Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 2018 25 Borgarbyggð - miðvikudagur 31. janúar Hið rómaða þorrablót Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum verður haldið í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit kl. 13:30 til 16:00. Borgarbyggð - miðvikudagur 31. janúar Skallagrímur mætir Breiðabliki í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Dalabyggð - miðvikudagur 31. janúar Íbúafundur í Dalabúð kl. 20:00. Á dagskrá fundarins er meðal annars kynning á fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2018-2021, ljósleiðaraverkefni, lýsing að tillögu á breyttu aðalskipulagi en undir þeim lið verður meðal annars sagt frá áformum um fyrirhugaðan vindorkugarð á Hróðnýjarstöðum. Að loknu kaffihléi verður opnað fyrir fyrirspurnir og almennar umræður. Stykkishólmur - fimmtudagur 1. febrúar Opið hús hjá Kvenfélaginu Hringnum í Stykkishólmi. Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi fagnar 111 ára afmæli sínu 17. febrúar nk. Kvenfélagið er með þeim elstu á landinu og dafnar vel, þrátt fyrir háan aldur. Opið hús verður í Freyjulundi á degi kvenfélagskonunnar sem haldinn er hátíðlegur víða um land 1. febrúar ár hvert. Milli kl. 16-18 fimmtudaginn 1. febrúar verður þannig opið hús, boðið upp á molakaffi, starfsemi félagsins kynnt og gluggað í gömul og ný Húsfreyjurit. Allir eru velkomnir. Borgarbyggð - fimmtudagur 1. febrúar Skallagrímur mætir Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Akranes - föstudagur 2. febrúar ÍA mætir Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik. Flautað verður til leiks kl. 19:15 í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Akranes - föstudagur 2. febrúar Uppistand fyrir Ölmu á Vitakaffi. Alma Geirdal, grínisti og uppistandari, glímir við erfitt krabbamein og fjárhagslega erfiðleika í kjölfarið af veikindunum. Uppistand.is ætlar að halda nokkur styrktarkvöld fyrir hana þar sem fólk greiðir frjáls framlög í söfnunarbauk hjá okkur og allt fer til hennar. Uppistandið á Vitakaffi hest kl. 20:00. Fram koma Skagamaðurinn Ársæll Rafn Erlingsson, Rökkvi Vésteinsson og ef til vill fleiri. Helmingur ágóðans af sölunni á barnum til miðnættis mun renna til styrktar Ölmu. Stykkishólmur - laugardagur 3. febrúar Þorrablót í Stykkishólmi fer fram á Fosshótel Stykkishólmi laugardaginn 3. febrúar kl. 18:00 til 03:00. Nánari upplýsingar á Facebook: „Þorrablót í Stykkishólmi 2018.“ Stykkishólmur - laugardagur 3. febrúar Snæfell tekur á móti Stjörnunni í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Flautað verður til leiks kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Grundarfjörður - laugardagur 3. febrúar Þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar verður haldið í Samkomuhúsinu á Grundarfirði á laugardag. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Nánari upplýsingar á Facebook-síðu Hjónaklúbbs Eyrarsveitar. Reykhólahreppur - sunnudagur 4. febrúar Aðalfundur Æðarvéa verður haldinn í Reykhólaskóla kl. 14:00. Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf auk þess sem farið verður yfir lög og reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni. Gestir fundarins eru Erla Friðriksdóttir, Ásgeir Gunnar Jónsson og Friðrik Jónsson. Stykkishólmur - sunnudagur 4. febrúar Snæfell mætir FSu í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 15:00 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Akranes - þriðjudagur 6. febrúar Blóðsöfnun verður við Ráðhúsið þriðjudaginn 6. febrúar frá kl. 10:00 - 17:00. Blóðgjöf er lífgjöf. Borgarbyggð - miðvikudagur 7. janúar Farsæl efri ár í Borgarfirði. Samráðsfundur um framtíðarstefnu Borgarbyggðar í málefnum aldraðra verður í Brún í Bæjarsveit miðvikudaginn 7. febrúar kl. 14:00 - 16:00. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 20. janúar. Drengur. Þyngd: 3.066 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Helga Björg Þrastardóttir og Ólafur Valur Sigurðsson, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. VW Caddy Til sölu VW Caddy, árg. 2013. Ekinn 82 þúsund km. Beinskiptur, dísel á vsk númerum. Mjög heillegur bíll. Verð 1.590 þús m.vsk. Uppl. í síma 894-8998. Bílar til sölu Til sölu Tveir Hyundai Getz bílar, ár- gerð 2003 og 2004. Þarfnast báðir smá viðgerðar, seljast saman á 150 þús. eða 100 þús. stk. Einnig Suzuki Grand Vitara árg. 2004 með bil- aða heddpakkningu. Upplýsingar í síma 692-5525. Markaðstorg Vesturlands TIL SÖLU 15. janúar. Stúlka. Þyngd: 4.278 gr. Lengd: 53,5 cm. Foreldrar: Sjöfn Magnúsdóttir og Heimir Lárusson, Akranesi. Ljósmóðir: Jóna Björk Indriðadóttir/Margrét Inga Gísladóttir. 24. janúar. Drengur. Þyngd: 4.450 gr. Lengd: 53,5 cm. Foreldrar: Hafrós Huld Einarsdóttir og Jóhann Freyr Guðmundsson, Reykhólahreppi. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. Starfmenn frá Efnalauginni Björgu verða í Lions salnum í Stykkishólmi laugardaginn 24. febrúar næstkom- andi frá klukkan 13-16 að kynna fyrir ferðaþjónustuaðilum lín fyrir hótel, gistiheimili og sjúkrastofn- anir. „Við höfum frá upphafi þjónu- stað og þvegið lín fyrir mörg hót- el og gistihús. Þá fóru viðskipta- vinir okkar á þessu sviði þess á leit við okkur hvort við gætum boð- ið upp á sölu á líni, svo hægt væri að fylla inn í ef þess þyrfti. Í kjöl- farið stofnuðum við fyrirtækið ELMB.is og sér það alfarið um að selja lín,“ segir Guðrún Sigurðar- dóttir, framkvæmdarstjóri í Efna- lauginni Björgu í Mjódd. „Við vor- um í smá tíma að finna gott fyrir- tæki með góða vöru og góða lita- festu en vorum svo heppin að finna það sem við leituðum að. Okkar lín kemur frá Þýskalandi og er fram- leitt af rúmlega aldargömlu fyrir- tæki sem setur háar kröfur á eig- in framleiðslu. Þetta er slitsterkt og gott lín sem endist vel og hent- ar því vel fyrir hótel og gistiheimili. Við gerum miklar kröfur á að var- an sé góð og viljum bjóða upp á það besta og teljum okkur vera að gera það. Okkar lín er sérstaklega hann- að með því sjónarmiði að vera slit- sterkt og að það taki stuttan tíma að þvo og þurrka því við vitum jú öll að tími er peningur,“ bætir hún við. „Við stefnum á að fara hringinn um landið að kynna okkar lín og er Stykkishólmur fyrsti viðkomu- staður. Við hvetjum alla sem gætu nýtt sér okkar þjónustu að kíkja við og skoða hvað við höfum upp á að bjóða,“ segir Guðrún. „Við erum einnig með ilmi fyrir hótelherberg- in og ýmsa aðra fylgihluti og mun- um bjóða upp á fría ráðgjöf hjá Þur- íði Eiríksdóttur, innanhússráðgjafa, stílista og sölustjóra hjá ELBM.is fyrir þá sem þurfa,“ segir Guðrún að lokum. arg Efnalaugin Björg kynnir starfsemi sína í Stykkishólmi Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdarstjóri í Efnalauginni Björgu í Mjódd. Ljósm. úr einkasafni. Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna Frítt á www.SkeSSuhorn.iS Fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110 www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is Smáprent Hettupeysur í mörgum litum Við hönnum, prentum og merkjum fyrir þig og þína

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.