Skessuhorn - 03.01.2018, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 20186
Smáóhöpp og
verkefni
VESTURLAND: Slys
varð á Borgarfjarðarbraut
miðvikudaginn 27. des-
ember þegar bíll lenti
ofan í skurði. Ökumaður
og farþegi fundu fyrir smá
eymslum en enginn slas-
aðist alvarlega. Sama dag
strandaði bátur við Skor-
eyjar á Breiðafirði, en allt
fór vel og er málið í skoð-
un. Fimmtudaginn 28. des-
ember var tilkynnt um vél-
arvana bát út við Rif. Land-
helgisgæslan sá um björg-
un ásamt björgunarsveit-
inni og náðist báturinn í
tog og var bjargað. Föstu-
daginn 29. desember varð
lítill sinubruni við Innnes-
veg í Hvalfjarðarsveit þeg-
ar kveikt var í flugeldi. Um
er að ræða lítið óhapp og
ekkert alvarlegt slys varð.
Þá kviknaði eldur í rusla-
gámi við Bíóhöllina á Akra-
nesi á gamlársdag, slökkvi-
lið sá um að slökkva eld-
inn. Á gamlársdag var til-
kynnt um ljósmerki frá
sjó í Hvalfirði. Talið var
að um SOS merki væri að
ræða svo björgunarsveit,
þyrla og allt tiltækt lið var
ræst út. Ekki fannst neinn í
hættu og var leit hætt. Gæti
verið að um sé að ræða ljós
frá bauju en það er ekki vit-
að. Áramótin sem slík fóru
að sögn lögreglu vel fram í
öllu umdæminu.
-arg
Lýstu eftir bíl
vegna innbrots
BORGARNES: Skömmu
fyrir jól lýsti Lögreglan á
Vesturlandi eftir bifreið-
inni LR-538 sem er blá
sendibifreið af gerðinni
Volkswagen Transporter
árgerð 1998. Lýst er eftir
bifreiðinni í tengslum við
stórfelldan þjófnað á tölvu-
búnaði sem átti sér stað í
Borgarnesi aðfararnótt 15.
desember síðastliðinn. Bíll-
inn kom í leitirnar skömmu
eftir að tilkynning var send
út. Lögregla verst hins veg-
ar nánari frétta af téðu inn-
broti.
-mm
Ráðinn bygg-
ingafulltrúi
BORGARBYGGÐ: Á
fundi sveitarstjórnar Borg-
arbyggðar 14. desember
sl. var kynnt ráðning nýs
byggingarfulltrúa í stað
Gunnars S. Ragnarsson-
ar, sem hverfur til annarra
starfa í janúar. nýráðinn
byggingafulltrúi er Þórólf-
ur Óskarsson, fæddur árið
1955. Hann er menntað-
ur sem byggingafræðingur,
trésmiður, byggingastjóri
og löggiltur eignaskiptalýs-
andi. Hann hefur að und-
anförnu starfað sem bygg-
ingafulltrúi í Grundarfirði
í veikindaforföllum bygg-
ingarfulltrúa þar. Þórólfur
stefnir að því að koma til
starfa strax upp úr áramót-
um og er í tilkynningu á vef
Borgarbyggðar boðinn vel-
kominn til starfa.
-mm
Hjartaorm-
ur greindist
í innfluttum
hundi
LANDIÐ: Hjartaormur-
inn Angiostrongylus va-
sorum greindist í sýni úr
hundi sem fluttur var til
landsins í desember og
dvelur í einangrun. Um
er að ræða sníkjuþráðorm.
Ormasýkingin var greind
af sníkjudýrafræðing-
um á Tilraunastöð Há-
skóla Íslands í meinafræði
að Keldum. Hjartaorm-
urinn hefur ekki greinst
áður á Íslandi. Hundur-
inn hafði ekki sýnt ein-
kenni sýkingar en með-
höndlun hófst um leið
og niðurstaða greining-
ar lá fyrir. Hjartaormur-
inn finnst víða í Evrópu,
Ameríku og Afríku og
svo virðist sem útbreiðsla
hans sé að aukast en sú
aukning er talin tengj-
ast hlýnandi loftslagi og
auknum ferðalögum fólks
með hunda. Hjartaorm-
urinn sýkir refi og hunda
en millihýslar ormsins
eru ýmsar sniglategundir.
Ormurinn er ekki sértæk-
ur á sniglategurndir og
hugsanlegt er að íslensk-
ar sniglategundar gætu
hentað sem millihýslar.
Talið er að smit berist í
hunda þega þeir éta smit-
aða snigla (sem t.d. halda
sig í grasi) en smit getur
ekki borist beint frá hundi
til hunds. Fólki stafar ekki
hætta af hjartaorminum.
-mm
Laugardaginn 30. desember var
gerð tilraun til að fella fjögur
samliggjandi efnissíló á lóð Sem-
entsverksmiðjunnar á Akranesi.
Það er fyrirtækið Work north
ehf. sem er verktaki við niðurrif
mannvirkja Sementsverksmiðj-
unnar en verkkaupi er Akranes-
kaupstaður. Sprengiefni var kom-
ið fyrir og umferð lokað um Fax-
abraut til að gæta fyllsta örygg-
is. Skemmst er frá því að segja að
magn sprengiefnis reyndist of lít-
ið því byggingarnar féllu til hliðar
en ekki til jarðar. Hanga þær því
enn uppi eins og sést á meðfylgj-
andi mynd.
Þorsteinn Auðunn Pétursson er
framkvæmdastjóri Work north
ehf. Hann segir í samtali við
Skessuhorn að færustu sprengju-
sérfræðingar hafi stýrt verk-
inu en svona lagað geti einfald-
lega gerst. „Þegar svona mann-
virki eru sprengd þarf að bregða
upp nokkrum sviðsmyndum um
hvað geti mögulega gerst. Vissu-
lega vorum við meðvitaðir fyrir-
fram um þann möguleika að síló-
in myndu ekki falla alla leið til
jarðar. Þessi gömlu leðjusíló eru
einfaldlega ofboðslega efnismikil
og margir tugir tonna af steypu
og járni í botni þeirra sem held-
ur þeim uppi,“ sagði Þorsteinn
Auðunn. Aðspurður reiknar Þor-
steinn með að sprengja þurfi síló-
in að nýju til að ljúka verkinu. „Þá
munum við láta vita og senda út
tilkynningu. Við fengum ábend-
ingar um að við hefðum þurft að
láta fleiri vita en þá sem búa í hús-
unum næst lóð verksmiðjunnar.“
Þorsteinn bætir því jafnframt við
að efnissílóin séu einu mannvirkin
í þessum áfanga niðurrifsins þar
sem beita þarf sprengiefni. Á öðr-
um húsum og mannvirkjum verð-
ur unnið með stórvirkum vinnu-
vélum.
Því má við þetta bæta að með
frétt á vef Skessuhorns 30. des-
ember sl. má sjá myndband af
sprengingunni.
mm
Sprengihleðsla reyndist of lítil
Eftir sprenginguna síðastliðinn laugardag halla sílóin fjögur í suðurátt, ekki með
ósvipuðum halla og skakki turninn í Písa.
Innan við lokað hlið að porti við austurenda efnisgeymslu Sementsverk-
smiðjunnar má nú sjá hauga af flokkuðu efni. Annars vegar má sjá járnahaug sem
bíður pressu og geymslu til flutnings með flutningaskipi og hins vegar efnishauga
þar sem búið er að mala og flokka steypu eftir grófleika.