Skessuhorn - 31.01.2018, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 2018 11
Á miðvikudagskvöld var haldinn
opinn fundur um samgöngumál á
Vesturlandi þar sem kallað var eft-
ir vegabótum á Vesturlandsvegi
um Kjalarnes. Að loknum erindum
frummælenda var opnað fyrir fyr-
irspurnir úr sal og umræður. Einn
þeirra sem kvað sér hljóðs var Kar-
vel L. Karvelsson, framkvæmda-
stjóri Ráðgjafarmiðstöðvar land-
búnaðarins. Hann er búsettur á
Akranesi og ekur um Vesturlands-
veg á hverjum degi vegna vinnu
sinnar, bæði framhjá Hafnarfjalli á
leiðinni á Hvanneyri og um Kjal-
arnes suður til Reykjavíkur. Varp-
aði hann fram annarri hugmynd að
fjármögnun verkefnisins en gjald-
töku eða blandaðri leið gjaldtöku
og opinberra framlaga. „Nú hef-
ur verið fjallað mikið um lífeyris-
sjóðina, þeirra peninga og hvern-
ig þeir hafa verið að fjárfesta. Þeir
eiga fjögur þúsund milljarða, sjóð-
urinn stækkar og þeir eru í vand-
ræðum. Þeir hafa verið að fjárfesta í
samkeppnisiðnaði og eru í rauninni
komnir í samkeppni við sjálfa sig og
okkur öll. En þeir hafa að mínu viti
ekki verið að fjárfesta beint í innvið-
um,“ sagði Karvel. „Hvernig væri
að gefa þeim tækifæri til að fjárfesta
í þessu?“ spurði Karvel og hafði orð
á því að samgöngubætur væru alltaf
arðsamar. „Það mætti þá hafa eitt-
hvað ákveðið vaxtastig og lána rík-
inu til ákveðið margra ára. Ég held
að þetta sé einn af þeim möguleik-
um sem mætti varpa fram til að
megi flýta þessu,“ bætti hann við.
Í svari sínu til Karvels taldi Sig-
urður Ingi jóhannsson samgöngu-
ráðherra rétt með farið að vega-
framkvæmdir væru aðrsamar. „Þær
eru misarðsamar en þær eru all-
ar arðsamar,“ sagði Sigurður Ingi.
Hvað varðar aðkomu lífeyrissjóð-
anna þá kynni það verða of dýrt fyr-
ir ríkið að fjármagna framkvæmdina
með hugsanlegu láni frá þeim. „Þeir
[lífeyrissjóðirnir] hafa verið svolítið
dýrir á fjármagninu en við erum
opin fyrir öllum mögulegum leið-
um, útilokum ekkert,“ sagði sam-
gönguráðherra.
kgk
Hlúa að sjálfsímynd og sjálfsvitund þátttakenda.
Þátttakendur hvattir til að kynnast sjálfum sér og eignast þannig verkfæri til
að ea sjálfsmynd sína.
Kjarninn í hverjum tíma er stutt fræðsla, samtöl og verkefni út frá henni.
Lögð er áhersla á samtöl og tjáskipti í hópnum.
Að allir geti kynnst eigin tilnningum og sett orð á þær.
Hver samvera endar á kyrrðar- og bænarstund.
SJÁLFSTYRKINGARHÓPUR
Á vormisseri 2018 hefst í Akraneskirkju starf fyrir nemendur í framhaldsskóla.
Markmið starfsins:
Notast er við kennsluefnið AHA! sem er geð út af Kirkjuhúsinu og byggir það
á aðferðafræði jákvæðrar sálfræði.
Umsjónarmaður er sr. Þráinn Haraldsson prestur Akraneskirkju.
6 samverur verða á vormisseri, sú fyrsta mmtudaginn 8. febrúar kl. 17:00.
Ekkert kostar að taka þátt í hópnum.
Nánari upplýsingar og skráning er hjá sr. Þráni á thrainn@akraneskirkja.is
Ráðherra telur of dýrt að fá lán
frá lífeyrissjóðum til vegabóta
„Þeir hafa verið svolítið dýrir á fjármagninu“ Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá
félagsþjónustu Borgarbyggðar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Hæfniskröfur:
Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan •
félagsþjónustu, þ.m.t. félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð.
Annast greiningu og meðferð barnaverndarmála og upp-•
lýsingagjöf til Barnaverndarstofu.
Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun og þátttaka í •
þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og
öðrum þjónustu-stofnunum vegna málefna einstaklinga
eða fjölskyldna.
Starfssvið:
Menntun og hæfniskröfur:•
Starfsréttindi í félagsráðgjöf.•
Þekking og reynsla á sviði barnaverndar og meðferð •
fjölskyldumála æskileg.
Þekking og reynsla af vinnu með fólki með skerðingar •
æskileg.
Lipurð í mannlegum samskiptum.•
Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.•
Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.•
Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu.•
Félagsþjónusta Borgarbyggðar
óskar eftir félagsráðgjafa í eitt ár
vegna afleysinga. Um er að ræða
100% starf.
Umsóknir með upplýsingum
um menntun, starfsreynslu og
umsagnaraðilum berist til
borgarbyggd@borgarbyggd.is
fyrir 10. febrúar nk.
Viðkomandi þarf að geta hafið
störf í apríl. Launakjör eru sam-
kvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga við Félags-
ráðgjafafélags Ísland. Samkvæmt
jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru
karlar jafnt sem konur hvött til að
sækja um starfið.
Frekari upplýsingar um starfið veitir
Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmála-
stjóri í síma 433-7100, vildis@
borgarbyggd.is og Anna Magnea
Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu-
sviðs í síma 840-1522 annamag-
nea@borgarbyggd.is
Á fremsta bekk sátu meðal annarra frummælendur og þingmenn.
Ráðherra tók í lok erindis síns
af öll tvímæli um að þegar Spöl-
ur hættir rekstri Hvalfjarðarganga
síðar á þessu ári og skilar göngun-
um til ríkisins samkvæmt samningi,
verður gjaldtöku hætt í göngin.
„Ef síðar verður tekin upp gjald-
taka til að mæta kostnaði við ný-
framkvæmdir verður það samræmd
gjaldtaka. Veggjaldahugmynd jóns
Gunnarssonar náði ekki flugi þeg-
ar hún var fram borin síðastliðið
haust. Þær hugmyndir er því ekki
að finna í stjórnarsáttmála þessar-
ar ríkisstjórnar sem nú situr. Það
var einna helst að hugmyndir um
gjaldtöku hlytu jákvæðar viðtökur
hér á Vesturlandi, en ekki í öðrum
landshlutum og meðal annars ekki
á Suðurlandi,“ sagði ráðherrann
sem einmitt er úr því kjördæmi.
5500 mótmæla
Að loknu erindi Sigurðar Inga
jóhannssonar fékk Bjarnheiður
Hallsdóttir orðið. Hún lýsti slæmri
reynslu þeirra sem ferðast daglega
um Kjalarnes til vinnu eða skóla
og lýsti ástandi vegarins með ýms-
um hætti, hann væri hættulegur,
óöruggur, með rásum, liggur um
vindasamt svæði, hann er dimm-
ur og beinlínis mjög hættulegur.
Meðal annars sýndi hún nýja mæl-
ingu sem Sigurður Elvar Þórólfs-
son framkvæmdi, sem sýnir allt upp
í 35 mm rásir í veginum sem eru
langt umfram það sem leyfilegt er
eigi vegir að teljast öruggir. Bjarn-
heiður er talsmaður hóps á Facebo-
ok sem kallast „Til öryggis á Kjal-
arnesi.“ Afhenti hún Sigurði Inga
undirskriftir frá 5.500 manns sem
krefjast þess að ráðist verði í end-
urbætur á Vesturlandsvegi á Kjal-
arnesi nú þegar. Í framhaldi verði
tvöföldun vegarins sett á dagskrá. Í
lok fundar afhenti Sævar Freyr Þrá-
insson bæjarstjóri á Akranesi áskor-
anir frá fjölda fyrirtækja um að ríkið
hraði vegabótum á Kjalarnesi.
Ályktun send
heim með ráðherra
Í lok fundar, áður en gestum var
boðið til súpu í boði Akraneskaup-
staðar, bar Sævar Freyr Þráinsson
bæjarstjóri upp eftirfarandi tillögu.
Var hún samþykkt af þorra fundar-
gesta sem risu úr sætum til að gefa
samþykki sitt:
„Opinn fundur um samgöngu-
mál á Vesturlandi skorar á sam-
gönguyfirvöld og Alþingi að
bregðast tafarlaust við ótryggu og
hættulegu ástandi Vesturlandsveg-
ar á Kjalarnesi með nauðsynlegum
framkvæmdum og tryggi jafnframt
að tvöföldun Vesturlandsvegar frá
Hvalfjarðargöngum til Reykjavík-
ur verði lokið innan þriggja ára.
Skoðaðar verði allar leiðir sem flýtt
geti þeim framkvæmdum enn frek-
ar til að auka umferðaröryggi og
greiða för.“
Að snúast hugur?
Við þetta má bæta að í Morgun-
blaðinu síðastliðinn mánudag virð-
ist sem Sigurður Ingi jóhannsson
ráðherra sé að færast á aðra skoðun
í vegaframkvæmdum, eftir fundinn
fjölmenna á Akranesi fyrir viku. Nú
segir hann að mikilvæg verkefni
bíði úrlausnar og nefnir tvöföldun
Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, þá
hugsanlega með einkaframkvæmd
eða með aðkomu lífeyrissjóðanna.
„Þessa valkosti verður að skoða
með tilliti til jafnræðis og lands-
ins alls,“ sagði ráðherra í Morgun-
blaðinu á mánudaginn. Hver segir
svo að framsóknarmenn geti ekki
skipt um skoðun?
mm/ Ljósm. kgk.