Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Page 18

Skessuhorn - 03.01.2018, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 201818 Pennagrein Pennagrein Kæru lesendur, íbúar Vesturlands og landsmenn allir. Gleðilegt ár! Þessi grein er bjartsýnisgrein. Það eru til lausnir og þegar mað- ur liggur flatur á botninum þá er lag að fóta sig og spyrna sér upp. Ástandið í fiskveiðum og sjósókn Skagamanna hef ég dregið upp í skrifum mínum undanfarið. Það liggjum við flöt og skaðinn er orð- inn. Svona er staðan: Við Skaga- menn erum fallnir í neðstu deild og liggjum á botninum. Líkja má þessu við að búið sé að selja alla leikmenn og Akranesvöllur not- aður sem ruslahaugur, enginn man lengur hvernig bolta er sparkað. Erum utan deildar! En þá er sókn- in besta vörnin. Ég hef farið yfir skaðsemi kvóta- kerfis í sjávarútvegi sem hefur brugðist á allan hátt. Algjörlega unnið gegn því sem það var stofn- að til. Að auka fiskveiðar og tryggja byggðafestu. Að sýna meðvirkni með stórgölluðu kvótakerfi er eins og að klappa alkóhólista á bakið og gefa honum brennivín. Það verður að viðurkenna vandann. nú liggur það fyrir að útgerð er að leggjast af á Akranesi. Hér kemur varla sporð- ur að landi. Því þarf að spyrna við fótum og treysta á þá vonarneista sem þó leynast hér innanbæjar. Vil ég þar nefna nýstofnað fyrirtæki norðusýn og komu Ísfisks svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtæki sem TREYSTA á aðgang að markaði. En mikilvægasta verkefni bæjar- fulltrúa og þingmanna Vesturlands er að koma fiskmarkaði á laggirnar aftur sem allra allra fyrst. nú er lag að taka saman höndum við Fiskistofu og taka vigtarmál til rækilegar endurskoðunar. Hvernig væri að sækja fram og byrja endur- reisn fiskveiða við Ísland (án ölm- usukerfis skortveiði og sérhags- muna) hér á Akranesi. Kjarkur og þor er allt sem þarf. Ég skora á þingmenn Vesturlands að láta mál- ið til sín taka. Sérstaklega skora ég á ráðherra nýsköpunar og atvinnu- mála að taka málin föstum tökum. Ekki falla í þá gryfju að þvæla um þá smjörklípu sem umræðan um veiðigjöld er orðin. Við þurftum ekki veiðigjöld þegar samfélagið var byggt upp fyrir daga kvóta- kerfisins. Samningar sjómanna eru líka til ævarandi skammar og þarf að laga tafarlaust. Þar ræður kúgun og niðurlæging ríkjum. Án tafar er hægt að opna fisk- markaðinn hér. Veita nýjum mark- aði ívilnanir og sporgöngu. Hlúa að og hvetja fyrirtæki til að gera út hér og fá aðstöðu. Endurreisa Akranes sem útgerðarstað og fiski- höfn. Það er kominn tími til að stjórn Faxaflóahafna komi orðum til athafna og geri Akraneshöfn að fiskihöfn, lof- orð sem var skjal- fest og skráð fyrir löngu. nóg er komið af blaðri og exelskjölum. Bæjarfulltrúar Akra- ness hvar í flokki sem þeir standa hafa sofið á verðinum um áratuga skeið. Flotið sofandi að feigðarósi og látið hirða af sér atvinnutæki- færi og menningu sem ekki fæst keypt. Þingmenn Vestulands hafa allir brugðist. Kjörnir fulltrúar eiga að láta miklu meira í sér heyra með skaðsemi kvótakerfisins og þann hrylling sem það hefur gert fyrir bæinn okkar. Með samstilltu átaki og trú á frelsi einstaklingsins getum við snúið vörn í sókn og byggt upp fiskveiðar, fiskvinnslu og gríðarlega nýsköpun sem fjórða iðnbyltingin mun gefa okkur. Hér á Akranesi sárvantar vinnu innabæjar. Allt eru þetta mannanna verk sem auðvelt er að breyta. Okkur hefur stórlega mistekist og nú er að stokka spilin og gefa upp á nýtt. Komum Akra- nesi aftur í efstu deild fiskveiða og vinnslu og njótum þeirra gæða að vera sjávarþorp. Vilji, kjarkur og þor er allt sem þarf. Við getum breytt þessu saman. Stefán Skafti Steinólfsson, verkamaður. Vaxandi eftirspurn er eftir ósnortn- um útivistasvæðum eins og Ein- kunnum, þar sem fólk getur sótt á vit nátturunnar, til afslöppunar og afþreyingar, fjarri skarskala þétt- ibýlisins. Friðlönd eins og Ein- kunnir eru einnig þeir staðir sem erlendir ferðamenn eru að leita eftir þegar þeir heimsækja Ísland. Það er alveg með ólíkindum að sveitarstjórn Borgarbyggðar skuli láta sér detta í hug að ætla að troða skotæfingarsvæði við Einkunnir og yfir svæði sem hestamenn nota nú til beitar og útreiða. Með þessum áformum er ver- ið að eyðileggja hluta af þeirri upplifun sem fólk er að sækja í í Einkunnum og nágrenni þeirra, kyrrðin verður rofin með skot- hvellum. Þannig er verið að skerða og skaða Einkunnir sem friðland og sem friðsælt útivistarsvæði. Í kafla 5 um Áhrif breytingar á samfélag og umhverfi í tillögu sveitarstjórnar Borgarbyggðar kveður skýrt á um að; „helstu um- hverfisáhrif eru vegna hljóðmeng- unar frá leirdúfuskotvelli“. Auk þess er afar ólíklegt, hvað sem sveitarstjórn segir, að áhrif frá riffisskotum verði óveruleg. Það er einnig til umhugsunar að sveitarstjórn Borgarbyggðar telji þetta rétta aðgerð í skipulags- málum og samþykki á sama fundi og hún bókar lof- ræðu um kosti þess að staðsetja yfirstjórn Hálendisþjóðgarðs í sveitarfélaginu. Með ákvörðun sinni um að troða skotæfingasvæði við friðlýst svæði Einkunna og yfir og á beitarsvæði hestamanna sýnir sveitarstjórn Borgarbyggðar mjög svo neikvætt viðhorf sitt til frið- lýstra svæða og þjóðgarða, þeim megi fórna til hagsbótar fyrir fá- menna sérhagsmunahópa. Verum þess minnug að Ein- kunnir eru náttúruperla sem verð- ur verðmætari og verðmætari eft- ir því sem árin líða. Látum ekki skammsýna og/eða þröngsýna stjórnmálamenn eyðileggja svæð- ið og nágrenni þessi fyrir skamm- tíma pólitíska hagsmuni. Mótmælum þessum afglöpum sveitarstjórnar Borgarbyggðar og sendum viðeigandi athugasemdir innan þess frests sem skilgreindur var í auglýsingunni. Skotæfingarsvæðið á ekkert er- indi yfir og á það landsvæði sem boðað er, það á miklu frekar að út- víkka friðlandið og útvistarsvæðið fyrir allan almenning. „Skjótum“ þessa dellu strax nið- ur! Borgarnesi, 1. janúar 2018. Guðsteinn Einarsson. Friðurinn úti?Úr vörn í sókn Flugeldasala gekk vel á Akranesi fyrir áramótin. Að sögn Birnu Björnsdóttur formanns Björgun- arfélags Akraness voru þau ánægð með söluna í ár. „Við erum mjög þakklát bæjarbúum fyrir stuðning- inn og verður fénu vel varið í störf innan félagsins,“ segir Birna. „Við finnum samt fyrir samkeppninni af höfuðborgarsvæðinu, þó svo við séum ein að selja hér á Akranesi. Ég hef ekki nákvæmar tölur um söluna fyrir þessi áramót en hún var örlít- ið meiri en fyrir ári,“ bætir hún við. Fyrir þá sem vilja skjóta upp flug- eldum á þrettándanum verður flug- eldasalan opin hjá Björgunarfélagi Akraness föstudaginn 5. janúar frá kl. 17-20 og laugardaginn 6. janúar frá kl. 13-20. arg Ánægð með flug- eldasöluna í ár Þau stóðu fyrstu vaktina hjá Björgunarfélagi Akraness á fyrsta degi sölunnar. F.v. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir, Selma Dís Hauksdóttir, Sigurður Axel Axelsson og Þórður Guðnason. Milli hátíða var Slökkvilið Stykk- ishólms kallað út að gömlu ösku- haugunum við bæinn. Í fyrstu var grunur um íkveikju af mannavöld- um en í ljós kom að sjálfsíkveikja hafði orðið í moltuhaug sem þar er. Það var því verk fyrir gröfu að komast fyrir glóðina. sá Sjálfs- íkveikja í safnhaug

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.