Skessuhorn - 20.09.2017, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2017 13
Heyrðu umskiptin -fáðu heyrnartæki
til reynslu
heyrnartækja. Fagleg heyrnarþjónusta.
Heyrnarþjónustan Heyrn • Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur • s:534-9600 • www.heyrn.is •
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Úrgangsmál í dreifbýli
Plastsöfnun
Bjarnastaðir - á eyrinni
(ath. að hliðið á að vera lokað)
Brautartunga
Brekka í Norðurárdal
Bæjarsveit
Grímsstaðir
Hvanneyri
Högnastaðir
Lindartunga
Lyngbrekka
Síðumúlaveggir
Mikilvægt er að rétt sé flokkað í gámana og að úrgangi sé vel raðað
svo plássið nýtist sem best. Þegar gámar eru við það að fyllast hafið
samband við Gunnar hjá Íslenska gámafélaginu í síma 840-5847.
Framvegis verður heyrúlluplasti safnað á u.þ.b. tveggja
mánaða fresti. Næsta söfnun á heyrúlluplasti verður vikuna
25.-29. september.
Hreinsunarátak að hausti 2.- 16. október
Gámar fyrir timbur- og málmúrgang verða aðgengilegir á eftir-
töldum stöðum:
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Laust starf hjá Akraneskaupstað
Brekkubæjarskóli
Starf þroskaþjálfa til áramóta. Þeir sem hafa
grunnskólakennararéttindi eða réttindi sem
iðjuþjálfar geta einnig sótt um.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.akranes.is
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Göngur og réttir víða á
Snæfellsnesi í liðinni viku
Regnboginn umlukti Arnarhólsrétt þegar bændur og búalið réttuðu fé sínu. Ljósm. sá.
Réttað var í Þæfusteinsrétt og Ólafsvíkurrétt síðastliðinn
laugardag. Veðurguðirnir voru gangnamönnum óhliðhollir
og þurfti að fresta brottför hjá gangnamönnum í Þæf-
usteinsrétt og voru þeir um það bil að leggja af stað til fjalla
þegar gangnamenn í Ólafsvíkurrétt voru að koma niður. Vel
gekk þó að smala á báðum stöðum en bæði fé og menn voru
að vonum þreyttir þegar niður kom. Ljósm. þa.
Rekstur á leið til Arnarhólsréttar við Skjöld í Helgafellssveit.
Ljósm. sá.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í
Snæfellsbæ, tók virkan þátt í smala-
mennsku í sínu heimahéraði þrjá daga
í síðustu viku. Hann tók þessa mynd
af vel höldnum ám, líklega frá Óttari á
Blómsturvöllum, í Klofningsrétt.
Svipmynd úr Þverárrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi síðastliðinn sunnudag. Hér er
slakað á eftir fjárdráttinn. Ljósm. iss.
Síðastliðinn miðvikudag var hópur af dugmiklu fólki við smalamennsku í hlíðum
Kirkjufells í Grundarfirði. Þetta er árlegur viðburður enda þónokkur hópur af fé
sem heldur sig þarna. Smalamennskan gekk vel en þó voru nokkrar kindur sem
urðu eftir sem voru komnar of hátt í fjallið þannig að ekki var unnt að ná þeim
niður. Það verður gert við fyrsta tækifæri. Ljósm. tfk.
Valgeir Magnússon er hér að leiðbeina smölum í hlíðum Kirkjufells um hvar
kindurnar héldu sig. Ljósm. tfk.