saman þrátt fyrir að Akur- nesingamið teljist meðal gjöfulustu fiskimiða við Íslandsstrendur. Fisk- markaðurinn á Akranesi í núverandi mynd er við að leggjast af en unnið er að lausn þar sem smábátar á Akra- nesi geta komið afla sínum á mark- að,“ skrifar bæjarstjórinn. Vegna þessara sérstöku aðstæðna óskar Sævar Freyr eftir því að sjáv- arútvegsráðherra taki fullt tillit til umsóknar Akraneskaupstaðar við út- hlutun á byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018. Vísar hann í því sam- bandi til heimildar ráðherra sem hef- ur fullt ákvörðunarvald á úthlutun í samræmi við lög um stjórn fiskveiða. mm Akraneskaupstaður sækir um byggðakvóta Botnfisksafli á Akranesi var 16.585 tonn árið 2005 en var 806 tonn á síðasta ári, eða 4,8% af því sem hann var fyrir ellefu árum síðan.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.