Skessuhorn - 31.01.2018, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 201814
Magnús Scheving, frumkvöðull og
höfundur bókanna og sjónvarps-
þáttanna um Latabæ, færði á síðasta
ári sínum gamla heimabæ Borgar-
nesi, til geymslu bíla- og búnað-
arsafn Latabæjar. Hluti safngripa
var svo í fyrravor settur upp í hús-
næði Fornbílafjelags Borgarfjarðar
í Brákarey í tengslum við stórsýn-
ingu félagsins og Raftanna í maí.
Tækin vöktu verðskuldaða athygli
enda bílar, búnaður og leikbrúður
hinna ýmsu persóna úr þáttunum
um Latabæ mörgum í fersku minni.
En áhugi fyrir því sem tengist La-
tabæ nær langt út fyrir landstein-
ana, enda voru þættirnir um Lazy-
town sýndir í fjölmörgum lönd-
um við miklar vinsældir. Í þáttun-
um; tækjum og búnaði en ekki síst
boðskapnum sem Íþróttaálfurinn,
Glanni glæpur, Solla stirða og aðr-
ar persónur komu á framfæri, fel-
ast mikil tækifæri. Þau tækifæri vilja
heimamenn grípa og hafa nú í sam-
ráði við Magnús sjálfan hafið undir-
búning að stofnun Latabæjarsafns,
eða upplifunargarðs, sem yrði byggt
upp í Borgarnesi. Skessuhorn hitti
Björn Bjarka Þorsteinsson, forseta
sveitarstjórnar Borgarbyggðar, að
máli í síðustu viku og fékk hann til
að segja lesendum stuttlega frá hvar
verkefni þetta er nú statt.
Kviknaði eftir sýningu
í Brákarey
„Það var í fyrrasumar sem við hóf-
um í raun samtalið við Magnús
Scheving, en hann hafði þá kom-
ið í geymslu í gamla heimabænum
sínum gríðarlegu magni leikmuna
sem fylgdi tökum og vinnslu Lata-
bæjarþáttanna. Sjálfur tók hann
strax vel í að starfa með okkur við
undirbúning verkefnisins og hef-
ur sýnt því ómældan áhuga. Eftir
sýningu Fornbílafjelagsins í fyrra-
vor gerðum við okkur grein fyrir
því hversu gríðarlega magnað fyr-
irbrigði vörumerkið Latibær er.
Lazytown er þó ekki síst vinsæll úti
í hinum stóra heimi. Hjá mörgum
Borgnesingum má segja að kvikn-
að hafi á perunni hvað þetta snertir
þegar við skynjuðum hinn fölskva-
lausa áhuga barna sem fullorð-
inna fyrir leikmunum á fornbíla-
sýningunni síðasta vor. Eftir það
tók boltinn að rúlla,“ segir Björn
Bjarki. „Í kjölfarið komst á sam-
band við Magga í gegnum vini
hans og kunningja og lokið var
við að flytja það sem eftir var að
leikmynd og búnaði úr þáttunum
hingað í Borgarnes.
Styrkur fékkst
til undirbúnings
„Magnús Scheving er nú beinn þátt-
takandi að verkefninu ásamt mörgu
góðu fólki. Leitað var til Uppbygg-
ingarsjóðs Vesturlands með styrk-
umsókn til að hægt væri að setja
meira púður í formlegan undirbún-
ing. Fengust þrjár milljónir króna
en sá peningur verður notaður til að
kosta laun verkefnisstjóra sem mun á
næstunni koma að þessu með okkur.
Mótaðar verða hugmyndir, skoðað
nánar með mögulega staðsetningu
upplifunargarðs og útfærslu á við-
skiptahugmynd.“ Björn Bjarki segir
að nokkrar staðsetningar í Borgar-
nesi koma til greina en ítrekar að ekk-
ert hafi enn verið ákveðið í þeim efn-
um. „Líklega er núverandi húsnæði
í bæjarfélaginu of lítið og því verður
hugað að nýbyggingu sem að mörgu
leyti væri skynsamlegasti kosturinn.
Með því væri hægt að hanna mann-
virki sem hentar þeirri starfsemi sem
ákveðið verður að byggja upp. „Við
höfum einkum skoðað þrjú svæði í
þessu samhengi, þ.e. Brákarey, svæði
sunnan við hús Menntaskólans og
svæði í nágrenni Íþróttamiðstöðv-
arinnar. Allir þessir staðir hafa sína
kosti. Verkefnið er hins vegar ekki
komið á það stig að hægt sé að segja
meira til um framhald þess nú.“
Verksmiðja
af hugmyndum
Bjarki segir ótrúlega gaman að vinna
með Magnúsi Scheving. „Hann er
náttúrlega eldhugi mikill og eins og
margir þekkja á hann auðvelt með að
hrífa fólk með sér. Hér í Borgarnesi
á hann góða vini úr æsku sem komið
hafa að undirbúningi.“ Þannig lýsir
Björn Bjarki því þegar Magnús hitti
hann og hjónin Helgu Halldórs-
dóttur og Gunnar jónsson og fleiri í
heimahúsi og farið var að ræða Lata-
bæjarsafn. „Hugmyndirnar voru svo
miklar og frjóar í kollinum á Magga
að það var gripið til þess ráðs að byrja
að rissa hugmyndir hans upp á bak-
hliðina á jólapappírsrúllu. Þegar
upp var staðið var allur jólapappír á
heimilinu uppurinn, enda er Magnús
Scheving verksmiðja af hugmyndum.
Sjálfur kýs hann að nota orðið Upp-
lifunargarður Latabæjar yfir hug-
myndina fremur en að orð eins og
Latabæjarsafn festist við verkefnið.“
Margir komið
að undirbúningi
Björn Bjarki nefnir að mun fleiri hafi
komið að undirbúningi verkefnisins
og skipaður hafi verið vinnuhóp-
ur sem m.a. fékk það hlutverk að
undirbúa umsókn um frumkvöðla-
styrk. „Það hafa mjög margir kom-
ið að þessu nú þegar og mikill áhugi
í mannskapnum. Ég má til með að
nefna hjónin Gunna jóns og Helgu
Halldórsdóttur, en Gunni pass-
aði m.a. Magga þegar hann var lít-
ill. Byggðarráð Borgarbyggðar hef-
ur verið upplýst um gang mála og
formaður þess, Geirlaug jóhanns-
dóttir, tekið virkan þátt í samtalinu
sem og starfsfólk Atvinnuráðgjaf-
ar SSV og margir fleiri. Við erum
sannfærð um að ef þetta verkefni
kemst á rekspöl og í framkvæmd,
þá gætum við jafnvel verið að tala
um stóriðju í ferðaþjónustu hér í
Borgarnesi. Við sjáum til dæmis fyr-
ir okkur vel stæða ameríska feður
sem gætu komið hingað með börn-
in sín í hálfgerðar pílagrímaferðir til
að skoða uppruna Lazytown, þátt-
anna sem gegndu hlutverki uppal-
andans og barnfóstrunnar á heimili
þeirra. Við sjáum einnig fyrir okkur
þá sem tala fyrir heilnæmum mat og
nægri hreyfingu og því fengi Borg-
arnes sérstakt vægi sem heilsuefl-
andi samfélag, en slíkt tónar vel við
þá stefnumótum sem við nú vinnum
eftir hér í Borgarbyggð. Markhóp-
ar hvað þetta þema varðar eru í það
minnsta mjög margir og ólíkir. Því
væri mögulega hægt að gera Borgar-
nes að hálfgerðu Mekka heilbrigðs
lífernis og hingað kæmu tugþús-
undir ferðamanna af þessum sökum.
Tækifærin sem í þessu felast eru því
mörg,“ segir Björn Bjarki.
Verkefnisstjóri
brátt ráðinn
Næsta skref í undirbúningi verkefn-
isins verður ráðning verkefnisstjóra.
„Vonandi getum við eftir átta eða
tólf vikur verið komin með skýrari
mynd á þessar hugmyndir allar og
áætlun um næstu skref. Við vitum
að eftir að stutt frétt birtist á RUV í
vetur um þessar pælingar hér í Borg-
arnesi, lýstu fjárfestar yfir áhuga á að
fá að fylgjast með verkefninu. Svona
verkefni mun ef af því verður kosta
mikið og því er áhugi fjárfesta einn
af lykilþáttunum, en ekki þó síst að
áhugi almennings og jákvæðni gagn-
vart verkefninu sé til staðar,“ segir
Björn Bjarki að endingu.
mm
Unnið að forathugunum vegna hugsanlegs upplifunargarðs Latabæjar í Borgarnesi:
Ef vel tekst til mætti líkja verkefninu
við stóriðju í ferðaþjónustu
Persónur og leikendur í Lazytown.
Á sýningu Fornbílafjelags Borgarfjarðar og Raftanna í Brákarey síðasta vor varð
mörgum ljóst hversu gríðarlegur áhugi er fyrir öllu sem tengist Latabæ.
Magnús Scheving ræddi á síðasta ári við íbúa í héraðinu, í tengslum við að Borgar-
byggð var formlega gert að heilsueflandi sveitarfélagi. Hann var ekki í miklum
vandræðum með að hrífa fólk með í léttar æfingar.
Einkum eru þrír staðir í Borgarnesi sem horft er til varðandi staðsetningu upp-
lifunargarðs Latabæjar. Hér er horft inn með Digranesi og Brákarey fremst á
mynd.
Magnús Scheving. Björn Bjarki Þorsteinsson forseti
sveitarstjórnar kveðst vongóður um
að verkefnið verði að veruleika.