Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Síða 6

Skessuhorn - 27.03.2018, Síða 6
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 20186 Grunnskóla- kennarar felldu L A N D I Ð : mikill meiri- hluti félags- manna í Félagi g r u n n s k ó l a - kennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og sambands íslenskra sveitar- félaga. skrifað var undir samn- inginn 13. mars síðastliðinn, en atkvæðagreiðsla stóð yfir dagana 16. til 21. mars. „Nei“ sögðu 68,52% en „já“ sögðu 29,74%. Atkvæði greiddu 3.793 félagsmenn eða 80,75%. Á kjör- skrá voru 4.697. -mm Umsóknir um Handverkshátíð NORÐURLAND: Búið er að opna fyrir umsóknir um þátt- töku í Handverkshátíð 2018 sem verður haldin dagana 9.-12. ágúst á Hrafnagili í Eyjafirði. „Ár hvert streyma til okkar þús- undir gesta af öllu landinu. Við leggjum mikinn metnað í fram- kvæmd hátíðar og alla umgjörð. Íbúar Eyjafjarðarsveitar leggjast á eitt við framkvæmdina og mik- il gleði ríkir. svo gestir fái notið ár eftir ár þá teljum við nauðsyn- legt að þróa sviðsmynd hátíðar- innar. Það laðar fleiri að ef eitt- hvað nýtt er að sjá. Fyrirkomu- lag sýningarsvæðis verður því með breyttu sniði þetta árið og viljum við vekja sérstaka athygli á því. meðal nýjunga er Bænda- markaður þar sem framleiðend- ur matvara kynna og selja sínar eigin afurðir. Umsóknareyðu- blað er nú aðgengilegt á heima- síðu Handverkshátíðar - um- sóknarfrestur er til 15. apríl 2018.“ -fréttatilk. Eftirlitsdýralæknir í Vesturumdæmi VESTURLAND: matvæla- stofnun hefur auglýst til um- sóknar starf eftirlitsdýralækn- is tímabundið í tíu mánuði til starfa í Vesturumdæmi. Ráðn- ingartíminn er 1. maí. Um er að ræða afleysingu sem fullt eftir- litsstarf, en hlutastarf kemur til greina, segir í auglýsingunni. Eftirlitsdýralæknir sinnir fyrst og fremst eftirliti samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum á sviði matvæla og dýravelferð- ar, heilbrigðiseftirliti í sláturhús- um, samskiptum við opinberar stofnanir ásamt umsjón með til- teknum málaflokkum á verksviði umdæmisskrifstofunnar. -mm Bjartmar á tvenn- um tónleikum VESTURLAND: Tónlistar- maðurinn Bjartmar Guðlaugs- son verður á ferðinni um páskana og heldur tvenna tónleika á Vesturlandi. miðvikudag- inn 28. mars verður hann á Bistro Bar í Grund- arfirði klukkan 21.00. Forsala verður á staðnum. Laugardag- inn 31. mars klukkan 21 verður hann svo á Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Á tónleikunum mun Bjartmar bjóða upp á fjör og gleði þar sem nýju lögin verða spiluð í bland við þau eldri og sagðar skondnar sögur. -fréttatilk. Strætó í viðgerð AKRANES: Innanbæjarstræt- isvagninn á Akranesi fór í við- gerð í gær, mánudaginn 26. mars, og verður frá af þeim sök- um þar til á morgun, miðviku- daginn 28. mars. Í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar segir að þessir dagar hafi verið valdir til viðhalds og viðgerða á vagn- inum þar sem skólastarf sé ekki hafið enn að loknu páskafríi. Á meðan hefur verið fengin lít- il rúta til að leysa vagninn af. „Því miður ekki hægt að taka við barnavögnum í þá stærð af rútu,“ segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. -kgk Lóðarleigusamn- ingur að renna út BORGARNES: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var til umfjöllunar lóðarleigusamn- ingur á Borgarbraut 55 í Borg- arnesi og starfsleyfi núverandi starfsemi á lóðinni. Þar er rek- in verslun Líflands og Bifreiða- þjónusta Harðar. Í fundargerð segir að byggðarráð árétti að núverandi starfsemi á lóðinni er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag á umræddu svæði, en þar er skipulögð íbúðabyggð. Lóðarleigusamningur rennur út í apríl á næsta ári og því ljóst að núverandi starfsemi verður ekki til frambúðar á þessum stað. -mm Bíll og hestakerra fóru út af vegin- um og ultu við Hafnarfjall snemma síðastliðið föstudagskvöld. Þrír voru í bílnum og voru þeir send- ir undir læknishendur. Eitt hross var í kerrunni og slapp það með skrámur. Óhapp þetta má rekja til ísingar sem gerði skömmu áður. mm/ Ljósm. mkg Bílvelta við Hafnarfjall Í byrjun síðustu viku fannst þvotta- björn við Hafnir á Reykjanesi. Það var Borgfirðingurinn Birgir Hauksson frá Vatnsenda í skorra- dal sem var í fjöruferð annarra er- inda ásamt minkahundi sínum Ty- son: „Einu sinni í mánuði erum við Tyson sendir til að tína öðuskeljar. Yfirleitt finnum við ekkert annað í þannig leiðöngrum en skeljar og oftast nóg af þeim. Þó brá svo við í janúarferðinni að við fundum 5000 ára gamla rostungstönn. Hún var viðráðanleg og ekki til vandræða. Það er annað en hægt var að segja um þetta helgrimma helv.. kvik- indi sem varð á vegi okkar í dag og vildi helst drepa okkur báða,“ skrifaði Birgir að aflokinni þess- ari fjöruferð, sem átti að vera frið- sæl og skemmtileg, en bætir því að Tyson hafi haft betur í viðureign þeirra. Eftir nokkra baráttu hunds og þvottabjarnar varð þetta aðskota- dýr í íslenskri náttúru að láta und- an. matvælastofnun fékk dýrið og hefur nú sent það í sýnatöku og til krufningar til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Rannsakað verður hvort þvottabjörninn hafi borið dýra- sjúkdóma með sér til landsins. Því hefur Tyson verið gert að sæta ein- angrun og úr honum tekið sýni þar til niðurstaða krufningar á þvot- tabirninum liggur fyrir. Ekki er vitað hvernig þvottabjörninn barst hingað til lands, en innflutningur á þvottabjörnum er með öllu óheim- ill. Talið er líklegt að björninn hafi komið með vöruinnflutningi og sloppið óséður frá skipshlið. mm/ Ljósm. Birgir Hauksson. Þvottabjörn veiddur á Reykjanesi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.