Skessuhorn - 10.01.2018, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 2018 15
Áningastaður við Kirkjufellsfoss
Kirkjufellsfoss hefur orðið til sem sjálfsprottinn ferðamannastaður
og hefur fjöldi gesta aukist gífurlega hratt. Staðurinn er orðinn einn
vinsælasti áfangastaður og mest myndaðasti ferðamannastaður á Snæfells-
nesi. Á síðustu árum hefur aðstaða við fossinn verið bætt, s.s. bílastæði og
göngustígar, en sú aðstaða annar ekki þeim fjölda gesta sem
kemur á svæðið. Vegna aukinnar umferðar ferðamanna að fossinum er
mikilvægt að byggja betri umgjörð um þennan ferðamannastað til framtíðar;
umgjörð sem tryggir öryggi vegfarenda, stýrir umferð gesta um svæðið,
dregur úr álagi og lágmarkar sjónræn áhrif umhverfis fossinn. Grundarfjarðar-
bær áformar því að vinna deiliskipulag fyrir áfangastaðinn við Kirkjufellsfoss
og nánasta umhverfi, í samvinnu við landeigendur.
Í verkefnislýsingu sem nú er kynnt óskar bæjarstjórn eftir viðbrögðum
vegna mótunar og þróunar áningarstaðarins. Bæjarstjórn hvetur því íbúa
og aðra áhugasama til að kynna sér þá vinnu sem er að hefjast og koma á
framfæri hugmyndum og ábendingum sem nýst gætu við skipulagsvinnuna
og síðar frekari þróun og kynningu staðarins. Verkefnislýsinguna má nálgast
á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og á vef bæjarins www.grundarfjordur.is
Í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkti
bæjarstjórn á fundi þann 14. desember. 2017, að auglýsa lýsingu
vegna deiliskipulags við Kirkjufellsfoss.
Athugasemdir og ábendingar berist skriflega á netfangið
grundarfjordur@grundarfjordur.is eða með pósti merkt:
Grundarfjarðarbær, Deiliskipulag, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður
fyrir 1. febrúar 2018.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar
Grundarfjarðarbær
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar
auglýsir lausar stöður leikskólakennara/
leiðbeinenda og við ræstingu
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar er starfræktur á tveimur
starfsstöðvum í sveitarfélaginu; Heiðarskóli við Leirá við Skarðs-
heiði og Skýjaborg í íbúðarhverfinu Melahverfi.
Laus er 100% og 50% staða leikskólakennara/leiðbeinenda í
leikskólanum Skýjaborg.
Laus er staða við ræstingu í Heiðarskóla. Vinnutími eftir sam-
komulagi utan skólatíma samkvæmt uppmælingu. Um er að
ræða ca. 6 klst. vinnu við ræstingu fimm daga vikunnar. Gæti
hentað tveimur til þremur aðilum að vinna saman.
Umskóknarfrestur um störfin er til 22. janúar næstkomandi.
Nánari upplýsingar um helstu verkefni, ábyrgð, hæfniskröfur
og umsóknarfyrirkomulag um störfin er að finna á
www.skoli.hvalfjardarsveit.is.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Kór Akraneskirkju blés til nýárstón-
leika í Bíóhöllinni á Akranesi síðast-
liðinn laugardag. Uppselt var á tón-
leikana, fullt út úr dyrum og mjög
ánægjulegt að sjá hversu vel var
mætt. Mér finnst alltaf mjög gam-
an að fara á tónleika í Bíóhöllinni
því það myndar svo skemmtilega
stemningu að ganga inn í sínu fín-
asta pússi og fara svo að velja sér sæti
í þessarri frábæru tónleikahúsi sem
við Skagamenn eigum.
Eftir að tónlistin tók að óma var
greinilegt að prógrammið var mjög
vel æft og allt til fyrirmyndar; hljóm-
urinn var góður, einsöngurinn upp á
tíu og Kammersveitin alveg frábær.
Lagavalið var líka mjög skemmti-
legt. Fyrir hlé voru leikin falleg ís-
lensk dægurlög sem flestir kann-
ast við, en eftir hlé tók við frum-
flutningur á útsetningum John Rut-
ter af lagaflokknum Feel the Spirit.
Heppnaðist það mjög vel.
Stjórnandi var Guðmundur Óli
Gunnarsson, Auður Guðjohnsen
söng einsöng á meðan Sveinn Arnar
Sæmundsson, stjórnandi Kórs Akra-
neskirkju, söng sjálfur með kórnum.
Það mætti segja að allir ættu hér
eftir að byrja árið á að fara á Nýár-
stónleika Kórs Akranesskirkju. Fyr-
ir mig var afar skemmtilegt að hefja
árið á þessum tónleikum, sem var
mikið lagt í og allt heppnaðist eins
og í sögu. Allavega mun ég gera
þetta að árlegum viðburði hjá mér
og mæli eindregið með að aðrir geri
slíkt hið sama. Takk kærlega fyrir
mig!
Hrafnhildur Harðardóttir
Kór Akraneskirkju vann hug og hjörtu áhorfenda á tónleikunum. Ljósm. Skagafréttir.
Söngkonan Auður Guðjohnsen söng einsöng á tónleikunum. Ljósm. Skagafréttir.
Magnaðir nýárstónleikar Kórs Akraneskirkju
Vesturlandsmótið í sveitakeppni í
bridds var spilað á Hesti í Borgar-
firði um liðna helgi. Sex sveitir voru
skráðar til leiks. Fimm þeirra höfðu
keppnisrétt til að spila um þrjú sæti
Vesturlands í undankeppni Íslands-
mótsins í bridds. Hart var barist
um þessi sæti og rafmögnuð spenna
í síðustu setunni þegar úrlit loks
réðust. Spennan um fyrsta sætið
var reyndar aldrei mikil því fádæma
yfirburðir einkenndu sveitina frá
Bridgefélagi Akraness undir forystu
Guðmundar Ólafssonar. Með hon-
um spiluðu Hallgrímur Rögnvalds-
son, Karl Alfreðsson og Tryggvi
Bjarnason. Langefstir í Butler urðu
þeir Karl og Tryggvi.
Þegar síðasta setan hófst voru
þrjár sveitir allt að því jafnar að
stigum. Þar af var sveit Jens Sigur-
björnssonar sem spilaði með Stef-
áni Arngrímssyni, Gísla Þórðarsyni
og Ólafi Sigvaldasyni. Þeir höfðu
vermt annað sætið allt frá byrjun
móts. En í síðasta leik brast þeim
úthaldið, enda höfðu tveir sveitar-
meðlima þurft að dúsa hálfa nótt-
ina í bíl sínum fastir í snjóskafli á
Vatnaleið. Meðan gátu aðrir spil-
arar á mótinu undirbúið sig í fasta
svefni. Lokasetan gaf því Snæfell-
ingum ekkert stig sem hafði mik-
il áhrif á úrslitin. Annað sætið
hrepptu unga fólkið úr Borgar-
firði, sveit Önnu Heiðu Baldurs-
dóttur. Með henni spiluðu Ingi-
mundur Jónsson, Logi Sigurðsson,
Heiðar Árni Baldursson og Eyj-
ólfur Kristinn Örnólfsson. Á allra
síðustu metrunum skaust svo sveit
Jóns Eyjólfssonar ásamt Baldri
Björnssyni, Lárusi Péturssyni og
Sveinbirni Eyjólfssyni upp í þriðja
sætið.
mm/ Ljósm. se
Úrslit urðu þessi:
Guðmundur Ólafsson 80,131.
Anna Heiða Baldursdóttir 2.
52,54
Jón Eyjólfsson 52,193.
Sigurður Már Einarsson 48,504.
Jens Sigurbjörnsson 47,165.
Sveinn Hallgrímsson 19,486.
Skagamenn Vesturlandsmeistarar í bridds
Meðalaldur sveitarinnar sem hafnaði í öðru sæti var á að
giska helmingi lægri en á mótinu. F.v. Anna Heiða, Eyjólfur
Kristinn, Ingimundur og Heiðar Árni. Auk þeirra spilaði Logi
Sigurðsson í sveitinni.
Tryggvi, Karl, Hallgrímur og Guðmundur, Vesturlandsmeist-
arar.
Þeir Karl og Tryggvi áttu sæti í sigursveitinni og áttu besta
Butler mótsins. Hér berja þeir á þeim Sveini Hallgrímssyni og
Flemming Jessen.
Guðmundur og Hallgrímur taka hér tvo Péturssyni úr
Kjósinni í bakaríið.