Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Page 13

Skessuhorn - 31.01.2018, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 2018 13 Á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheim- ili á Akranesi, verður þess minnst á föstudaginn að fjörutíu ár eru lið- in frá því fyrstu íbúarnir fluttu inn á heimilið. Fyrsti áfangi dvalarheim- ilisins Höfða var tekinn í notkun 2. febrúar árið 1978. Eftir það hef- ur í nokkrum áföngum verið byggt við heimilið og starfsemi þess að hluta breytt því Höfði er nú eink- um hjúkrunarheimili þótt þar séu enn nokkur hefðbundin dvalar- heimilisrými. Íbúar á Höfða eru nú 74 talsins. Þá er jafnframt dagdeild sem eldra fólk búsett í heimahúsum getur nýtt sér; komið að morgni og farið heim síðdegis. Kostgangarar koma svo í mat í hádeginu og spjalla saman og auk þess er seldur matur úr mötuneyti og keyrt með hann í heimahús. Loks eru fjögur biðdeild- arrými á Höfða þar sem dvelja sjúk- lingar frá Landsspítalanum sem hafa hlotið færnimat, en bíða varanlegra úrræða í heilbrigðiskerfinu. 21 slíkt rými er starfrækt á Vesturlandi og er markmið þeirra að vinna á fráflæðis- vanda LHS. Fimmtán slík rými eru á HVE á Akranesi og tvö í Brákarhlíð í Borgarnesi. Starfsmenn á Höfða eru nú 125 í 76 stöðugildum. Kjartan Kjartansson er fjórði framkvæmdastjóri Höfða frá stofn- un. Fyrst gegndi Gylfi Svavarsson starfinu, þá Ásmundur Ólafsson, þriðji var Guðjón Guðmundsson en Kjartan tók við 2013. Blaðamað- ur Skessuhorns settist niður með Kjartani í gær og fyrst var rætt stutt- lega um sjálfan afmælisdaginn. Afmælisfagnaður „Afmælið höldum við hátíðlegt föstudaginn 2. febrúar og verður dagskráin tvískipt. Opið hús verður á milli kl. 14 og 16 þar sem fólki gefst kostur á að skoða heimilið og fá sér kaffi og kleinur í leiðinni. Um kvöld- ið verður síðan afmælisfagnaður og þangað boðið íbúum, starfsfólki og fyrrum starfsfólki sem hætt hefur sökum aldurs. Þá er einnig boðið að- almönnum í sveitarstjórnum Akra- neskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar, en þessi sveitarfélög eiga heimilið. Afmælisfagnaðurinn kemur þannig í stað hefðbundinnar Höfðagleði að þessu sinni,“ segir Kjartan. Tvennir samningar sem skipta máli Aðspurður segir Kjartan það vera stöðuga baráttu að láta enda ná saman í rekstri sem þessum en ætíð reynt að hafa velferð íbúa í öndvegi. Tvennt jákvætt í rekstarlegu tilliti átti sér stað á liðnum árum sem bætt hafi stöðuna að vissu marki og eytt óvissu. „Það var búbót þegar gerð- ur var rammasamningur við ríkið í árslok 2016. Þá var ekki síður léttir í ársbyrjun 2017 þegar gengið var frá samkomulagi um uppgjör á lífeyr- isskuldbindingum starfsmanna en með þeim samningi var í raun verið að aflétta einum milljarði af skuld- um á efnahagsreikningi okkar. Þessi atriði voru bæði jákvæð, en eftir stendur sá vandi að við erum ekki með nægjanlega mikið fjármagn til að manna þau störf sem við vildum. Ríkið er í raun ekki að greiða nema að hluta fyrir þá mannaflaþörf sem við faglega þyrftum miðað við lág- marks viðmið landlæknisembættis- ins,“ segir Kjartan. HÖFÐI 40 ÁRA Föstudaginn 2. febrúar verða liðin 40 ár frá því að Höfði tók til starfa. Í tilefni af þeim merku tímamótum verður opið hús á Höfða þann dag á milli kl. 14 og 16. Þar gefst fólki kostur á að skoða heimilið og fá sér kaffi og kleinur í leiðinni. SK ES SU H O R N 2 01 8 Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar samþykkti þann 18. janúar 2018 að auglýsa tillögu að svæðisskipulagi sveitarfélaganna þriggja, skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tilheyrandi umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameiginleg framtíðar- sýn á þróun landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja atvinnulíf og byggð. Greind eru tækifæri sem búa í auðlindum og sérkennum svæðisins og á grunni þess sett fram stefna í atvinnumálum, samfélagsmálum og um- hverfismálum og síðan skipulagsstefna sem styður við hana. Svæðisskipulagstillagan, ásamt umhverfisskýrslu, liggur frammi til sýnis á skrifstofum Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b í Reykjavík, frá og með föstudeginum 26. janúar 2018 til og með mánudagsins 12. mars 2018. Tillagan er einnig til sýnis á vefsíðum sveitarfélaganna og á vefnum samtakamattur.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna og umhverfisskýrslu. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í lok mánudagsins 12. mars 2018. Senda skal skrif- legar athugasemdir til Ingibjargar Emilsdóttur formanns svæðis- skipulagsnefndar, skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða með tölvupósti til ingaemils@strandabyggd.is. Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar Auglýsing um tillögu að Svæðisskipulagi Dala, Reykhóla og Stranda 2018-2030 SK ES SU H O R N 2 01 8 Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 Skipulagsbreytingar Hann segir að ráðist hafi verið í mikl- ar skipulagsbreytingar innan húss á Höfða fyrir um ári síðan til þess að koma til móts við breytta samsetn- ingu íbúa heimilisins og um leið að létta á rekstri þess. „Þær breytingar sem ráðist var í fyrir rúmu ári fólust meðal annars í því að við lokum eld- húsinu klukkan 16 á daginn og íbú- ar snæða sem næst sínum heimilum, á sex stöðum í húsinu. Allur matur er engu að síður eldaður í eldhúsinu okkar en framreiddur á hverju heim- ili fyrir sig. Samhliða þessum breyt- ingum voru þvottar einnig færðir inn á deildir. Verkefni okkar er og verð- ur að gera heimilið sem vistlegast og umhverfið persónulegt með minni stofnanabrag. Markmiðið er allt- af þegar upp er staðið að öllum líði sem best heima hjá sér,“ segir Kjart- an Kjartansson. mm Fjörutíu ára afmæli Höfða fagnað næstkomandi föstudag Leikskólabörn frá Vallarseli í heimsókn á Höfða í tengslum við Vökudaga fyrr í vetur. Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða framan við Grettistak, listaverk eftir Magnús Tómasson sem komið var upp framan við innganginn árið 1995. Hluti íbúa er hér á skemmtun á sal í nóvember síðastliðnum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.