Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Qupperneq 2

Skessuhorn - 03.01.2018, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 20182 Þrettándi dagur jóla er á laugardaginn, 6. janúar. Á þrettándanum er víða hefð fyrir því að kveðja jólasveinana sem halda þá til fjalla og jafnvel sjást álfar og tröll í þeim hópi einnig. Haldnar eru brennur og von- andi verður síðustu flugeldarnir brennd- ir upp. Viðkvæmir hundar, kettir og hross yrðu til dæmis afskaplega þakklát ef allir skoteldar og púðurkerlingar verða klár- aðar þetta kvöld. Á morgun, fimmtudag, er spáð austanátt 8-15 m/sek, en 15-23 syðst á landinu og við Öræfajökul. Él um landið austanvert, en bjartviðri vestantil. Frost 0 til 7 stig, en rétt ofan frostmarks við suðurströndina. Á föstudag verður minnkandi norðaust- anátt og él austanlands í fyrstu, en hæg breytileg átt og léttskýjað víða um land þegar líður á daginn. Harðnandi frost. Á laugardag verður vestlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum en þurrt austanlands. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil. Suðlægari um kvöldið og hlánar við suðvestur- og vest- urströndina. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir nokkuð hvassa sunnanátt með rigningu og slyddu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvernig nýhafið ár leggst í landann. Al- mennt eru menn bjartsýnir. 32,4% sögðu árið örugglega verða betra en það sem liðið er. 30,34% telja líklegt að það verði betra, en 23,3% finnst líklegast að það verði á pari. 14% spá því að byrjað ár verði lakara en það síðasta. Í næstu viku er spurt: Hvernig fannst þér Skaupið? Að þessu sinni eru Vestlendingar vikunn- ar þeir sem sendu inn tilnefningar um Vestlending ársins. Fjölmargir tóku þátt og nefndu alls 32 einstaklinga. Takk fyr- ir það. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar FJARNÁM Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til 5. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam Skráning á vorönn stendur til 10. janúar l . Voru fastir í eldfjalli VESTURLAND: Verkefni lögreglunnar voru margvís- leg í umdæminu yfir jól og áramót. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra var tekinn á aðfangadegi og hinn 30. desember og fund- ust þá einnig fíkniefni í bifreið- inni og fékk ökumaðurinn að gista í fangageymslu í kjölfar- ið. Töluvert var um ferðamenn sem hringdu í lögregluna vegna vandræða í umferðinni. Sem dæmi voru ferðamenn fastir í snjó við Uxahryggi á jóladag og á milli jóla og nýárs festu ferðamenn sig í Haukadal í Dölum. Höfðu einnig ferða- menn samband við lögreglu og sögðust vera fastir á leið sinni frá Keflavík til Ólafsvíkur en vissu ekki um nánari staðsetn- ingu. Þeir sögðust ætla að hafa samband aftur ef þeir þyrftu hjálp, sem þeir gerðu ekki. Þá var einnig tilkynnt um ferða- menn sem sögðust vera fast- ir í eldfjalli og lögreglan beðin um að hafa samband við bíla- leiguna Lotus. Ekki er vitað í hvaða eldfjalli ferðamennirnir töldu sig vera fasta í. -arg Góð aðsókn í nám á vorönn BIFRÖST: Mjög góð aðsókn er í nám á vorönn 2018 við Háskólann á Bifröst en ríflega hundrað umsóknir höfðu bor- ist fyrir jólin. Formlegum um- sóknarfresti lauk 10. desember en umsóknir voru enn að ber- ast skólanum og verður far- ið yfir þær allar. Mest aukning er á umsóknum í meistaranám en búast má við töluvert fleiri innritunum nú á vorönn en á sama tíma fyrir ári síðan. „Há- skólinn á Bifröst hefur verið í góðri sókn síðustu árin og er í fararbroddi í fjarnámi á Íslandi. Allt meistaranám hjá okkur er kennt í fjarnámi og hent- ar því mjög vel fyrir einstak- linga á vinnumarkaðnum sem hafa hug á því að stunda nám samhliða vinnu. Við erum með fjölbreyttar námslínur sem höfða til margra og ánægju- legt að sjá hve góð viðbrögð við erum að fá,“ segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastýra kennslu og þjónustu við Há- skólann á Bifröst. -mm Fjárhagsáætlun Reykhólahrepps var lögð fram til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 14. desem- ber síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að gert er ráð fyrir 16 milljóna króna rekstrarafgangi af samstæðu A og B hluta árið 2018. Tekjur sveitarfélagsins á árinu eru áætlaðar 558 milljónir kóna, þar af 127 milljóna útsvarstekjum og 176 milljónir frá Jöfnunarsjóði. Áætl- að er að samanlögð gjöld A og B hluta verði 543 milljónir á árinu 2018, þar af 352 milljóna launa- gjöld og 15 milljóna króna afskrift- ir. Við síðari umræðu fjárhagsáætl- unar samþykkti sveitarstjórn að auka framlag til gatnagerðar um tíu milljónir króna í áætlun ársins 2018 og fjármagnast það með lán- töku. Þegar hafði verið samþykkt álagning gjalda fyrir árið 2018, það var gert þegar fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu. Þar gerir ráð fyrir að útsvarsprósenta verði óbreytt frá fyrra ári, sem og fasteignaskattsprósenta. Viðmið árstekna vegna afsláttar elli- og líf- eyrisþega af fasteignaskatti hækkar sem nemur breytingu á launavísi- tölu milli ára og verður 3,7 millj- ónir króna fyrir einstaklinga og 5,3 milljónir króna fyrir hjón. kgk/ Ljósm. úr safni/sm Búast við afgangi af rekstri Reykhólahrepps Ástríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Anda- bæjar á Hvanneyri. Frá ráðning- unni var greint á vef Borgarbyggð- ar skömmu fyrir jól. Tveir umsækj- endur voru um stöðuna. Ástríður er leikskólakennari að mennt. Hún er Hvanneyringur að uppruna og hefur um áratugaskeið starfað sem deildarstjóri við Andabæ, leyst af sem aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri. „Hún hefur verið farsæl í starfi bæði sem leikskóla- kennari og stjórnandi, komið að mótun skólanámskrár leikskólans og tekið þátt í fjölmörgum þróun- arverkefnum innan skólans. Hún hefur sótt ýmis námskeið í leið- togafærni og mannauðsstjórnun.“ Ástríður tók við starfinu um nýlið- in áramót. mm Ástríður ráðin leikskóla- stjóri Andabæjar Fiskvinnslufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf í Grundarfirði og verktakafyrirtækið Ístak skrifuðu undir samning föstudaginn 22. desember sl. um byggingu á nýju fiskvinnsluhúsi fyrirtækisins. Haf- ist verður handa við byggingu hússins fljótlega eft- ir áramótin. Skrifað var undir samning um bygg- inguna við ilmandi skötulykt í matsal fyrirtækisins. Þegar menn höfðu lokið sér af með vel kæsta sköt- una var skrifað undir í góðu yfirlæti. tfk Skrifað undir samning um byggingu fiskvinnsluhúss Runólfur Guðmundsson stjórnarformaður GRun, Hermann Sigurðsson yfirverk- fræðingur, Karl Andreassen framkvæmdastjóri Ístaks og Guðmundur Smári Guð- mundsson framkvæmdastjóri GRun. Á bakvið þá félaga eru málverk af foreldrum þeirra bræðra. Fyrstu skóflustungurnar að húsinu voru teknar á sjómannadagshelginni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.