Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 201816
Síðastliðinn mánudag voru níutíu ár
liðin frá stofnun Slysavarnafélags Ís-
lands, en stofnun þess markaði upp-
haf skipulagðs björgunar- og slysa-
varnastarfs á Íslandi. Í tilefni tíma-
mótanna fögnuðu félagar í Slysa-
varnafélaginu Landsbjörgu og hjá
slysavarnadeildunum tímamótunum
um allt land. Um kvöldið var hald-
in veisla í húsnæði þeirra hringinn
í kringum landið, sem endaði á því
að skotið var upp hvítri sól á öllum
stöðum samtímis á slaginu klukkan
21.
Fram kom í ávarpi sem formað-
ur Landsbjargar flutti í höfuðstöðv-
um Landsbjargar á mánudaginn, og
varpað var á tjald í kaffihlaðborði
björgunarsveita og slysavarnadeilda
á landsbyggðinni, að Slysavarna-
félagið hafi verið stofnað vegna mik-
illar þarfar í kjölfar tíðra sjóslysa.
Verkefni björgunarsveita og slysa-
varnadeilda eru enn af sama meiði;
afar fjölbreytt og starf þeirra mikil-
vægt nú sem fyrr. Það endurspeglast
ekki síst í þeim þétta stuðningi sem
landsmenn einatt sýna þegar aflað er
fjár, ýmist með sölu flugelda, neyð-
arkalla, blómasölu eða með öðrum
hætti. Þá er vaxandi fjöldi sem gerist
bakhjarl björgunarsveitinni og styð-
ur starfið með reglulegum framlög-
um. Björgunarsveitir eru nú sífellt
mikilvægari þar sem ferðaþjónusta
er að aukast og hundruðir útkalla á
hverju ári tengjast ferðamönnum og
öðrum sem á ferð eru til fjalla, á sjó,
með flugi eða um landveg.
Björgunarsveitir á Vesturlandi
héldu daginn hátíðlegan líkt og á
öðrum stöðum landsins. Hér fylgja
nokkrar myndir sem tíðindamenn
Skessuhorns og björgunarsveitar-
fólk tók á mánudagskvöldið.
Skessuhorn sendir Slysavarna-
félaginu Landsbjörgu, björgunar-
sveitum og slysavarnadeildum ham-
ingju- og velfarnaðaróskir á tíma-
mótunum með þökk fyrir það sem
fólk leggur af mörkum á vettvangi
þeirra. mm
Níutíu ár frá upphafi björgunarsveitastarfs á Íslandi
Listakonan Michelle Bird gaf björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi málverk sem
hún gerði eftir að sveitin kom og aðstoðaði hana í óveðursútkalli. Ljósm. Brák.
Þær voru glæsilegar kökurnar sem voru í boði í afmælinu hjá Klakki í Grundarfirði. Ljósm. tfk.
Hressilegur hópur björgunarsveitarfólks á Akranesi eftir að hvítu blysi hafði verið skotið á loft utandyra. Ljósm. mm.
Stefanía, Þórunn, Svanhvít, Ingibjörg, Unnur og Jóhanna Lind hjá
Ósk í Búðardal. Ljósm. sm.
Lionsklúbburinn í Ólafsvík færði útgerð Bjargarinnar í Rifi dælu að
gjöf. Ljósm. þa.
Þessi fjögur úr Björgunarfélagi Akraness stilltu sér upp fyrir ljós-
myndara Skessuhorns, en þarna má sjá ákveðna þróun í klæðnaði
björgunarsveitarfólks. Ljósm. mm.
Ungar konur í Lífsbjörgu í Snæfellsbæ. Ljósm. þa. Menn gæddu sér á afmælisköku Landsbjargar í Búðardal og
fylgdust með afmælisútsendingu á skjá. Ljósm. sm.
Hluti gesta í húsnæði Björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi. Fylgst með stjórnarfundi á skjá og köku notið. Ljósm. Brák.