Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2017, Page 18

Skessuhorn - 20.09.2017, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 201718 Það var hátíðarstemning í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi þegar blásið var til veislu í opnu húsi í tilefni af 40 ára afmæli skólans laugardaginn 16. septem- ber. Húsið opnaði klukkan 14 en formleg dagskrá, sem hófst á stutt- um hátíðarræðum en lauk með stórtónleikum á sal skólans, stóð frá kl. 14.30 til 18.30 auk þess sem myndir, útskriftarbækur og fleira úr starfi skólans í fjörutíu ár var til sýnis víða í húsakynnum skólans. Ávarp fluttu Ágústa Elín Ingþórs- dóttir skólameistari FVA, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akra- nesi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, Lilja S. Ólafsdótt- ir, aðstoðarskólameistari Mennta- skóla Borgarfjarðar sem var í ein- um fyrsta útskriftarhópi skólans og Daníel Þór Heimisson háskóla- nemi sem útskrifaðist í desember 2015. Veislustjóri var Halli Melló, en hann eins og flestir þeir sem stigu á svið, er fyrrum nemendi skólans. Í tilefni afmælisins var gefið út veglegt afmælisrit. Útgáfa og ritstjórn var í höndum nemenda í áfanganum Hagnýt fjölmiðlun sem kenndur er við skólann. For- síðu blaðsins prýðir verkið „Áfram veginn“ sem Bjarni Þór Bjarnason málaði og færði skólanum að gjöf í tilefni afmælisins. FVA mikilvægur sam- félaginu á Vesturlandi Skólameistari setti dagskrána og stiklaði á stóru um sögu skólans, en til hans var upphaflega stofnað árið 1977 þegar Gagnfræðiskólinn á Akranesi og Iðnskólinn á Akra- nesi sameinuðust í Fjölbrauta- skólann á Akranesi. 1987 gerðu 32 sveitarfélög á Vesturlandi og menntamálaráðneytið samning um rekstur skólans undir því nafni sem hann ber í dag. Í dag standa sex sveitarfélög á Vesturlandi að skólanum. Það eru Akraneskaup- staður, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur og Hvalfjarðarsveit. Alla tíð hefur áhersla verið lögð á bæði bók- og verknám í skólanum. Ágústa sagði stofnun Fjölbrautaskóla Vestur- lands hafa markað tímamót í skóla- málum á Vesturlandi þar sem hann hafi stórbætt aðstöðu Vestlendinga til þess að afla sér menntunar og sagði hann enn gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu með því að auki tækifæri til náms í lands- hlutanum. Í ræðu sinni fjallaði Ágústa jafnframt um gildi skólans og stefnu og sameiginlega ábyrgð nemenda og starfsfólks á því að skólinn þjóni markmiðum sínum. Hún gat þess að reynslan sýndi að Fjörutíu ára afmælishátíð Fjölbrautaskóla Vesturlands Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Fjóla Ásgeirsdóttir og Rakel Óskarsdóttir. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, Elsa Lára Arnardóttir, alþingingismaður og Bryndís Böðvars- dóttir kennari. Karl Hallgrímsson og Gyða Bentsdóttir.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, afhenti Ágústu Elínu Ingþórsdóttur skólameistara fimmhundruð þúsund króna gjöf frá Bæjarstjórn Akraness til endurnýjunar á tölvukosti í skólanum. Þóra Grímsdóttir og Jens B. Baldursson. Hljómsveitin Abbababb sem stofnuð var í FVA árið 1991 skemmti áhorfendum. Fiðlusveitin Slitnir Strengir spilaði í afmælinu. Hún er hér ásamt Ragnari Skúlasyni stjórnanda og Ylfu Flosadóttur. Sigríður Indriðadóttir, forseti bæjarstjórnar á Akranesi, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs, Margrét Birgisdóttir og Hafdís Hannesardóttir. Þórir Ólafsson, skólameistari FVA 1985 - 2001, og Ágústa Elín Ingþórsdóttir nú- verandi skólameistari. Fjölmennt var í afmælishófinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.