Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2018, Page 26

Skessuhorn - 10.01.2018, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 10. JANúAR 201826 Kjöri Íþróttamanns Akraness 2017 var lýst að kvöldi Þrettándans eftir að brennu og flugeldasýningu lauk á Jaðarsbökkum. Það skyldi engum koma á óvart að Valdís Þóra Jóns- dóttir, kylfingur úr Leyni, hlýtur þetta sæmdarheiti að þessu sinni. Hún náði á nýliðnu ári besta ár- angri íslenskra kylfinga þegar hún komst á verðlaunapall á tveimur stórmótum erlendis. Var þetta ann- að árið í röð sem hún hlýtur titil- inn Íþróttamaður Akraness, en alls hefur hún tekið við bikarnum sex sinnum. Í öðru sæti varð Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður og hestaíþróttamaðurinn Jakob Svavar Sigurðarson varð þriðji. Valdís Þóra Jónsdóttir varð Ís- landsmeistari í höggleik í golfi 2017, er margfaldur klúbbmeist- ari Golfklúbbsins Leynis og einn fremsti kylfingur meðal kvenna til margra ára og nú atvinnukona í golfi. Hún tryggði sér keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu í lok árs 2016 og með góðum árangri þar tryggði hún áframhaldandi keppn- isrétt í Evrópu LET mótaröðinni keppnistímabilið 2018. Valdís end- aði keppnistímablið á því að verða í 2. sæti á LET móti á Spáni og í 3. sæti á LET móti í Kína. Valdís Þóra keppti á US Open og varð þar með fyrstu Íslendingum til að keppa á risamóti í kvennagolfi. mm/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. „Hvað borðar þú venjulega í morgunmat?“ Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Sandrine Deneuvillers Súkkulaðimjólk og kex. Rachel Chapelle Súkkulaðimjólk og kex. Geirlaug Jóna Rafnsdóttir Ab-mjólk og/eða ab-mjólk með hunangs Cheerios. Brynhildur Benediktsdóttir Kínóa graut með chia fræjum, möndlumjólk og hreinum kanil frá Kaju. Elías Jóhannesson Hafragraut og stundum Cheer- ios til tilbreytingar Stjórn Knattspyrnu- sambands Íslands hefur endurskoð- að fyrirkomulag á árangurstengdum greiðslum (stigabónusum) til leik- manna A landsliðanna vegna leikja í undankeppnum stórmóta. Upphæð- ir sem greiddar eru til leikmanna fyr- ir áunnin stig í undankeppnum stór- móta verða nú þær sömu óháð því hvort lið er um að ræða. Hingað til hefur fyrirkomulagið milli A lands- liða karla og kvenna verið gerólíkt en eftir breytinguna er fyrirkomu- lagið orðið eins hjá báðum A lands- liðum. „Um er að ræða umtalsverða hækkun á stigabónus til leikmanna A landsliðs kvenna. Því má svo bæta við að dagpeningagreiðslur KSÍ til leikmanna vegna þátttöku í verkefn- um A landsliða karla og kvenna hafa verið jafn háar í báðum liðum um árabil,“ segir í tilkynningu frá KSÍ. mm Sami stigabónus til beggja kynja Birta Björnsdóttir blakþjálfari heimsótti grundfirska blakara um síðustu helgi og var með æfing- ar fyrir alla aldurshópa. Góð mæt- ing var á æfingarnar og létu krakk- arnir vel að þjálfun Birtu. Þjálfar- ar UMFG nýttu sér einnig reynslu gestaþjálfarans til að læra meira í blakfræðum. Kjörbúðin bauð upp á ávexti á milli æfinga enda veitti ekki af hollri næringu í átökunum. tfk Birta heimsækir Grundfirska blakara Fyrsti leikur nýja ársins í 1. deild karla í körfuknattleik fór fram í Borgarnesi á fimmtudagskvöld- ið. Þar tóku heimamenn í Skalla- grími á móti Gnúpverjum og sigr- uðu, 101-80. Skallagrímsmenn höfðu held- ur yfirhöndina í upphafi leiksins og leiddu með þremur stigum um miðjan fyrsta leikhluta, 16-13. Þá náðu Gnúpverjar smá rispu og kom- ust tveimur stigum yfir, 18-20 áður en Skallagrímur jafnaði. Staðan var 26-26 að loknum upphafsfjórðungn- um. Heimamenn mættu ákveðnir til annars leikhluta og létu finna fyr- ir sér. Þeir bættu stigum á töfluna jafnt og þétt og gestirnir náðu ekki að halda í við þá. Fyrir vikið hafði Skallagrímur þægilega forystu þegar flautað var til hálfleiks, 54-42. Síðari hálfleikur fór hægt af stað og þegar þriðji leikhluti var hálfnað- ur hafði Skallagrímur að eins skorað sex stig gegn fimm stigum Gnúp- verja. Gestirnir voru heillum horfn- ir í þriðja og skoruðu aðeins tólf stig allan leikhlutann. Heimamenn náðu aftur á móti tveimur góðum rispum áður en leikhlutinn var úti, juku forskot sitt fyrst í 21 stig og síðan í 32 stig fyrir lokafjórðunginn, 76-54. Gestirnir kroppuðu nokkur stig af forystu Skallagríms það sem eftir lifði en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Fór svo að lokum að Skallagrímur sigraði með 21 stigi, 101-80. Eyjólfur Ásberg Halldórsson átti stórleik og setti upp myndarlega þrennu í liði Skallagríms. Hann skoraði 18 stig, reif niður 20 fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Aar- on Parks var hins vegar stigahæstur með 20 stig, Kristófer Gíslason var með 19 stig og sex fráköst og Bjarni Guðmann Jónsson var með ellefu stig. Skallagrímur trónir á toppi deild- arinnar með 22 stig eftir 13 spilaða leiki, tveimur stigum á undan næsta liði. Næst leikur Skallagrímur mánudaginn 15. janúar, þegar lið- ið mætir Snæfelli í Vesturlandsslag í Stykkishólmi. kgk Skallagrímur sigraði í fyrsta leik ársins Eyjólfur Ásberg Halldórsson setti upp myndarlega þrennu í sigri Skallagríms. Ljósm. úr safni/ kgk. Valdís Þóra Jónsdóttir er Íþróttamaður Akraness 2017 Þrjú efstu í kjörinu ásamt forystufólki ÍA. Sigurður Guðni Sigurðsson tók við verðlaunum fyrir hönd Jakobs Svavars sonar síns. Valdís Þóra Jónsdóttir tók í sjötta skipti við bikarnum sem Íþróttmaður Akraness varðveitir í ár. Alls voru 17 íþróttmenn í kjöri, en þeir eru tilnefndir af aðildarfélögum ÍA.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.