Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 03.01.2018, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 2018 5 SÉRHÆFT NÁM Hagnýtt eins árs nám hjá Fisktækniskóla Íslands í samstarfi við Matvælaskóla Sýnis, Marel, Hólaskóla og starfandi fyrirtæki í greininni. Boðið er upp á þrjár námsbrautir: • Fiskeldi • Gæðastjórnun • Marel-vinnslutækni Náminu er skipt upp í tvær annir. Kennt er í dreifinámi og staðarlotum sem hentar starfandi fólki í greininni. Inntökuskilyrði Hafa lokið námi í fisktækni eða sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi getur einnig gilt til að uppfylla inntökuskilyrði. Nánari upplýsingar Fisktækniskóli Íslands • Víkurbraut 56 • 240 Grindavík Sími 412 5966 • info@fiskt.is • www.fiskt.is og á Facebook Vorönn 2018 Á tólfta tímanum að kvöldi að- fangadags jóla var björgunarsveit- in Lífsbjörg í Snæfellsbæ boðuð út vegna fólks í vanda á Fróðár- heiði. Þrír bílar sátu fastir á heið- inni og hélt fólk til í neyðarskýli. Fóru tveir hópar frá Rifi, annar fór yfir heiðina, en hinn ók fyrir jök- ulinn og hafði meðferðis lyf sem þurfti að koma áleiðis til Arnar- stapa. Ekki hafði tekist að koma lyfjunum þangað sökum ófærð- ar og veðurs og því var óskað eftir aðstoð björgunarsveitarfólks til að leysa það verkefni. Björgunarsveitarfólk frá Rifi var komið upp á Fróðárheiði um mið- nætti til þess að athuga með fólkið sem var þar í góðu yfirlæti. Hópur- inn hélt svo áfram yfir heiðina, en sunnan megin við hana var óöku- fær bíll með fjóra farþega innan- borðs. Vonskuveður var á sunn- anverðu Snæfellsnesi og til fjalla þegar þetta var. Mikill vindur og úrkoma, eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd sem Ægir Þór Þórsson tók á Fróðárheiði. mm Ferðalöngum komið til bjargar á aðfangadagskvöld Björgunarsveitir af Kjalarnesi, höf- uðborgarsvæðinu og Akranesi voru kallaðar út á gamlársdag til leitar á Hvalfirði. Leitað var bæði af sjó og landi en vegfarandi um fjörðinn taldi sig hafa séð ljósmerki innarlega í firðinum. Auk björgunarsveita var þyrla Landhelgisgæslunnar köll- uð út. Upplýsingar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar bentu ekki til að bátur eða skip væru á ferð á þessum slóðum og hugsanlega væri því um dufl að ræða en engu að síð- ar þótti vissara að leita á svæðinu. Lögregla og björgunarsveitir Slysa- varnafélagsins Landsbjargar hófu fyrstu eftirgrennslan og laust upp úr klukkan tvö var TF-LIF send á vettvang til að fá heildaryfirsýn. Eftir að hafa flogið yfir svæðið lenti þyrlan hjá lögreglumönnum á vett- vangi til skrafs og ráðagerða. Var það mat áhafnar þyrlunnar og lög- reglu að þar sem ekkert var að sjá á vettvangi sem gæti bent til þess að slys hefði átt sér stað, og einskis var saknað, að óhætt væri að afturkalla aðgerðir. mm Leituðu á Hvalfirði á gamlársdag Drónahópar björgunarsveitafólks tóku þátt í leitinni. Ljósm. Landsbjörg. Hér eru félagar í sjóbjörgunarflokki Björgunarfélags Akraness að sjósetja gúmmí- bát sveitarinnar. Sigldu þeir inn á Hvalfjörð en hópur björgunarsveitarfólks fór auk þess akandi á leitarsvæðið. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.