Skessuhorn - 31.01.2018, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 20188
Bílslys í Norðurárdal
BORGARFJ: Laust eftir klukk-
an 20:00 að kvöldi mánudags
varð bílslys í Norðurárdal þegar
tveir bílar skullu saman. Tildrög
slyssins voru þau að ökumað-
ur bíls á suðurleið reyndi fram-
úrakstur og lenti við það framan
á öðrum bíl sem ekið var í norð-
urátt. Beita þurfti klippum til að
ná farþega úr öðrum bílnum.
Var hann fluttur með sjúkrabíl
til Reykjavíkur þar sem honum
var komið undir læknishend-
ur. Þá var einn maður fluttur á
heilsugæslustöðina í Borgarnesi
með minniháttar áverka. -kgk
Þrjú prósent án vinnu
LANDIÐ: Samkvæmt vinnu-
markaðsrannsókn Hagstofu Ís-
lands voru að jafnaði 201.700
manns á aldrinum 16–74 ára á
vinnumarkaði í desember 2017,
sem jafngildir 81,8% atvinnu-
þátttöku. „Af þeim voru 195.600
starfandi og 6.100 án vinnu og í
atvinnuleit. Hlutfall starfandi af
mannfjölda var 79,3% og hlut-
fall atvinnulausra af vinnuafli var
3%. Samanburður mælinga fyr-
ir desember 2016 og 2017 sýna
að vinnuaflið hefur annars veg-
ar aukist um 4.700 manns en
hins vegar lækkaði hlutfall þess
af mannfjölda um 1,2 prósentu-
stig,“ segir í frétt Hagstofunnar.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 20. - 26. janúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 1 bátur.
Heildarlöndun: 2.503 kg.
Mestur afli: Flugaldan ST:
2.503 kg í einum róðri.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 96.546 kg.
Mestur afli: Kristinn SH:
46.022 kg í fjórum löndunum.
Grundarfjörður: 8 bátar.
Heildarlöndun: 440.214 kg.
Mestur afli: Bylgja VE: 87.108
kg í einni löndun.
Ólafsvík: 15 bátar.
Heildarlöndun: 195.696 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH: 41.809 kg í fimm róðrum.
Rif: 17 bátar.
Heildarlöndun: 370.269 kg.
Mestur afli: Örvar SH: 76.737
kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 56.769 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH: 44.685
kg í tveimur löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Bylgja VE - GRU:
87.108 kg. 23. janúar.
2. Örvar SH - RIF:
76.737 kg. 22. janúar.
3. Steinunn SF - GRU:
75.152 kg. 21. janúar.
4. Tjaldur SH - RIF:
74.751 kg. 22. janúar.
5. Hringur SH - GRU:
66.736 kg. 24. janúar.
-kgk
Umhverfis- og auðlindaráðherra
hefur ákveðið hreindýrakvóta fyrir
2018 að fengnum tillögum frá Um-
hverfisstofnun. Heimilt verður að
veiða allt að 1450 dýr á árinu, 1061
kú og 389 tarfa. Um er að ræða
fjölgun um 135 dýr frá hreindýra-
kvóta fyrra árs. Veiðin skiptist milli
níu veiðisvæða og eru mörk þeirra
og fjöldi dýra á hverju svæði til-
greind nánar í auglýsingu sem birt-
ist í Lögbirtingablaðinu. „Heimild-
irnar eru veittar með fyrirvara um
að ekki verði verulegar breytingar á
stofnstærð fram að veiðum sem kalli
á endurskoðun veiðiheimilda. jafn-
framt er ráðuneytið með í skoðun
hugsanleg áhrif kúaveiða á kálfa og
álag og áhrif þeirra sem mögulega
getur haft áhrif að ákvarðanatöku
um veiðitíma til framtíðar,“ segir í
tilkynningu frá Umhverfisstofnun.
Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til
og með 15. september, en þó getur
Umhverfisstofnun heimilað veiðar
á törfum frá og með 15. júlí. Veiði-
tími kúa er frá 1. ágúst til 20. sept-
ember. Veturgamlir tarfar eru al-
friðaðir og miðast tarfaveiði því við
tveggja vetra og eldri tarfa. Óheim-
ilt er að veiða kálfa.
mm
Hreindýrakvóti aukinn frá fyrra ári
Að morgni sunnudagsins 28. janú-
ar var fiskmarkaður opnaður á ný á
Akranesi eftir nokkurra mánaða hlé.
Markaðurinn verður rekinn í sam-
starfi við Fiskmarkað Snæfellsbæj-
ar og verður til húsa að Faxabraut 5,
í húsnæði sem Faxaflóahafnir eiga.
Fyrsti aflinn var síðan boðinn upp
skömmu síðar, en það var fiskur af
Eskey ÓF 80 sem gerir út frá Akra-
nesi á vorvertíðinni. Í tilefni opn-
unar markaðarins var stutt athöfn
í húsnæði markaðaðarins þar sem
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri
á Akranesi, fagnaði þessum áfanga.
Sagði hann undirbúning að mark-
aðinum hafa staðið yfir undanfarn-
ar vikur eða frá því ljóst var að Fisk-
markaður Íslands hætti rekstri mark-
aðar á Akranesi.
„Það er afar mikilvægt að fisk-
markaður sé að opna á ný á Akranesi
og við bjóðum Fiskmarkað Snæfells-
bæjar velkominn. Við ætlum okk-
ur að snúa vörn í sókn í útgerð á
Akranesi. Bæjarstjórn Akraness hef-
ur lagt á það áherslu að útgerð og
fiskvinnsla verða áfram stór þátt-
ur í atvinnustarfsemi á Akranesi og
er rekstur fiskmarkaðar grunnstoð
í þeirri áherslu,“ sagði Sævar Freyr.
„Við Akranes eru gjöful fiskimið og
það er okkar að nýta þau tækifæri
sem felast í auðlindinni, aðstöðunni
hér, mannskap og þekkingu. Það er
sérstaklega ánægjulegt að finna að
þrátt fyrir mótbyr þá hefur verið ein-
hugur hjá einstaklingum í útgerð og
vinnslu sem og hjá Faxaflóahöfnum
að fiskmarkaður verði starfræktur á
ný á Akranesi.“
Ekki hægt að reka sjálf-
stæða markaði alls staðar
Andri Steinn Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Snæ-
fellsbæjar, fagnaði þessum áfanga.
Markaðurinn sem hann veitir for-
stöðu hefur starfsemi á þremur út-
gerðarstöðum í Snæfellsbæ, en hef-
ur auk þess selt fisk á Tálknafirði og
Skagaströnd. Því er Akranes sjötti
staðurinn sem fyrirtækið hefur starf-
semi á. „Okkur er mikil ánægja að
hefja samstarf með Skagamönn-
um. Markaðsaðstæður eru þannig
í dag að ekki er hægt að reka sjálf-
stæða markaði á öllum stöðum sem
gert er út á og því er okkur ánægja
að koma að þessu verkefni,“ sagði
Andri Steinn.
Sala á fiski á ekki að vera
háð duttlungum
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóa-
hafna, sagði við þetta tilefni að fyrir
framtíðar umsvif Akraneshafnar sem
fiskihafnar, væri starfsemi fiskmark-
aðar á Akranesi lykilatriði. „Það er
ánægjulegt að öflugir heimamenn í
samstarfi við Fiskmarkað Snæfells-
bæjar hafa fundið flöt á samstarfi
sem vonandi verður gjöfult og far-
sælt fyrir þá sem nú koma að málum.
Í Akraneshöfn er afbragðs aðstaða
fyrir útgerðaraðila til að landa fiski
og mikil tækifæri í fiskvinnslu, í ný-
sköpun, í verkefnum tengdum ferða-
þjónustu, starfsemi veitingahúsa og
fleira. Ég hef þá trú að með því skrefi
að tryggja starfrækslu fiskmarkað-
ar verði nú hægt að sækja fram á
fleiri sviðum,“ sagði Gísli. „Sala á
fiski á ekki að vera háð hindrunum
eða duttlungum í kerfinu sem neyði
sjómenn sem vilja gera út frá Akra-
nesi til að sigla um langan veg með
aflann. Þetta er því hagsmunamál
mjög margra og ekki síst byggðar-
innar á Akranesi,“ sagði Gísli. Hann
gat þess í samtali við Skessuhorn að
fleira jákvætt mætti nefna varðandi
Akraneshöfn. „Nú í sumar eru bók-
aðar 17 komur skemmtiferðaskipa í
Akraneshöfn og þjónusta því tengd
mun því aukast. Þá er fyrirhuguð
stækkun aðalhafnargarðs til að bæta
aðstæður í höfninni og því get ég
ekki annað en litið björtum augum
til framtíðar. Vonandi er botninum
náð varðandi ýmis mál sem tengjast
Akraneshöfn,“ sagði Gísli.
Samstarf um afgreiðslu
Til að byrja með munu þeir Alexand-
er Eiríksson, sem rekur fiskvinnsl-
una Norðursýn og Bjarni Bragason,
útgerðarmaður á Eskey ÓF, aðstoða
útgerðarmenn á Akranesi varðandi
markaðinn og aðstöðuna þar, svo
sem móttöku og afgreiðslu á fiski og
afgreiðslu á ís. Sjómenn bóka hins
vegar væntanlegan afla á Akranes
með hringingu í Fiskmarkað Snæ-
fellsbæjar, sem hefur milligöngu um
sölu fisksins.
Fagnar markaðinum
Steindór Óliversson, trillukarl á
Akranesi, var að vonum ánægður
með að nú væri aftur búið að opna
fiskmarkað í heimabæ hans. „Ég hef
þurft að sigla með aflann að undan-
förnu til Reykjavíkur og stundum í
slæmum veðrum. Það er náttúrlega
mikið óhagræði fyrir karl eins og
mig, sem ræ einn á fimm og hálfs
tonna báti og því er ég afar ánægð-
ur með að þetta mál sé í höfn. Ég vil
nota þetta tækifæri og þakka bæjar-
stjórn fyrir framgöngu hennar og
öllum sem komið hafa að máli. Ekki
síst bæjarstjóranum okkar Sævar
Frey fyrir að ganga rösklega til verka
og starfsmönnum ÞÞÞ sem hafa á
þessum tíma sem enginn markaður
var, verið ótrúlega liðlegir við mig,
einyrkjann. Doddi og hans menn hjá
ÞÞÞ komu alltaf að vörmu og óku
með fiskinn fyrir mig en hann verður
alltaf að vigta í uppgefinni löndunar-
höfn. Á sama hátt hafa starfsmenn
Faxaflóahafna og HB Granda sýnt
mér mikil liðlegheit. En ég horfi nú
bjartsýnn fram á við og fagna því að
búið er að opna markað að nýju og
býð Snæfellingana velkomna til okk-
ar,“ sagði Steindór Óliversson trillu-
karl í samtali við Skessuhorn.
mm
Fiskmarkaður opnaður að nýju á Akranesi
Við opnun Fiskmarkaðar Snæfellsness síðastliðinn sunnudagsmorgun. F.v. Gísli Gíslason hafnarstjóri, Alexander Eiríks-
son hjá Norðursýn, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Bjarni Bragason útgerðarmaður og Andri Steinn Benediktsson
framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar.
Það var létt yfir mannskapnum á sunnudaginn þegar sagt var frá væntanlegri
starfsemi í Faxabraut 5.
Brugðið á leik á vigtinni. Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs var hér veginn.
Gísli Gíslason hafnarstjóri gerir grín að útkomunni.