Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Page 18

Skessuhorn - 10.01.2018, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 201818 Rétt fyrir jólin var tilkynnt af Akstursíþróttasambandi Íslands, AKÍS, að tveir Íslendingar hefðu verið skipaðir í nefndir á vegum Alþjóðasamtaka akstursíþrótta- manna. Er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar fá sæti í slíkri nefnd og er annar þeirra Guðný Jóna Guð- marsdóttir sem búsett er í Borg- arnesi. Hún fékk sæti í nefnd- inni FIA Women in Motorsport Commission, sem hefur það hlut- verk að vekja athygli á og styrkja konur í akstursíþróttum. „Konur hafa alltaf tekið þátt á öllum svið- um þessarar íþróttar en hafa ekki fengið sama vægi og karlar. Þessi nefnd varð til árið 2009 og hefur það hlutverk að vera nokkurskonar jafnréttisnefnd. Karlar hafa lengi notið meiri virðingar en konur í akstursíþróttum en þeir eru í mikl- um meirihluta meðal ökumanna, akstursíþróttir snúast þó ekki ein- göngu um ökumanninn. Það eru fjölmörg hlutverk sem skipta öll miklu máli og konur sinna mörg- um þeirra alveg eins og karlar, auk þess sem konur sitja líka undir stýri. Tilgangur þessarar nefndar er að snúa þessu við og sýna fram á að kyn þátttakenda á ekki að skipta neinu máli heldur aðeins hæfileik- ar. Markmið verkefnisins í heild er að vekja athygli á þeim konum sem virkar eru í dag, gera þær að fyrirmyndum fyrir komandi kyn- slóðir,“ segir Guðný. „Stór hluti af þessari íþrótt er undirbúningurinn fyrir keppnir. Það þarf að hugsa um bílana, skipuleggja keppnirn- ar og að lokum eru ýmis störf sem þarf að sinna í keppninni sjálfri. Í öllum þessum störfum eru gjarn- an margar konur,“ bætir hún við, en sjálf hefur Guðný mest verið í hlutverki ljósmyndara og tíma- varðar en hefur þó líka keppt sem aðstoðarökumaður og tekið þátt í ýmsum öðrum störfum sem tengj- ast keppnum. Í Skessuhorni hafa til að mynda birst margar fréttir frá henni og ljósmyndir úr rallý- keppnum hérlendis. Var óviss um hvort hún ætti að gefa kost á sér Að fá sæti í nefndinni er mikill heiður, en innan FIA eru 138 að- ildarlönd en einungis 30 sæti í þessari tilteknu nefnd og því ekki öll lönd sem eiga þar fulltrúa. Að- spurð hvernig hafi komið til að hún var valin segist Guðný reynslu hennar og þekkingu á aksturs- íþróttum sjálfsagt spila stóran þátt. „Ég held að enginn hafi bú- ist við þessu, enda voru aðildar- löndin flest að tilnefna fólk sem er mjög þekkt innan íþróttarinnar og gegnir jafnvel formennsku í sínu félagi. Ég verð þó að segja að fer- ilskrá mín er nokkuð góð og vænt- anlega ástæðan fyrir því að ég fékk þetta sæti,“ svarar hún brosandi og bætir því við að hún hafi sjálf ekki verið alveg viss hvort hún ætti yfir höfuð að gefa kost á sér. „Þeg- ar ég var beðin um að gefa kost á mér voru fyrstu viðbrögðin að af- þakka það. Ég gaf mér þó tíma til að hugsa málið aðeins og fór í al- veg 300 hringi með þetta. Það var svo formaður AKÍS sem hringdi í mig í september síðastliðnum og seldi mér hugmyndina,“ seg- ir Guðný. „Ég hugsaði svo ekkert um þetta meir, alveg þar til ég fékk skilaboð í miðri prófatörn núna fyrir jólin þar sem mér var óskað til hamingju með nefndarsætið.“ Guðný hefur því í nógu að snúast þessa dagana en hún er með BA- gráðu í sálfræði og er að ljúka dip- lómanámi um fjölmenningu og flóttafólk næsta vor og stefnir á nám í klínískri sálfræði í haust, auk þess sem hún vinnur hlutastarf á Landnámssetrinu í Borgarnesi og á tvo unglinga. „Mig vantaði ekk- ert meira að gera, sem var ástæð- an fyrir því að ég var svona óviss með að gefa kost á mér. En þetta er einstakt tækifæri fyrir mig og ég gat ekki látið það framhjá mér fara. Með góðu skipulagi get ég alveg púslað þessu öllu saman, eða það vona ég,“ segir hún og hlær. Upphafið af áhugamálinu „Þetta var nú eiginlega algjör til- viljun,“ svarar Guðný aðspurð hvernig áhuginn kviknaði á akst- ursíþróttum. „Þetta byrjaði árið 2009 en þá hafði ég litla þekkingu á rallý eða öðrum akstursíþróttum. Ég hafði aðeins fylgst með bróður mínum sem hefur verið að keppa í torfærunni í mörg ár en það var allt og sumt. Á þessum tíma bjó ég í Skagafirðinum og það hafði sam- band við mig kona í leit að fólki í tímavörslu á keppni þar. Ég ákvað að slá til og fannst þetta svona líka skemmtilegt. Ég varð því ekki lengi að samþykkja þegar haft var samband við mig og ég beðin um að taka þetta aftur að mér. Þá var ég beðin um að vera tímavörður í tveggja daga keppni á Snæfells- nesi,“ segir Guðný. „Þar hitti ég einmitt einn afskaplega myndar- legan aðstoðarökumann sem í dag er maðurinn minn. Það má því eiginlega segja að okkar ástarsaga eigi upphaf undir jökli,“ bætir hún við og hlær, en hún er gift Aðal- steini Símonarsyni sem m.a. hef- ur í tvígang orðið Íslandsmeistari í rallý og deilir þeim áhuga með ýmsum úr hans fjölskyldu. „Líf- ið okkar snýst eiginlega um rallý og eru sumrin til að mynda mik- ið mótuð af keppnum. Við reynum alltaf að mæta á allar keppnir, jafn- vel þó við séum ekki að taka bein- an þátt,“ segir Guðný. Finnur fyrir því að vera kona í akstursíþrótt „Sem kona í rallý hef ég alveg fund- ið fyrir að fá ekki sömu virðingu og karlarnir,“ segir Guðný og bæt- ir því við að það eigi þó alls ekki við um alla. „Þetta eru bara örfá- ir menn innan íþróttarinnar. Sem dæmi er ég einn reynslumesti tíma- vörður á Íslandi í dag en samt kem- ur fyrir að það er hringt í manninn minn til að spyrja hvort ég sé til í að taka að mér tímavörslu, í stað þess að hringja bara beint í mig! Það er eins og sumir haldi að hann tali fyr- ir mig,“ segir Guðný. „Langflest- ir láta kyn þó ekki hafa nein áhrif og eru sem betur fer fæstir sem láta svona. Enda er alveg nokkuð stór hópur kvenna á Íslandi sem tekur þátt í rallý og standa þær sig mjög vel. Ég tók að mér að skipuleggja rallýkeppni hér í Borgarfirði árið 2012 og ákvað strax að reyna að fá sem flestar konur til að taka þátt. Ég stefndi á að hafa hina fullkomnu keppni þar sem allt myndi ganga upp, sem það gerði. Mér gekk vel að fá konur í flest störf og tóku all- ir karlarnir líka mjög vel í að hafa konur í sem flestum hlutverkum. Við þurfum bara að gera meira af þessu og sýna fólki að konur eiga alveg jafn mikið heima í aksturs- íþróttum og karlar.“ Guðný Jóna Guðmarsdóttir í Borgarnesi: Tekur sæti í alþjóðlegri nefnd sem auka á vægi kvenna í akstursíþróttum Guðný tók þessa skemmtilegu mynd á torfærukeppni. Guðný Jóna Guðmarsdóttir var kjörin í nefnd á vegum Alþjóðasamtaka aksturs- íþrótta. Guðný tekur myndir á keppnum og hafa ljósmyndir hennar ratað víða og má m.a. finna þær á veggspjöldum og í mynd- böndum. Hún segist sjálf hafa mjög gaman að því að taka myndir þegar bílarnir keyra yfir vatn. Ljósm. Guðný Jóna Guðmarsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.