Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Qupperneq 8

Skessuhorn - 27.03.2018, Qupperneq 8
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 20188 Atvinnuleysi mælist 2,4% LANDIÐ: samkvæmt vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands er áætlað að 198.300 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumark- aði í febrúar 2018, sem jafn- gildir 80,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.500 starf- andi og 4.800 án vinnu og í at- vinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,2% og hlut- fall atvinnulausra af vinnuafli var 2,4%. samanburður mælinga fyrir febrúar 2017 og 2018 sýn- ir að vinnuaflið jókst lítillega eða um 900 manns og hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 2,7 pró- sentustig. Fjöldi starfandi jókst um 2.200 manns. Þrátt fyrir þá fjölgun lækkaði hlutfall þeirra af mannfjölda um 2,2 prósentustig. Atvinnulausir eru um 1.200 færri en á sama tíma árið 2017 og hlut- fall þeirra lækkaði um 0,6 pró- sentustig. Alls voru 49.100 utan vinnumarkaðar og fjölgaði þeim um 6.100 manns frá því í febrú- ar 2017 en þá voru þeir 40.800. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 17.-23. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 17 bátar. Heildarlöndun: 61.378 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 29.016 kg í sjö löndunum. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 12.569 kg. Mestur afli: Kvika sH: 8.791 kg í einni löndun. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 286.793 kg. Mestur afli: Farsæll sH: 86.111 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík: 20 bátar. Heildarlöndun: 556.057 kg. Mestur afli: Bárður sH: 119.090 kg í tíu löndunum. Rif: 16 bátar. Heildarlöndun: 767.349 kg. Mestur afli: Örvar sH: 122.189 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 28.104 kg. Mestur afli: Hannes Andrésson sH: 23.514 kg í fjórum löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Rifnes SH – RIF: 90.858 kg. 20. mars. 2. Örvar SH – RIF: 86.498 kg. 19. mars. 3. Tjaldur SH – RIF: 84.514 kg. 18. mars. 4. Hringur SH – GRU: 67.967 kg. 21. mars. 5. Helgi SH – GRU: 48.113 kg. 19. mars. -arg síðastliðinn fimmtudagsmorgun bilaði sjúkrabíll sem ekið var í for- gangsakstri með sjúkling frá Ólafs- vík á leiðinni til Akraness. Bilunar- innar var fyrst vart þegar komið var suður að Hítará og skömmu síðar stöðvaðist bíllinn alveg. Þurfti því að senda sjúkrabíl úr Borgarnesi til að sækja sjúklinginn og koma hon- um undir læknishendur á Akranesi. Dráttarbíll var síðan sendur til að sækja bilaðan sjúkrabílinn og fara með hann á verkstæði. Var þetta í annað skiptið í sömu vikunni sem sjúkrabíll á Vesturlandi bilar á meðan verið er að flytja sjúk- linga. Aðfaranótt þriðjudags bilaði þessi sami bíll og var þá einnig í for- gangsakstri. Gjaldgeng fornbifreið í flotanum Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkra- flutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, segir ástandið í sjúkra- bílamálum vera algerlega óviðun- andi. Bílarnir í flotanum séu gaml- ir og brýnt sé að endurnýja flotann hið fyrsta. „sjúkrabílarnir í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands eru 16 talsins. Helst hefði þurft að endurnýja sex þeirra ekki seinna en í gær,“ segir Gísli í samtali við skessuhorn. Hann dregur fram lista yfir alla bílana í umdæminu og rétt- ir blaðamanni. Þar má sjá að tíu sjúkrabílar af 16 eru meira en tíu ára gamlir og þar af eru tveir bílar eldri en 20 ára og einn er 19 ára. Elsti bílinn er annar tveggja sjúkrabíla á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík. sá er af gerðinni Ford Econoline og er ár- gerð 1993. Hann verður því 25 ára á þessu ári. Vel að merkja er það sami aldur og bílar þurfa að hafa náð til að skrá megi þá sem fornbifreiðar og fá bifreiðagjöldin niðurfelld. „Í kröfu- lýsingu velferðarráðuneytisins fyr- ir sjúkraflutninga var miðað við að sjúkrabílar skyldu ekki verða eldri en fimm ára gamlir, þá þyrfti að skipta þeim út. meðalaldur bílanna okkar er tæp tólf ár,“ segir Gísli. Líf og limir undir Undanfarin ár hefur sjúkraflutn- ingum í umdæminu fjölgað um 12 til 15% og voru þeir samtals 2.415 árið 2017. Ýmsar ástæður segir Gísli vera fyrir þeirri fjölgun. Til dæmis sé sent eftir fólki vegna fjölbreytt- ari tilfella en áður og að sjúkraflutn- ingamenn séu betur menntaðir og hæfari en áður til að veita heilbrigð- isþjónustu. Það segir Gísli hið besta mál. Hins vegar hafi flutningar líka aukist vegna þess að vaktir heimilis- lækna hafi sums staðar verið lagðar af síðustu ár. Umferðarslysum hafi fjölgað mikið vegna stóraukinnar umferðar og að á síðustu misserum hafi orðið þrjú rútuslys í umdæm- inu. Á sama tíma hefur sjúkrabíla- flotinn elst. „Það er óþolandi ástand að hafa ekki örugg tæki sem maður getur treyst þegar þarf að flytja fólk, þar sem líf og limir eru undir,“ seg- ir Gísli. „Þó að sjúkrabílum hafi alla tíð verið mjög vel viðhaldið, þá eru þeir einfaldlega orðnir það gamlir að ekki er lengur hægt að sjá fyrir hvað gæti bilað í þeim. Þess vegna er eng- an veginn hægt að treysta þeim þeg- ar verið er að sinna sjúku eða slös- uðu fólki.“ Gísli segir ástand sjúkrabílaflotans á Vesturlandi dæmigerðan fyrir land- ið allt. Ekki einum einasta sjúkrabíl á landinu hafi verið skipt út undan- farin þrjú ár. Þá sé ekkert sem bendi til þess að neinn bíll verði endurnýj- aður í bráð. Um miðjan mars sagði Rauði krossinn upp samningi sínum við ríkið um allan rekstur sjúkra- bíla á Íslandi í gengum sjúkrabíla- sjóð samtakanna. samningur Rauða krossins við ríkið rann reyndar út fyrir þremur árum síðan. Undanfar- in þrjú ár hefur samningurinn verið framlengdur um einn mánuð í senn, þar til fyrir tveimur vikum síðan að Rauði krossinn sagði honum endan- lega upp. „Fyrir vikið hefur ekkert gerst síðan samningurinn rann út. Engir bílar hafa verið endurnýjaðir síðastliðin þrjú ár,“ segir Gísli. Ástandið óviðunandi En það er ekki nóg með að bílarn- ir sjálfir séu gamlir og lúnir. Búnað- urinn er í mörgum tilfellum einnig kominn vel til ára sinna. „Börurnar í bílunum okkar eru sumar hverjar orðnar 30 ára gamlar,“ segir Gísli og rifjar upp slys sem varð í umdæm- inu fyrir bráðum tveimur árum síð- an. „Árið 2016 valt sjúkrabíll uppi í Borgarfirði. Þá gerðist það að sjúkra- börurnar, sem voru orðnar gaml- ar og lúnar, brotnuðu og þær losn- uðu. sjúklingurinn var því laus þeg- ar bíllinn valt, innan um sjúkraflutn- ingamanninn og lauslega hluti sem verið var að nota,“ segir hann. „Það er mikil mildi að allir hafi sloppið að mestu ómeiddir frá þessu því bíllinn valt heilan hring. Þarna hefði getað orðið stórslys. Ég fullyrði að sjúkra- börurnar hefðu ekki brotnað ef um nýjar börur hefði verið að ræða, þær eru mun fullkomnari en þess- ar gömlu börur sem voru í þess- um bíl,“ segir Gísli en bætir því við að ekkert bendi til að þessi búnað- ur verði endurnýjaður á næstunni, frekar en bílarnir. sjúkrabílasjóður hafi farið með endurnýjun á bún- aði sjúkrabílanna. „Eins og stað- an er í dag þarf að endurnýja bör- ur í fimm af okkar bílum og hjarta- stuðtæki í fimm bílum einnig. Ég sé ekki að þessi tæki verði endurnýj- uð á meðan engir samningar eru í gildi, ekki frekar en bílarnir,“ segir hann og ítrekar að ástandið sé óvið- unandi. „Að bílar stöðvist trekk í trekk í forgangsakstri vegna bilun- ar er algerlega óásættanlegt. Núna er bíllinn sem bilaði í síðustu viku á verkstæði og annar í vélarskipt- um í Reykjavík. síðustu ár höfum við getað fengið einhverjar gamlar druslur þegar bílarnir hafa bilað en núna er þeim ekki einu sinni til að dreifa. Okkur vantar því bíla á með- an þessir eru í viðgerð,“ segir hann. „Endurnýjun sjúkrabílaflotans þol- ir enga bið,“ segir Gísli Björnsson að endingu. kgk „Endurnýjun sjúkrabílaflotans þolir enga bið“ - segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá HVE Ýmiss búnaður sjúkrabílanna er kominn til ára sinna, rétt eins og bílarnir sjálfir. Árið 2016 varð slys í Borgarfirði þegar sjúkrabíll í forgangsakstri lenti í árekstri og valt. Sjúkrabörurnar, sem voru orðnar gamlar og lúnar, brotnuðu og losnuðu. Börurnar með sjúklingnum í voru því lausar í bifreiðinni við áreksturinn og veltuna, innan um sjúkraflutningamanninn og lauslega hluti sem voru í notkun. Gísli segir mildi að allir hafi sloppið að mestu ómeiddir frá slysinu. Gísli Björnsson er yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Sjúkrabíllinn sem bilaði í forgangsakstri síðastliðinn fimmtudagsmorgun á pallinum á dráttarbíl Gísla Jónssonar á Akranesi. Var þetta í annað skiptið í sömu vikunni sem sami sjúkrabíll bilar í forgangsakstri. Tveir gamlir úr sjúkrabílaflota Vesturlands fyrir nokkrum árum síðan. Bíllinn til hægri er árgerð 1997 og er enn í notkun í Stykkishólmi. Sá til vinstri er árgerð 1992 og er ekki í notkun lengur. Hins vegar er mjög sambærilegur bíll, ári yngri, enn í notkun í Ólafsvík og er elsti bíllinn í sjúkrabílaflotanum á Vesturlandi 25 ára gamall. Afli úr Eskey ÓF á bryggjunni á Akranesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.