Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2017 21 Á hverju hausti heldur Kennara- félag Vesturland haustþing sitt. Þingið er vettvangur fyrir kennara í landshlutanum að hittast, miðla þekkingu sinni, kynnast hverjum öðrum og mynda tengsl. Haust- þingið í ár var afar vel sótt, en um 230 kennarar og skólastjórnendur af öllu Vesturlandi sóttu þingið sem haldið var í Grundaskóla á Akranesi síðastliðinn föstudag. Fluttir voru tveir fyrirlestrar á þinginu, fyrir og eftir hádegi. Á þeim fyrri voru jákvæð samskipti í starfi með börnum til umfjöllunar en á þeim síðari var fjallað um leiðir til að þrífast í krefjandi starfi. Fjöldi örnámskeiða var hald- inn á þinginu þar sem kennarar á Vesturlandi deildu hugmyndum sínum, reynslu og þekkingu. Auk þess stóðu nokkrir gestir þings- ins fyrir örnámskeiðum, til dæmis í hinsegin fræðslu, mannréttinda- fræðslu, hvernig nýta má borðspil við kennslu og um tónlist og hreyf- ingu. Einnig voru haldnar mál- stofur þar sem kennarar sem kenna sömu fög á sama stigi ræddu saman og miðluðu þekkingu sinni. Dagskráin spannaði allan föstu- daginn og að kvöldi hittust kennar- ar og skólastjórnendur yfir hátíðar- kvöldverði og efldu tengslanet sitt enn frekar. Var kvöldverðurinn afar vel sóttur, rétt eins og haustþingið sjálft. kgk Fjölmennt haustþing Kennarafélags Vesturlands Þingið var afar vel sótt, en um 230 kennarar og skólastjórnendur tóku þátt. Einbeittir kennarar á örnámskeiði um borðspil í kennslu. Söngur og dans réði ríkjum á örnámskeiði um tónlist og hreyfingu. „Viltu koma í einn róður,“ spurði Emil Freyr Emilsson, skip- stjóri á línubátnum Guðbjarti SH frá Rifi, fréttaritara Skessu- horn á sunnudagskvöldið síðasta. „Já, ekkert mál,“ var svarið, „en ég fæ þá að hafa myndvélina með.“ Emil samþykkti það með ánægju og bætti við: „Ég var nú að koma úr klippingu svo ég myndast vonandi vel.“ Mætt var í beitningarskúrinn klukkan hálf þrjú um nóttina og teknir þar 48 balar af beittri línu og settir um borð í Guðbjart. Þá var ekkert að vanbúnaði og haldið til hafs. „Við förum suður fyrir,“ sagði hinn nýklippti skipstjóri. Það er um tveggja tíma stím á miðin. Menn skelltu sér því í koju en fyrr en varði var komið á miðin vestur af Malarrifi. Með undirrituðum og Emil er Andrzej Kowalczyk. Við gerðum okkur klára til að leggja lín- una og hófum verkið áður en fyrstu geislar sólar fóru að skína. „Við fengum gott skot af fallegri löngu hér í síðustu viku, svo það er um að gera að reyna aftur við hana,“ sagði Emil Freyr. Lögnin tók rúmlega tvo og hálfan tíma. Emil skellti sér í koju og fréttaritari og Andrzej gerðu sig klára til þess að hefja drátt- inn. Línan var svo dregin inn og kom í ljós að ágætis afli var og talsvert af löngu en í bland við fallegan þorsk og ýsu. Andrzej dró fyrstu 18 balana og svo kom Emil og leysti hann af. Greið- lega gekk að draga línuna og var dagsaflinn um fimm tonn og voru menn sáttir með það. Eftir það tók við heimsigling til Rifs eftir prýðilegan túr. Dálítil undiralda, en hraustir menn láta slíkt ekki á sig fá. af Í línuróðri á Guðbjarti SH vestan við Malarrif Emil goggar inn fallega ýsu. Andrzej gerir sig kláran til þess að leggja línuna. Nóg að gera við að gogga inn fiskinn. Andrzej að ganga frá bölunum. Emil Freyr kannar stöðuna hjá þeim línubátum sem eru á sjó. Langa og þorskur. Andrzej blóðgar löngu. Emil brosandi við rúlluna enda ágætis aflabrögð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.