Skessuhorn - 10.01.2018, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 2018 23
Borið hefur á auglýsingum um
svarta atvinnustarfsemi á vef- og
samfélagsmiðlum að undanförnu.
Umhverfisstofnun biður neytendur
að vera á varðbergi gagnvart slíku.
„Ef þjónusta er sótt til snyrtistofu,
til dæmis naglaásetning, er ekki
unnt að tryggja að kröfur um að-
búnað, hreinlæti og sóttvarnir séu
uppfylltar ef ekki hefur verið sótt
um starfsleyfi. Samkvæmt lögum nr.
7/1998 um hollustuhætti og meng-
unarvarnir, með síðari breytingum,
falla m.a. rakarastofur, hárgreiðslu-
stofur, nuddstofur og aðrar snyrti-
stofur s.s. naglaásetningarstof-
ur, einnig stofur þar sem fram fer
húðgötun, húðflúr og húðrof, und-
ir ákvæði laganna. Allur atvinnu-
rekstur sem fellur undir starfsemi
snyrtistofa skal hafa gilt starfsleyfi
frá heilbrigðisnefnd. Er með öllu
óheimilt að hefja starfsleyfisskyld-
an rekstur áður en starfsleyfi hef-
ur verið gefið út. Brot gegn ákvæð-
um þessara laga varða sektum hvort
sem þau eru framin af ásetningi eða
gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð
ásetningsbrot að ræða skulu þau að
auki varða fangelsi,“ segir í tilkynn-
ingu frá Umhverfisstofnun.
mm Löngu er tímabært að fella nið-
ur gjaldheimtuna um Hvalfjarðar-
göng og að þau verði hluti af al-
mennu þjóðvegakerfi landsins.
Gjaldheimtan hefur reynst ein
mesta töf fyrir umferð á álags-
tímum og takmarkað umferðaraf-
köst ganganna. Fráleitt er að fela
einkaaðilum að maka áfram krók-
inn á rekstri ganganna eða öðrum
hliðstæðum samgöngumannvirkj-
um. Ríkið hefur innheimt virðis-
aukaskatt af veggjöldunum án þess
að bera nokkurn kostnað af rekstri
ganganna. Þar eru nokkrir millj-
arðar sem gætu þegar nýst í að tvö-
falda veginn um Kjalarnes eins og
lofað var fyrir síðustu kosningar af
öllum stjórnmálaflokkum.
Eða fara milljarða ríkistekjurnar
af vegfarendum Hvalfjarðarganga
til að greiða óráðssíuna við gerð
Vaðlaheiðarganga
sem ekki sér fyrir
endann á, göng
sem aldrei voru á samgönguáætl-
un?
Ekki er hægt að bera við fjár-
skorti til að standa ekki við loforð-
in sem allir flokkar gáfu á sl. ári í
samgöngumálum, því að síðan þá
hafa tekjur ríkissjóðs aukist um tugi
milljarða.
Ferðaþjónustan, sem m.a. nýtir
þessa vegi, skilar 535 milljörðum
króna í gjaldeyristekjur til þjóðar-
búsins á sl. ári.
Það er bein veruleikafirring og
alvarleg svik af hálfu Alþingis og
þerra sem þar ráða ferð að standa
ekki við gefin loforð í vegamálum.
Jón Bjarnason, fv. ráðherra.
Svik að standa ekki við
gefin loforð í vegamálum
Pennagrein
Talsvert fros var á landinu fyrstu viku
ársins og reyndar meira og minna
síðustu tvo mánuði. Víða hefur því
ís náð að myndast á ám og vötnum.
Ekki er algengt að ís nái að mynd-
ast í höfnum þó vissulega gerist það.
Meðfylgjandi miðsvetrarmynd tók
Alfons Finnsson í Rifshöfn í liðinni
viku. Nú er að verða breyting í veðr-
inu og útlit fyrir suðlægar áttir, úr-
komu og lægðagang næstu dagana
að minnsta kosti. mm
Ísilögð Rifshöfn
Síðar í þessum mánuði er væntan-
leg skýrsla starfshóps sem Illugi
Gunnarsson, þáverandi mennta-
málaráðherra, skipaði til að fjalla
um bætt rekstrarumhverfi einka-
rekinna fjölmiðla. Skýrslan hefur
verið lengi í smíðum, átti upphaf-
lega að koma út fyrir vorið 2017,
þá fyrir jól, en nú hefur frétta-
vefurinn mbl.is það eftir Björgvin
Guðmundssyni, formanni nefnd-
arinnar, að skýrslan sé nú kom-
in í prófarkalestur í menntamála-
ráðuneytinu og verði afgreidd úr
nefndinni fyrir mánaðamót.
mm Nokkur af þeim héraðsfréttablöðum sem enn eru gefin út hér á landi.
Skýrsla væntanleg um einkarekna fjölmiðla
Varað við svartri starfsemi
Á fimmtudaginn hófst formlega
söfnun í minningarsjóð Skaga-
mannsins Arnars Dórs Hlynsson-
ar, sem lést langt fyrir aldur fram
14. september síðastliðinn.
Það var Þórður Már Gylfason
hjá fyrirtækinu Sansa sem hratt
söfnuninni af stað, en sjóðurinn
er stofnaður af Sansa, árgangi
1979 á Akranesi og Íþróttabanda-
lagi Akraness. Mun Sansa láta 750
krónur af hverjum matarpakka sem
pantaður er fyrir miðnætti í dag,
miðvikudaginn 10. janúar, renna
í minningarsjóðinn. Nýtti Þórð-
ur tækifærið til að skora á fleiri
að leggja söfnuninni lið og hafa
margir svarað kallinu. Félagar úr
´79 árgangnum munu hafa umsjón
með og sjá um úthlutun úr sjóðn-
um ásamt starfsmanni ÍA. Verður
úthlutað árlega til þeirra aðildar-
félaga ÍA sem Arnar Dór tengdist;
knattspyrnufélagsins, kraftlyft-
ingafélagsins og golfklúbbsins.
„Arnar Dór var maður fólks-
ins, það líkaði öllum vel við hann.
Hann var alltaf í góðu skapi,
nægjusamur, hlédrægur og kvart-
aði aldrei. En hann hafði auðvi-
tað fullt af göllum líka. Hann var
dálítið ferkantaður, sem við vinir
hans höfðum gaman af. En hann
hafði húmor fyrir sjálfum sér og
tók alltaf vel í það ef við félagar
hans vorum eitthvað að stríða
honum,“ segir Þórður í samtali við
Skessuhorn.
Mikil samstaða meðal
Skagamanna
Að sögn Þórðar hafa viðbrögðin
við stofnun sjóðsins verið afar góð
og fleiri viðburðir í undirbúningi
til að halda minningu hans á lofti.
„Það er til dæmis í bígerð minn-
ingarmót í golfi og við hjá Sansa
ætlum að gera þetta að árlegum
viðburði. En viðtökurnar nú hafa
verið afar góðar. Þetta stefnir í að
verða langstærsta vikan hjá okkur í
Sansa til þessa. Nú þegar, á mánu-
degi, er búið að panta helming af
því sem var pantað í síðustu viku,
sem var einmitt metvika. Lang-
flestar pantanir berast venjulega
síðasta sólarhringinn þannig að ef
fer sem horfir verður þetta einhver
sprengja. Félagar Arnars hafa haft
samband og boðist til að vinna um
helgina við pökkun og að keyra út
til að gera þetta hreinlega mögu-
legt. Það er því ekki hægt að segja
annað en að fólk hafi tekið vel í
söfnunina,“ segir Þórður ánægður.
„Enda er alveg sama hvert maður
fer, alls staðar er mikil ánægja með
framtakið og mikil samstaða með-
al Skagamanna um að halda minn-
ingu Arnars Dórs á lofti,“ segir
Þórður Már Gylfason að endingu.
kgk
Halda minningu
Arnars Dórs á lofti
Hafin söfnun í minningarsjóð
Skagamaðurinn Arnar Dór Hlynsson
lést í september síðastliðnum eftir
alvarleg veikindi, aðeins 38 ára að
aldri.
Þórður Már Gylfason í Sansa er einn af stofnendum minningarsjóðs Arnars Dórs. Þórður hefur sett upp minningarhorn um vin
sinn í Sansahöllinni með mynd af Arnari Dóri og persónulegum munum úr hans eigu. Von er á fleiri gripum í safnið að sögn
Þórðar.