Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2018, Page 22

Skessuhorn - 03.01.2018, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 3. JAnúAR 201822 Gerðu öðrum það sem þú vilt að aðrir gjöri þér sagði Jesús fyrir tveimur árþúsundum, eins gott að hann sagði okkur ekki að koma eins fram við aðra og við komum fram við okkur sjálf því það gæti verið talsvert verri framkoma. Mörg okk- ar hafa tilhneigingu til að gera aðr- ar og meiri kröfur til okkar sjálfra en annarra og bregðast að sama skapi harkalegar við eigin mistökum en annarra. „Ég ert alger hálfviti“ „Allt- af klúðra ég öllu.“ Sjálfsvinsemd (e. self compassion) felst í því að koma fram við sjálfa/n sig af sömu kurt- eisi og virðingu og þú kemur fram við aðra, beita gullnu reglunni á þig líka. Hann sagði víst líka að við ætt- um að elska aðra eins og okkur sjálf, mig grunar að þá hafi hann reikn- að með því að fólk almennt elski sig sjálft, sem er allur gangur á hér í Vesturheimi. Mér skilst að það þyki sjálfsagðara í austrænni menningu. Sjálfsvinsemd er að gera það sem er gott fyrir þig, en ekki að „gera vel við sig.“ Það er til að mynda ekki gott fyrir okkur að borða mik- ið af kökum og sofa út í eitt, heldur frekar að næra sig vel og fara út að ganga. Sjálfsvinsemd er ekkert endi- lega notaleg. Hún getur falist í erf- iðum hlutum eins og að losa sig úr eitruðu sambandi eða horfast í augu við eigin geðvonsku og reyna að sleppa henni. Fíflunum er kannski ekkert að fjölga í kringum þig? Þrjár undirstöð- ur sjálfsvinsemdar eru almenn mann- úð, núvitund og sjálfsgóðvild (self kindness). Almenn mannúð er einfaldlega að átta sig á og vera meðvituð um að þú ert mannleg eins og allir aðrir, það er mannlegt að gera mistök og þú þarft ekki að brjóta þig niður fyrir þau. Þú þarft að horfast í augu við þau, bæta fyrir mistökin ef það er hægt, fyrirgefa þér svo og halda áfram. Rétt eins og við gerum við annað fólk í lífinu. Almenn mannúð felur líka í sér að þú ert aldrei sá eini sem ert að kljást við eitthvert vandamál. Alveg sama hvað það er, þá er alltaf einhver annar að fást við það sama, hvort það er að læra fyrir próf eða takast á við sorg eða erfið veikindi. Það að koma sér í samband við fólk í sömu sporum eða sem hefur áður staðið í sömu sporum er oft gríðar- lega hjálplegt. Ef það hentar ekki er líka gott að einfaldlega hugsa til allra hinna í sömu sporum og óska þeim góðs, ekki síst einmitt þegar erfið- leikarnir banka upp á. Þegar þú situr á biðstofunni hjá lækninum gætirðu sent hinum sem bíða þöglar bata- óskir, það læknar þá kannski ekki, en allar líkur eru á að þér líði aðeins betur. núvitund er hugleiðsluaðferð sem felst í að einbeita sér að núinu, oftast með því að beina athygli að líkamanum, sérstaklega önduninni. Þannig þjálfast einbeiting og þú nýtur lífins betur á ögn yfirvegaðri hátt. núvitund á tímum erfiðleika og neikvæðra tilfinninga, gefur þér smá fjarlægð á tilfinningarnar. Þú ERT ekki reiður heldur finnur fyr- ir reiðinni, þú ert ekki tilfinningin heldur upplifir hana. Þetta hljómar kannski eins og hártogun en það er grundvallarmunur á því að láta til- finningarnar yfirtaka sig eða upplifa þær sem það tímabundna ástand sem þær eru. Þessi munur gefur þér jafn- vel tækifæri til að bregðast á yfirveg- aðri hátt við ögrun sem getur kom- ið í veg fyrir átök eða orðaskak sem yrðu engum til góðs. Þá eru meiri möguleikar á að nýta reiðina til góðs, til að koma á breytingum eða stöðva óréttlæti ef það er orsökin. Sjálfs- góðmennska er síðan það að annast sjálfa/n sig, og sýna sér umhyggju einkum á erfiðum tímum. Hugsa um hvað það er sem þú þarft til að næra þig og láta þér líða betur. Er það að hætta aðeins fyrr í vinnunni til að eyða stund með barninu á leik- skólanum, eiga kyrrláta stund eða er það að tala vingjarnlega við þig þeg- ar þú hefur klúðrað stóra samningn- um í vinnunni, í stað þess að rakka þig niður innvortis. Það að leggja stund á sjálfsvin- semd er hluti af geðrækt, jafn mik- ilvægt fyrir andlega heilsu eins og hreyfing og næring er fyrir líkam- ann. Reyndar er hvorutveggja líka mjög gott fyrir geðheilsuna. Þetta er í rauninni allt líkaminn, ekki satt? Elskaðu hann og komdu vel fram við hann því hann ert þú. Steinunn Eva Þórðardóttir. Eftirmáli: Hægt er að finna sjálfsvinsemda-núvit- undaræfingar á netinu bæði á íslensku og ensku, sláðu inn leitarorði (“sjálfs- vinsemd”, ”núvitund” /“hugleiðsla” eða ensku orðin: “self-compassion”, ”mind- fulness”). Ég hvet þig til að hlusta, helst daglega, á slíka æfingu. Myndin að ofan (life is way too short…) er af twitter reikning Action for Happiness@actionhappiness Heilsupistill Steinunnar Evu Sjálfsvinsemd og sjálfsumönnun: Gerðu sjálfri þér það sem þú gerir öðrum… Myndlistarsýning Guðrúnar Helgu Andrésdóttur verður opnuð í Safna- húsi Borgarfjarðar kl. 13.00 laugar- daginn 6. janúar nk. Guðrún Helga býr í Borgarnesi og á ættir að rekja í uppsveitir Borgarfjarðar og til Suð- ur-Þingeyjarsýslu; dóttir Þorgerð- ar Kolbeinsdóttur frá Stóra-Ási og Andrésar Kristjánssonar ritstjóra. Guðrún hefur lagt stund á mynd- list um margra ára skeið og sótt sér margvíslega menntun á því sviði gegnum árin. Á sýningunni eru bæði vatnslita- og olíumyndir, flestar málaðar á árinu 2017. Eru þær flestar af stöð- um sem Guðrún tengist á einhvern hátt eða hefur komið á. Með það í huga nefnir hún sýninguna „Staðir allt um kring.“ Meðal myndefna eru átta bæir í Hálsasveit sem voru í Stóra-Ás kirkjusókn áður en hún var lögð niður og færð til Reykholts. Kveikj- an að því er setning í bókinni Engja- fang (útg. 2005) eftir móðurbróð- ur Guðrúnar, Magnús Kolbeinsson bónda í Stóra-Ási: „Frá bernsku er mér minnisstætt þegar ég horfði á kirkjufólkið koma til kirkju úr þremur höfuðáttum, framan frá Hraunsási og Húsafelli, sunnan frá Augastöðum og Giljum og utan frá Kollslæk, Sigmundar- stöðum og Refsstöðum.“ Auk bæja- myndanna sýnir Guðrún Helga myndir af Hafnarfjalli og Skarðs- heiði, Borgarnesi, Fagraskógarfjalli og Hítardal auk Aðalvíkur og fleiri staða. Sýningin er eins og áður sagði í Hallsteinssal í Safnahúsinu að Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi. Hún stendur til 2. mars. Opið er til kl. 16.00 á opnunardaginn og eftir það 13.00 - 18.00 virka daga. Aðgangur er ókeypis. -fréttatilkynning „Staðir allt um kring“ - sýning opnuð í Safnahúsi „Syngjum jólin inn,“ var yfirskrift árlegra aðventutónleika sem fóru fram í Reykholtskirkju fimmtu- dagskvöldið fyrir jól. Þar komu saman þrír kórar úr Borgarfirði; Freyjukórinn, Reykholtskórinn og Karlakórinn Söngbræður. Er skemmst frá því að segja að tónleik- arnir tókust með miklum ágætum og flutningur kóranna, ekki í síst í samsöngnum, var fyllilega sam- bærilegur við það besta sem gerist í kórsöng hérlendis. Stjórnandi allra kóranna er Viðar Guðmundsson en meðleikarar voru Jón Bjarnason, Heimir Klemenzson og Atli Guð- laugsson. Það var Karlakórinn Söngbræð- ur sem fyrstur hóf upp raust sína og söng þrjú lög. Í kjölfarið fylgdi síðan Freyjukórinn, einnig með þrjú lög. Síðasta atriðið fyrir hlé var flutn- ingur kvartetts á laginu „Það aldin út er sprungið“ en kvartettinn skip- uðu Lára Kristín Gísladóttir, Bar- bara Guðbjartsdóttir, Halldór Sig- urðsson og Viðar Guðmundsson. Var það listavel gert. Eftir hlé, þar sem boðið var upp á kaffi og heima- bakaðar smákökur, söng Reykholt- skórinn einnig þrjú lög. Allir kór- arnir sungu sín lög óaðfinnan- lega en hápunktur tónleikanna var engu að síður samsöngur kór- anna í fjórum lögum. Samhljóm- ur kóranna var frábær og mynd- aði órofna heild og sjaldan hefur lagið „Kirkjan ómar öll,“ hljómað betur en á þessum tónleikum. Jól- in voru sannarlega sungin inn á Að- ventutónleikum í Reykholtskirkju. Birna G Konráðsdóttir Ljósm. Gunnlaugur A Júlíusson. Fjölmenni á árlegum jólatónleikum Á nýjársdag sneri lestrarátak Ævars vísindamanns aftur í fjórða skipt- ið. Að sögn Ævars Þórs hafa síð- ustu þrjú ár samanlagt verið lesnar rúmlega 177 þúsund bækur í átakinu og segir hann því spennandi að sjá hvernig til tekst í þetta skiptið. Sú nýlunda verður höfð á í ár að krakk- ar í unglingadeild mega taka þátt og þess vegna geta nú allir í 1.-10. bekk verið með. „Fyrir hverjar þrjár bækur sem krakkarnir lesa fylla þau út miða sem má finna á næsta skólabókasafni og skilja eftir þar. Því fleiri bækur sem þú lest, því fleiri miða áttu í pott- inum. Þann 1. mars, þegar átakinu lýkur, verða allir miðarnir sendir til Ævars, sem mun af handahófi draga fimm miða úr lestrarátakspottinum. Þessir fimm krakkar verða gerðir að persónum í ævintýralegri ofurhetju- bók sem kemur út í vor, sem er um leið fjórða bókin í Bernskubrekum Ævars vísindamanns. Athygli er vak- in á því að íslenskir krakkar í útlönd- um geta líka tekið þátt, en hægt er að nálgast lestrarmiðana og prenta þá út í gegnum www.visindamadur. is.“ mm Lestrarátak Ævars vísindamanns snýr aftur Hér má sjá veggspjald sem sent var í alla grunnskóla landsins nú í desember, en þau voru meistaralega hönnuð af Brandenburg auglýsinga- stofu. Veggspjöldin virka þannig að þegar þú gengur framhjá þeim breytist myndin. Borgfirska listakonan Ingibjörg Huld Halldórsdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í Bókasafni Kópavogs laugardaginn 6. janúar klukkan 15. Ingibjörg Huld lærði arkitektúr í Kaupmannahöfn og í Lyon í Frakklandi og hefur starf- að sem bæði arkitekt og hönnuð- ur. Í tilkynningu frá henni segir að viðfangsefni sýningarinnar sé leik- ur listamannsins á milli hins hlut- bundna og óhlutbundna, á milli hversdagleikans og dagdraums. „Þrátt fyrir einfalda umgjörð eru verkin margslungin og leitast við að bjóða ímyndunarafli áhorfand- ans í dans,“ segir í tilkynningunni. Sýningin inniheldur krosssaums- verk og blekteikningar á pappír auk þess sem hægt verður að bera aug- um gifsafsteypur á opnunardaginn en aðeins þann eina dag. Sýningin stendur til laugardagsins 3. febrú- ar. arg Opnar sýningu á Bókasafni Kópavogs Eitt verka listakonunnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.