Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Síða 1

Skessuhorn - 31.01.2018, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 5. tbl. 21. árg. 31. janúar 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Grettissaga Einars Kárasonar laugardagur 3. mars kl. 20:00 laugardagur 10. mars kl. 20:00 sunnudagur 11. mars kl. 16:00 Auður djúpúðga Uppselt í febrúar Næstu sýningar í mars fimmtudagur 1. mars kl. 17:00 sunnudagur 4. mars kl. 16:00 laugardagur 17. mars kl. 20:00 laugardagur 31. mars kl. 20:00 sjá nánar á landnam.is Miðpantanir: landnam@landnam.is sími 437-1600 Frumsýning föstudaginn 2. mars kl. 20:00 Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR 20 ÁR Björgunarsveitarfólk víðs vegar um landið kom saman á mánudaginn og fagnaði því að 90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands. Stofnun SVFÍ markaði á sínum tíma upphafið að því starfi sem björgunarsveitarfólk víðs vegar um landið innir af hendi í frívinnu á vettvangi Landsbjargar og slysavarnadeilda. Greint er frá há- tíðinni í máli á myndum í Skessuhorni í dag. Á meðfylgjandi mynd eru nokkrir af þeim sem standa í eldlínunni hjá Björgunarfélagi Akraness. F.v. Birna Björnsdóttir, Silvía Llorens, Björn Guðmundsson, Kjartan Kjartansson og Júlíus Már Þórarinsson. Ljósm. mm. Í liðinni viku hélt byggðarráð Borg- arbyggðar fund í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum. Til fundar- ins komu einnig fulltrúar Búnaðar- félags Mýramanna og var umræðu- efnið hvernig flýta mætti lagningu þriggja fasa rafmagns um starfs- svæði félagsins. Eftir fund með bændum var farið í heimsókn í fjós- ið á Lambastöðum. Eins og fram hefur komið í fréttum er verulega að hamla tæknivæðingu í nútíma- fjósum ef ekki er kostur á þriggja fasa rafmagni. Mjaltabásar og við- kvæmur tæknibúnaður í þeim er hannaður með það fyrir augum að slík orka sé í boði. Svokallaðir „hrútar“ sem hægt er að nota til að hækka spennu hafa ekki reynst vel fyrir viðkvæman mjaltabúnað. Byggðarráð samþykkti í kjölfar fundarins að í samstarfi við Bún- aðarfélag Mýramanna yrði leitað til Rarik og nýsköpunarráðherra og kallað eftir viðtökum við sér- stakt þróunarverkefni sem hefði þann tilgang að flýta vinnu við nýtt raforkudreifikerfi á svæðinu. Því verður leitað samstarfs við Rarik um mögulega lausn og leiðir til að flýta innleiðingu þriggja fasa raf- magns um Mýrar. Heimamenn á starfssvæði Búnaðarfélags Mýra- manna hafa lýst sig reiðubúna til að leggja fram vinnu við undir- búning lagningar þriggja fasa raf- magns, undirbúa framkvæmdir og þannig gera sitt til að lækka kostn- að við raforkukaup. Markmiðið er að geta afhent Rarik fullbúna línu til rekstrar og eignar. Sveitarstjórn Borgarbyggðar mun síðan fella að þessari þróunarvinnu fyrirhugaðar framkvæmdir við lagningu ljósleið- ara um sveitarfélagið. Nú þegar hefur verið leitað til stjórnvalda um stuðning þeirra við verkefnið. Hitti Björn Bjarki Þor- steinsson, forseti sveitarstjórnar, Þórdísi Kolbrúnu R Gylfadóttur, ráðherra nýsköpunar og iðnað- ar, síðastliðinn föstudag og kynnti málið fyrir henni. Björn Bjarki seg- ir alltof marga grunnþætti þjón- ustu í ólagi á Mýrunum og í raun kraftaverk að menn haldi úti jafn fjölbreyttri starfsemi þar eins og raun ber vitni við erfiðar aðstæður. „Auk rafmagnsmála þá eru vegirn- ir í algjörum ólestri og líklega þeir verstu í okkar sveitarfélagi. Síma- og tölvusamband er einnig víða gloppótt en ljós í myrkrinu að nú er verið að undirbúa ljósleiðaravæð- ingu um dreifbýli Borgarbyggðar. Þetta kynnti ég fyrir ráðherran- um í heimsókn minni þangað fyrir helgi,“ segir Björn Bjarki. mm Bændur og sveitarstjórn sameinast um átak í þriggja fasa rafmagnsvæðingu Svipmynd úr fjósinu á Lambastöðum. Ljósm. Gunnlaugur A Júlíusson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.