Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2017, Síða 11

Skessuhorn - 20.09.2017, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2017 11 Einkunnarorð sveitarfélagsins eru jákvæðni, metnaður og víðsýni. Vilt þú hafa áhrif? Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi verður haldið þann 27. september næstkomandi frá klukkan 17:00-21:00 í Grundaskóla. Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á facebook. Hlökkum til að sjá sem esta! Skaginn 3X og Búlandstindur á Djúpavogi skrifuðu á Íslensku sjáv- arútvegssýningunni undir samning um sölu á undirkælikerfi fyrir lax- vinnslu. Þetta er fimmta ofurkæli- kerfið sem Skaginn 3X selur á þessu ári en fyrirtækið skrifaði einnig ný- verið undir samning við Íslands- bleikju í Grindavík. Kerfið fyr- ir Búlandstind mun afkasta allt að 13 tonnum á klukkustund og ger- ir fyrirtækinu kleift að pakka öllum sínum laxi við -1°C, allt árið um kring. Elís Grétarsson, framkvæm- dastjóri Búlandstinds, segir að ek- kert annað hafi komið til greina þe- gar kom að vali á kæliaðferð fyrir laxavinnslu fyrirtækjanna. „Við slátrum laxi fyrir fiskeldi Austfjarða og með kælikerfinu frá Skaganum 3X tryggjum við bestu mögule- gu gæði á afurðum okkar, aukum geymsluþol og almennt gæði sem hjálpar okkur í markaðssetningu,“ segir Elís. mm Selja Búlandstindi kælikerfi fyrir lax Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru veitt sjöunda sinni að kvöldi síðasta fimmtudags. Verðlaunaaf- hendingin fór fram í Gerðarsafni í Kópavogi að viðstaddri Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, Ár- manni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, verðlaunahöfum og öðr- um hátíðargestum. Var verðlaunaaf- hendingin hluti af dagskrá Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Skaginn 3X á Akranesi hlaut Ís- lensku sjávarútvegsverðlaunin fyr- ir verðmætasköpun í fiskvinnslu í flokki stórra fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn. „Skaginn 3X er í farar- broddi í þróun margvíslegra kerfa sem snúa að fiskvinnslu og fiskmeð- höndlun á sjó og landi. Meðal nýj- unga má nefna varðveislu fisks í lest- um ferskfisktogara þar sem ekki er lengur þörf fyrir ís sem kælimiðil,“ segir um fyrirtækið í rökstuðningi dómnefndar. Verðlaunahafar í heild sinni eru eftirfarandi: Sýningarverðlaun: Besta nýjungin á sýningunni: Fiskevegn AS fyrir beitningarvélina VestTek Besti sýningarbásinn, að 50 fm: Camre Shipyard Besti sýningarbásinn, yfir 50 fm: Egersund Islands Besti lands-, svæðis- eða hóp- básinn: Danish Fish Tech Group Starfsgreinaverðlaun: Framúrskarandi íslenskur skipstjóri: Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA Framúrskarandi íslensk útgerð: Rammi ehf. Framúrskarandi íslensk fiskvinnsla: Samherji ehf. Framúrskarandi framlag til íslensks sjávarútvegs: Arthur Bogason, hvatamaður að stofnun Landsambands smábáta- eigenda Alþjóðleg verðlaun: Atorka á sjó - stórfyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn: Thyborøn Trawldoor Skaginn 3X handhafi Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna Verðlaun fyrir verðmætasköpun í fiskvinnslu Atorka á sjó - Lítið fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn: Skipasýn ehf. Fiskvinnsla - verðmætasköpun Stórt fyrirtæki með yfir 50 starfs- menn: Skaginn 3X Lítið fyrirtæki með yfir 50 starfs- menn: Curio ehf. Snjall-verðlaun: Vónin Framlag til þróunar flotans: Skipatækni ehf. Framúrskarandi framlag á heild- ina séð (valið úr hópi ofangreindra verðlaunahafa): Skipatækni ehf. kgk Verðlaunahafar Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X, er þriðji frá vinstri. Glösum lyft í tilefni þess að búið var að skrifa undir samninginn.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.