Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Side 19

Skessuhorn - 31.01.2018, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 2018 19 Leikdeild Umf. Skallagríms ætlar að frumsýna leikritið 39½ vika eft- ir Hrefnu Friðriksdóttur, föstudag- inn 16. febrúar í Lyngbrekku. „Um er að ræða farsakenndan gamanleik sem fjallar um barneignir og sauð- fjárrækt. Eitthvað sem passar einkar vel við leikhópinn,“ segir Þorbjörg Dagný Kristbjörnsdóttir, upplýs- ingafulltrúa leikdeildarinnar í sam- tali við Skessuhorn. „Leikritið ger- ist á biðstofu og skrifstofu kvenna- deildar á sjúkrahúsi þar sem frænka sveitadrengsins Vals vinnur. Valur fær að nota skrifstofu frænku sinn- ar til að skrifa lokaritgerð sína um skagfirsku sauðkindina. Vera Vals á kvennadeildinni leiðir til allskon- ar misskilnings sem vel er hægt að hlæja að,“ segir Þorbjörg. Að sögn Þorbjargar ganga æf- ingar vel og stefnir allt í mjög góða leiksýningu. „Vegna skóla er ég staðsett á Akureyri og get ekki ver- ið viðstödd á æfingum en ég fæ að fylgjast með í gegnum Snapchat, en hópurinn stofnaði aðganginn „leik- deildskalla“. Þar geta allir fylgst með mjög líflegum æfingum og öðrum undirbúningi,“ segir Þor- björg. Fyrirhugaðar eru tíu sýning- ar og sú síðasta verður laugardag- inn 10. mars. „Ef aðsókn verður mjög góð getur verið að við fjölg- um sýningum, en það ætti auðvi- tað engin að láta þetta framhjá sér fara,“ segir Þorbjörg. Miðasala hefst fimmtudaginn 1. febrúar og verður hægt að panta miða í síma 846-2293 eða á net- fangið leikdeildskalla@gmail.com. Miðaverð er 3.000 krónur og tek- ið er við kortum. Hægt verður að versla í sjoppu á leiksýningunni. arg Leikdeild Skallagríms frumsýnir í febrúar Svipmynd frá æfingu á leikritinu 39½ vika sem leikdeild Skallagríms ætlar að frumsýna í febrúar. Ljósm. Ágúst Þorkelsson. Þær Halla Margrét jónsdóttir og Hanna Louisa Guðnadóttir, nem- endur í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi, stofnuðu á dög- unum femínistafélag við skólann. Blaðamaður hitti þær stöllur á heimili Höllu á Akranesi og ræddi við þær um félagið. „Við gáfum fé- laginu nafnið Bríet eftir kvenskör- ungnum Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Okkur þótti þetta nafn einfaldlega mjög viðeigandi. Bríet átti stór- an þátt í kvenréttindabaráttu hér á landi á síðustu öld,“ segir Halla. „Hún var ein af stofnendum Kven- réttindafélags Íslands og hún var fyrst kvenna til að bjóða sig fram í alþingiskosningum. Ég held að það sé óhætt að segja að hún sé fyrir- mynd okkar beggja og það var því ekki vafamál um að femínistafélag- ið fengi þetta nafn,“ bætir Hanna við. Hallar á konur innan skólans Femínistafélagið byrjaði sem munnlegt enskuverkefni sem þær Halla og Hanna unnu í samein- ingu en eftir hvatningu frá kenn- ara ákváðu þær að fara með það alla leið. „Þegar okkur datt í hug að vinna þetta verkefni í ensku var aldrei ætlunin að taka það neitt lengra. Eftir að við höfðum flutt verkefnið í tíma og sáum viðbrögð kennarans, sem gaf okkur 10 í ein- kunn og spurði hvort við ætluðum ekki að taka þetta alla leið, ákváð- um við að ræða þetta af alvöru,“ segja þær. „Okkur hefur báðum þótt halla á annað kynið hér innan skólans, bæði hvað varðar almenna fræðslu um femínisma og einnig hvað varðar námið sjálft. Náms- efnið er mest skrifað af körlum um karla og konur koma lítið við sögu í skólabókum eða öðru námsefni. Það er einn áfangi kenndur í kynja- fræði en hann er ekki skylduáfangi svo það taka hann alls ekki allir og kannski síst þeir sem þyrftu meiri fræðslu,“ segir Hanna. „Í sögu er nánast eingöngu kennt um karla en samt voru til ótrúlega flottar konur hér áður fyrr sem vert væri að segja frá líka. Það er ekki fyrr en í 200 áfanga í sögu sem Bríet Bjarnhéð- insdóttir er nefnd en það þurfa ekki nærri allir að taka þann áfanga. Því eru margir nemendur hér sem hafa enga hugmynd um hver Bríet og aðrar stórmerkilegar konur voru,“ segir Halla. Vilja fræða nemendur um femínisma „Ég færði mig á tímabili yfir í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem er mjög öflugt femínistafélag og þegar ég kom aftur hingað á Akra- nes fékk ég smá sjokk,“ segir Hanna. „Í MH var mikil umræða um jafn- rétti kynjanna og margir tóku virk- an þátt í þeim byltingum sem hafa verið í gangi undanfarin ár í sam- félaginu, eins og „Free the nipple“ og „metoo“ byltingarnar. Mikil um- ræða var um kynbundið ofbeldi í femínistaviku sem MH heldur og stelpur í skólanum þurftu ekki að upplifa skömm ef þær höfðu ver- ið beittar ofbeldi heldur gátu talað opinskátt um það. Í matsal skólans var alltaf opinn hljóðnemi þar sem allir gátu deilt sinni reynslu ef þeir vildu. Stelpur notuðu hann gjarn- an til að skila skömminni, segja frá sinni reynslu af kynferðislegu of- beldi eða áreitni og þar með losa sig við þá byrði sem fylgir gjarnan of- beldi. Maður upplifði aldrei ann- að en stuðning við þær stelpur sem opnuðu sig um þetta,“ segir Hanna. „Hér á Akranesi vantar alveg að opna umræðuna. Því miður er það okkar tilfinning að hér séu margir sem skilja ekki femínisma og halda að femínismi snúist um að konur fái meira en karlar. Þessu viljum við breyta. Við viljum fræða fólk, opna umræðuna og styrkja stelpur og stráka og bæta samskipti kynjanna,“ bætir Halla við. Halla segist sjálf alltaf hafa verið femínisti og að með aldrinum hafi hún bara eflst í femínískri hugsjón. „Þegar ég var yngri var ég vör við að stelpur virtust alltaf fá minna vægi en strákar. Eftir því sem ég varð eldri fór ég að sjá þetta enn betur. Mér fannst karlar alltaf mun sjáanlegri í samfélaginu og umræð- an alltaf snúast meira um þá. Mér finnst það til dæmis mjög augljóst þegar við horfum til þess að það er árið 2018 og konur eru samt aðeins 38% þingmanna. Ég held að það sé því óhætt að segja að ég hafi alltaf verið femínisti, þó ég hafi ekki alltaf vitað að það væri hugtak yfir það,“ segir Halla. „Hjá mér var þetta ekki svona,“ segir Hanna. ,,Ég hugs- aði lítið út í þessa hluti þegar ég var yngri. Ég gerði mér í raun enga grein fyrir því hversu mikið hallar á konur í samfélaginu, ég var held ég orðin svo vön þessu. Þegar ég fór svo í MH opnuðust augun mín. Ég mætti á kynningarfund hjá femín- istafélagi skólans og það má segja að ég hafi orðið ný manneskja þegar ég gekk út af fundinum,“ bætir Hanna við. Femínistar vilja jafnrétti fyrir bæði kynin Þær Halla og Hanna taka það báð- ar fram hversu mikilvægt þeim þyki að fræða fólk um hvað femínismi sé og að femínistar berjist fyrir jafnrétti beggja kynja. „Það hallar vissulega oft á karla líka og það ójafnrétti sem við búum við setur pressu á karla sem reynist þeim mörgum erfið,“ segir Hanna. „Það er svo ríkjandi í samfélaginu okkar að karlar eigi að vera svo harðir af sér og ekki sýna tilfinningar. Þetta getur ekki ver- ið gott fyrir marga þeirra og okk- ur langar líka að opna umræðuna um þetta og fræða fólk um hvernig þessar hugmyndir um karlmennsku geti verið skaðlegar. Það hafa verið í gangi átök hvað þetta varðar, eins og átakið „Allir gráta“ sem einmitt snýst meðal annars um að karlmenn geti líka haft tilfinningar og grátið,“ bætir Halla við. „Það er okkar tilfinning að marg- ir haldi að femínismi snúist um að hata karla en það er alls ekki rétt. Það einfaldlega þarf meiri fræðslu og það er okkar markmið með fé- laginu,“ segja þær og bæta því við að þær hafi í huga að fá reglulega fyrirlesara til að koma og vera með fræðslu í skólanum fyrir nemend- ur. „Við viljum hvetja alla nemend- ur til að koma í félagið og vonum að samfélagið allt breytist til hins betra. Við þurfum öll að leggjast á árar til að bæta samfélagið okkar og þetta er okkar framlag,“ segja þær að lokum. arg Stofnuðu Femínistafélagið Bríeti í FVA: „Við þurfum öll að leggjast á árar til að bæta samfélagið okkar“ Halla Margrét Jónsdóttir og Hanna Louisa Guðnadóttir stofnuðu femínistafélag við Fjölbrautaskóla Vesturlands.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.