Skessuhorn - 20.09.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 201724
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmar 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
Í vor stóð Símenntunarmiðstöð
Vesturlands, í samvinnu við Fisk-
tækniskóla Íslands, fyrir raunfærni-
mati í fiskvinnslu. Sjö einstaklingar
frá Grundarfirði og Snæfellsbæ luku
mati að þessu sinni. Í síðustu viku var
svo formleg útskrift. Enn eru nokkr-
ir í raunfærnimatsferli og pláss fyr-
ir einhverja til viðbótar samkvæmt
upplýsingum Skessuhorns. Einn-
ig er hópur að fara í raunfærnimat í
félagsgreinum.
Raunfærnimat er skipulagt ferli
þar sem lagt er formlegt mat á al-
hliða þekkingu og færni einstaklings
sem viðkomandi hefur aflað sér með
t.d. starfsreynslu, námi, félagsstörf-
um og lífsreynslu. Raunfærnimat er
mat og staðfesting á þekkingu og
reynslu. Markmiðið er að einstak-
lingur fái viðurkennda þá raunfærni
sem hann býr yfir á ákveðnum tíma.
Algengast er að raunfærnimat fari
fram á móti námsskrá. þa
Snæfellingar luku
raunfærnimati í fiskvinnslu
Pennagrein
„Það er erfitt að eiga peninga á Ís-
landi,“ var eitt sinn sagt og eflaust
er það veruleiki duglegu strák-
anna. Sigurvegaranna. Þeirra sem
gengu beinu brautina; fóru í góð-
an menntaskóla, beint í háskóla og
lönduðu svo vel launuðum störf-
um. Á frjálshyggjueyjunni uppskera
hin duglegu ríkulega. Af hverju ættu
þau ekki að gera það? Þau gerðu allt
rétt - en hunsa reyndar algjörlega
þá stökkpalla sem gerðu þeim kleift
að komast í þá stöðu sem þau eru í;
efnahagslegan stuðning, fjölskyldu-
tengsl, aðgengi að góðri menntun
o.s.frv. Þau sannfæra sig um að þau
eigi allan sinn auð skilinn. Vegna
þessara foréttinda spretta svo upp
ranghugmyndir um að öryrkjar séu
upp til hópa latir, að hærri bætur
séu letjandi, að félagsleg vandamál
séu blásin upp í fjölmiðlum, að hin-
ir lötu kennarar þurfi árangurstengd
laun - að það sem letingjarnir þurfi
sé duglegt spark í rassinn. Mennta
sig. Vinna meira.
Almenningi er talin trú um að yfir-
burðum sé hægt að ná í samfélaginu
ef fólki takist aðeins að rífa sig upp
úr volæði og sjálfsvorkunn. Stöðug-
leikinn er talinn mikilvægari en að
hlúa að fólki af holdi og blóði. Hag-
vöxtur eina vítamínsprautan sem hin
harðduglega þjóð þarf.
Allar tilraunir til þess að temja
markaðinn og
setja á reglugerðir
eru álitnar skerðing á frelsi - en frelsi
hverra? Þeirra duglegu. Sigurvegar-
anna. Þeirra sem vilja geta selt vín í
verslunum sínum, sem vilja geta selt
þér tóbak og boðið þér síðan krabba-
meinsmeðferð á klíník sinni síðar
meir. Þetta er land nýfrjálshyggj-
unnar. Þar sem verkalýðshreyfingin
er ekkert annað en bákn og byrði á
launþegum. Þar sem venjulegt fjöl-
skyldufólk þarf að skrimta.
Ímyndum okkur nú aðra stefnu,
annað hugarfar. Samfélag þar sem
fólk, um allt land, fær gjaldfrjálsa
geðheilbrigðisþjónustu og þarf ekki
að bíða milli heims og helju eftir að-
stoð. Samfélag þar sem þú getur leigt
af sanngjörnum leigufélögum sem
hafa ekki það markmið eitt að skila
arði, þar sem þú bíður ekki vikum
saman eftir læknisþjónustu búir þú
úti á landi. Samfélag þar sem mennt-
un er gjaldfrjáls og hlúð er að barna-
fjölskyldum, þar sem greiðfærir og
öruggir vegir liggja til allra átta.
Svona samfélag er hægt að skapa
— en ekki á meðan duglegu strák-
arnir ráða för.
Inga Björk Bjarnadóttir
Höfundur er varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar — jafnaðarmanna-
flokks Íslands.
Vítamínsprauta
hinnar duglegu þjóðar
„Endanlegrar ákvörðunar er að vænta
um áramótin,“ er haft eftir sveitar-
stjóra Reykhólahrepps á vef bb.is 12.
september sl. Ákvörðunar um hvað?
Hún virðist ekki hafa lesið niður-
stöðu umhverfismats Vegagerðarinn-
ar þar sem ákvörðun um val á leið er
mjög vel rökstudd, af fimm leiðum er
Teigsskógur talin besta leiðin. Hún
virðist vilja halda á lofti fullyrðingum
andstæðinga vegarins um að Hæsti-
réttur hafi staðfest neitun Skipulags-
stofnunar á veglínu. Umverfisráð-
herra samþykkti skipulagið en dóm-
ur Hæstaréttar felldi einungis úr gildi
ákvörðun Jónínu Bjartmarz með fá-
ránlegum rökum. Ég skora á Alþingi
að skera nú á hnútinn en legg til eft-
irfarandi sem almennur borgari með
rétt til að fá upplýsingar og ekki síð-
ur að löggjafinn, Alþingi, læri hvern-
ig stjórnsýslan á ekki að vinna.
Nauðsynlegt er að fram fari rann-
sókn á samskiptum sveitarstjóra
Reykhólahrepps og forstjóra Skipu-
lagsstofnunar undanfarna mánuði og
ár. Rannsóknin fari fram á grundvelli
upplýsingalaga. Rannsakendur væru
t.d. fréttamenn RÚV og niðurstöð-
ur ætti að birta í Kastljósi. Báðir að-
ilar eru stjórnvald sem á að vinna fyr-
ir opnum tjöldum en ekki með stofn-
anaofbeldi.
Es. Okkur bræður, Finn og mig,
langar mikið að vera við borðaklipp-
ingu að loknu verki.
Kristinn Bergsveinssson frá Gufudal
Pennagrein
Þurfum rannsókn á sam-
starfi sveitarstjóra og
Skipulagsstofnunar
Kostir dróna, eða flygilda, til
myndatöku eru sífellt að koma
betur í ljós. Með góðum tækj-
um og leiknum „flugmanni“ er
hægt að nálgast myndefnið frá
nýju sjónarhorni og nánast hægt
að hleypa þriðju víddinni inn í
myndina. Skessuhorn hefur af
og til að undanförnu birt slík-
ar myndir með fréttum. Þessa
mynd tók Tómas Freyr Kristjáns-
son fréttaritari Skessuhorns fyrr í
vikunni af Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga í Grundarfirði. Að sjálf-
sögðu er Kirkjufellið og fjörður-
inn einng með á mynd og rammar
fegurðina inn.
mm
Fjölbrautaskóli með augum drónans