Skessuhorn - 10.01.2018, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 2018 21
Eins og glöggir lesendur Skessuhorns muna prýddi forsíðu
Skessuhorns síðla í fyrrasumar mynd af Helga Fannari Þor-
bjarnarsyni sem þá var ásamt öðru heimilisfólki í baggaahey-
skap á Harrastöðum í Miðdölum. „Það var mikið hlegið að
því að myndin af mér léttklæddum á fjórhjólinu skildi enda á
forsíðu. Ég fékk ansi mikla athygli hér í sveitinni þegar blað-
ið kom út, maður var blikkaður hvert sem maður fór enda
fékk bændabrúnkan að njóta sín á þessari mynd,“ segir Helgi
Fannar og brosir.
En Skessuhorns-gamanið hélt áfram um jólin þegar ákveð-
ið var að setja mynd af Helga Fannari með blaðið umrædda
í jólakort frá fjölskyldunni. „Fyrir jólin fékk mamma þá hug-
mynd að láta taka mynd af mér að lesa Skessuhorn og setja í
jólakortin. Svo fór allt úr böndunum þegar mætt var í stúdíó
og ég endaði hálf nakinn ofan í þvottabala, svona í takt við það
sem var á forsíðumyndinni. Það voru nú reyndar líka teknar
venjulegar myndir af mér. Ég sagði mömmu að það hefði ver-
ið svo mikil fyrirhöfn að fara úr fötunum að við hefðum átt að
setja svoleiðis mynd í jólakortið en hún hefur ekki þorað því
og sendi mynd sem var tekin áður en balinn kom til sögunn-
ar,“ segir Helgi Fannar.
Í jólakorti fjölskyldunnar birtist því brosmildur sveitastrák-
ur að lesa Skessuhorn þar sem hann sjálfur prýddi forsíð-
una. En balamyndirnar af Helga Fannari voru ekki notaðar.
„Mamma átti afmæli um daginn, ég ætti kannski að prenta
eina stóra mynd af mér í þvottabalanum og gefa henni í af-
mælisgjöf,“ segir Helgi Fannar og hlær. sm
Þegar bændabrúnkan sló í gegn
Í janúarlok á síðasta ári var Föstu-
dagurinn DIMMI haldinn í fyrsta
sinn í Borgarbyggð. Þennan dag
voru íbúar hvattir til þess að taka
sér hvíld frá raftækjum í einn dag.
Draga fram kerti og vasaljós, spila-
stokka og borðspil og skemmta sér
við að segja draugasögur og spjalla
saman. „Þessi áskorun um að hvíla
síma, netið og kaffivélar eftir bestu
getu og finna skemmtilegar lausn-
ir, t.d. draga fram prímusa og gas-
grill, reynist áskorun fyrir marga
og ekki síst ungu kynslóðina sem
þekkir ekkert annað en að hafa allt-
af rafmagn,“ segir í tilkynningu frá
þeim Evu Hlín og Heiði Hörn sem
standa öðru sinni fyrir þessu átaki
næstkomandi föstudag, 12. janúar.
„Næstkomandi föstudag höld-
um við í annað sinn Föstudaginn
DIMMA og svo skemmtilega vill
til að árið 2018 eru 100 ár frá því að
rafmagn barst fyrst í hús í Borgar-
nesi frá rafstöð Borgarneshrepps,“
segja þær stöllur í tilkynningu.
Meðal dagskráratriða á föstudag-
inn má nefna að Geir Konráð seg-
ir draugasögur klukkan 17 í skóg-
ræktinni við Bjarg og órafmagn-
aðir tónleikar með Soffíu Björgu
verða á HI Hostel við Borgarbraut
klukkan 20. Vasaljósaganga verður
um skóginn hjá Bjargi frá föstu-
degi til sunnudags. Klukkan 12 á
föstudaginn mun Jóhanna Skúla-
dóttir halda há-
deg i s f y r i r l e s t -
ur í Hallsteins-
sal Safnahússins
sem hún kallar
Um lífið í ljós-
leysinu. Fimmtu-
daginn 11. janúar
verður ungling-
um í 7.-10. bekk
grunnskólanna
í sveitarfélaginu
boðið upp á fyrir-
lestur um tölvu-
fíkn. Þangað eru
foreldrar þeirra
jafnframt vel-
komnir.
Nánari upp-
lýsingar um dag-
inn má finna á fa-
cebooksíðu föstu-
dagsins dimma.
mm
Föstudagurinn DIMMI í Borgarbyggð
„Það ætti að mínu áliti að vera mark-
mið sveitarfélagsins að sem flestir
eldri borgarar mæti reglulega og oft í
íþóttir, sund og annað sem í boði er í
íþróttamannvirkjunum sveitarfélags-
ins. Fólk hefur gott af hreyfingunni,
ekki síst á efri árum. Þess vegna finnst
mér ámælisvert af Borgarbyggð að
hækka árskort fyrir eldri borgara í
sund og þreksal um rúm 42% á einu
bretti. Nú kosta þau 5.900 krónur en
kostuðu í fyrra 4.140 krónur,“ seg-
ir Konráð Andrésson í Borgarnesi,
fastagestur í sundlaug bæjarins síð-
astliðin þrjátíu ár. „Mér finnst þessi
hækkun alltof mikil og skora á for-
svarsmenn sveitarfélagsins að breyta
þessu snarlega. Menn eiga að sýna
eldri borgurum þá virðingu að láta
ekkert kosta fyrir þá að stunda íþrótt-
ir í mannvirkjum sveitarfélagsins.
Það hafa sveitarfélög víða annars-
staðar gert. Slíkt sparar samfélaginu
auk þess kostnað við umönnun og
hjúkrun eldra fólks,“ segir Konráð.
Sjálfur kveðst hann vel hafa efni á að
borga fyrir að komast í sund en seg-
ir engu að síður marga eldri borgara
hafa minna á milli handanna og þá
muni um fjárútlát af þessu tagi.
Ingunn Jóhannesdóttir, forstöðu-
maður Íþróttamannvirkja Borgar-
byggðar, staðfestir að þessi hækkun
fyrir árskort til öryrkja og eldri borg-
ara hafi orðið um áramótin. Hún
tekur fram að árskortin gildi í þrek-
sal, sund og vatnsleikfimi allt árið.
„Þessi hækkun skýrist að hluta til af
því að nú er búið að samræma verð
árskorta fyrir aldraða og öryrkja sem
og fyrir börn niður í tíu ára aldur sem
geta sömuleiðis keypt árskort. Nú er
sama verðið fyrir alla þessa hópa,“
segir Ingunn. mm
Finnst að eldri borgarar
ættu að fá frítt í sund