Skessuhorn - 03.01.2018, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 201814
Eins og Skessuhorn greindi frá fyr-
ir jól kom forseti Íslands, Guðni
Th. Jóhannesson í opinbera heim-
sókn í Dalabyggð dagana 6. og 7.
desember ásamt eiginkonu sinni,
Elizu Reid, og föruneyti. Í kjölfar
heimsóknarinnar sendi fréttaritari
Skessuhorns forsetahjónunum fá-
einar spurningar sem þau gáfu sér
tíma til að svara. Aðspurð hvort þau
hjónin hafi verið kunnug Dölunum
áður en að heimsókninni kom segja
þau bæði svo vera. „Ég vissi af sögu-
lega arfinum öllum saman, Laxdælu
og atburðum í öðrum Íslendinga-
sögum sem gerast þar, Sturlung-
um, Árna Magnússyni og þar fram
eftir götunum,“ segir Guðni. „Við
vorum einu sinni á leið á Erpsstaði
að fá ís með alla krakkana en vorum
sein fyrir í bíltúrnum og náðum því
ekki í það skiptið,“ bætir Eliza við.
Þau segja ekkert hafa komið sér á
óvart í heimsókninni. „Alls staðar
var tekið vel á móti okkur og land-
ið var fagurt hvar sem við fórum,“
segir Eliza.
Þótti ferðin
heppnast vel
„Okkur þótti ferðin öll heppnast
vel en mér er kannski helst minnis-
stætt hvað börn og unglingar tóku
mikinn þátt í fjölskylduhátíðinni í
Dalabúð. Þau stóðu sig öll svo vel
og gáfu öllu svo skemmtilegan blæ,“
segir Eliza aðspurð hvað hafi stað-
ið upp úr í heimsókninni. Þau telja
heimsóknina hafa gefið þeim góða
mynd af samfélaginu í Dölum, „að
því marki sem hægt er á tveimur
dögum,“ segir Guðni. „Við heim-
sóttum sögufræga staði og sáum
sóknarfæri í menningar- og sögu-
tengdri ferðaþjónustu. Arnar Freyr
og Fjóla, ungir bændur í Kringlu í
Miðdölum, tóku á móti okkur með
börnum sínum. Þar og víðar gátum
við rætt um vanda sauðfjárbænda
og leiðir til lausna. Okkur fannst
Dalamenn horfa björtum augum
fram á veg en vera um leið raunsæ-
ir,“ bætir Guðni við.
Létu kuldann
ekki á sig fá
Mörgum finnst langt að fara vest-
ur í Dali úr höfuðborginni en Dala-
mönnum þykir flestum stutt að
keyra til höfuðborgarinnar. For-
setahjónin voru spurð hvað þeim
þætti um þessar ólíku fullyrðing-
ar og hvor þeirra ætti betur við
að þeirra mati. „Ég held að fyrir
ferðaþjónustuna sé mjög mikilvægt
að benda á þau augljósu sannindi
að það tekur um eða innan við tvo
tíma að fara af höfuðborgarsvæðinu
í Dalina. Það er vel hægt að skipu-
leggja góða dagsferð þangað fyrir
útlendu ferðamennina, eða sunnu-
dagsbíltúr fyrir okkur heimafólk-
ið,“ svara Guðni. Var þetta fyrsta
opinbera heimsókn forseta í des-
embermánuði og vetur konungur
tók vel á móti gestunum. Aðspurð
hvort skammdegi og kuldi hafi eitt-
hvað haft að segja um upplifun og
gæði heimsóknarinnar svarar Eliza
því til að hún sé vön meira frosti í
Kanada svo þetta var ekkert mál frá
henni séð, „bara gaman,“ segir hún.
„Seinni daginn var heiðskírt og það
var einstaklega fallegt að sjá sólina
skríða yfir fjöllin, og kuldinn var
ekkert til að gera veður út af,“ seg-
ir Guðni.
Að endingu spurðum við þau
hvort þau hefðu einhver sérstök
skilaboð sem þau vildu koma á
framfæri eftir heimsóknin. „Fyrst
og fremst þakkir fyrir mikla gest-
risni og hlýhug. Við hlökkum til að
koma aftur í Dalina, og þá vonandi
með börnin líka,“ segja þau bæði.
sm/arg
Forsetahjónin ánægð með heimsóknina í Dalina
Forsetahjónin heimsóttu meðal annars þau Arnar Freyr Þorbjarnarson og Fjólu Mikaelsdóttur í Kringlu. Ljósm. sm.
Hestamenn á Akranesi hafa það sem fastan lið að sækja stóð-
ið í Akraflóa og koma á hús áður en flugeldaskothríðin hefst á
gamlárskvöld. Smalað var ríflega hundrað hrossum úr flóanum
á laugardaginn. Hver og einn tók svo hrossin sín á hús og urðu
fagnaðarfundir hjá hrossaeigendum á öllum aldri. mm
Stóðið rekið úr flóanum