Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Page 15

Skessuhorn - 27.03.2018, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 2018 15 Við erum að fara að vinna á verk- stæði þar í einn mánuð og vonandi læra margt nýtt og spennandi,“ segir hún. Áður en samtalinu lauk spurði blaðamaður hana hvort bílamálar- ar þyrftu að hafa einhverja sérstaka eiginleika fyrir starfið. „Alls ekki. Ég hafði engan sérstakan áhuga á bílum áður en ég fór í námið og núna hef ég í raun bara áhuga á því að mála bílana, ekki neitt annað þeim tengt. maður þarf heldur ekki að hafa neina sérstaka listahæfileika, ég er í það minnsta ekkert sérstaklega listræn,“ segir hún og hlær. „Námið er þægi- lega byggt upp og ég held að flest- ir ættu að geta lært að mála bíla ef þeim langar að gera það. Þetta er skemmtilegt nám og ég mæli mjög svo með því,“ svarar hún. arg/ Ljósm. úr einkasafni. Snæfellsbær SK ES SU H O R N 2 01 8 Hjúkrunarfræðingur óskast við Dvalar- og hjúkrunar- heimilið Jaðar í Ólafsvík Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík auglýsir eftir hjúkrunar- fræðingi til starfa í 80-100% starf. Um er að ræða framtíðarstarf. Á Jaðri eru 12 hjúkrunarrými og 5 dvalarrými. Heimilið var nýlega stækkað og allt tekið í gegn. Þar er vinnuaðstaða með því besta sem gerist. Nánari upplýsingar veitir Inga Kristinsdóttir, forstöðumaður, í síma 857-6605. Skriflegum umsóknum ber að skila til forstöðumanns Jaðars fyrir 12. apríl 2018. Ólafsvík er einn af þremur þéttbýliskjörnum sem mynda sveitarfélagið Snæ- fellsbæ. Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri er Ólafsvík í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykja- vík - og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli! Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga vel- komna. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp á alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík. Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma. „Það ættu allir bara að læra það sem þeim þykir skemmtilegt og þetta starf hentar vel fyrir alla,“ segir Katrín Jóna Wladecka Ólafs- dóttir bílamálari. Katrín Jóna er rétt að verða tvítug stelpa, er Hólmari, ættuð úr Dölum en býr á Akranesi. Hún starfar sem bílamál- ari hjá Nýju bílasmiðjunni í mos- fellsbæ. Hún ætlaði upphaflega að læra vélvirkjun en færði sig yfir í Borgarholtsskóla og lærði að mála bíla. „Ég fann að áhuginn lá ekki í vélvirkjuninni svo ég prófaði að sækja um í Borgarholtsskóla og ég fann að bílamálun var meira fyrir mig,“ segir Katrín Jóna. Hún lauk námi á síðasta ári en hefur unnið á Nýju bílasmiðjunni í rúmt ár og líkar það mjög vel. Vill að fólk kunni að meta hvernig hún vinni Aðspurð hvort margar konur séu í bílamálun segir hún þær vera nokkrar en karla í miklum meiri- hluta. „Ég held að konum sé að fjölga í þessu en það er mun meira um karla. Ég finn þó ekkert sér- staklega fyrir því að þetta sé karla- stétt. Ég upplifi ekki að það sé komið beint öðruvísi fram við mig heldur en karla í þessari vinnu. Það eina sem hefur aðeins stuðað mig er þegar fólk segir við vinnu- félaga mína: „Vá hvað þetta er sæt stelpa sem vinnur hér.“ Ég vil frek- ar að fólk kunni að meta hvernig ég vinn heldur en hvernig ég lít út,“ segir hún. Katrín Jóna segir það hafa verið aðeins erfitt að sækja um vinnu sem stelpa en að henni hafi svo verið tekið mjög vel þeg- ar hún sótti um á Nýju bílasmiðj- unni. „Þar sem ég er nemi vildi ég sækja um á verkstæði þar sem væri meistari að vinna. Það var eng- in meistari á Nýju bílasmiðjunni svo ég sótti ekki strax um þar en ég ákvað svo að sækja um og fékk vinnu. Núna hefur svo einn strák- ur farið í meistaranám á verkstæð- inu. mér var mjög vel tekið í Nýju bílasmiðjunni strax frá upphafi en þá hafði ég farið á milli nokkurra verkstæða að sækja um vinnu og fengið misjöfn viðbrögð. mörgum fannst ég ekki alveg eiga heima í þessari starfsstétt því ég er stelpa, en það var ekki svoleiðis allsstað- ar.“ Víða tengd um Vesturland Katrín Jóna er fædd í stykkishólmi og bjó þar til 2008 þegar hún flutti á Akranes með foreldrum sínum. Hún á þó ættir að rekja í Dali og alla leið til Póllands. „mamma mín er pólsk og pabbi kemur úr Döl- unum, en ég er Hólmari,“ segir hún og brosir. Í frítíma æfir Katr- ín Jóna box hjá mjölni og er ný- lega farin að æfa kickbox. Hún hefur tvisvar keppt og segist vera spennt að keppa meira. „Þrátt fyr- ir að hafa tapað báðum bardögun- um var mjög gaman að keppa og ég held bara áfram að æfa og von- andi gengur betur næst,“ segir hún og brosir. „Ég er að æfa sjö sinnum í viku allt í allt en það er bæði box og víkingaþrek sem ég æfi einnig hjá mjölni. Það er því alveg nóg að gera í líkamsræktinni þegar ég er ekki að vinna,“ bætir hún við. Skemmtilegast að mála stærri tæki Aðspurð hvað sé skemmtilegast við vinnuna hugsar Katrín Jóna sig vel um en segir það vera að mála stóra olíutanka. „Við erum bara að mála stærri tæki hjá Nýju bílasmiðjunni; vörubíla, rútur, ol- íutanka og slíkt. minnstu bílarnir sem við málum eru sendibílar. mér þykir mjög skemmtilegt að klára stórt verk og horfa á nýmálaða stóra bíla eða tanka,“ segir hún og bætir því við að ekkert eitt í vinnu- ferlinu standi frekar upp úr held- ur en annað. „maður er ekki bara að mála bílana, það þarf að slípa gamla lakkið af, gera við dældir eða aðrar skemmdir áður en hægt er að grunna og svo loks mála bíl- inn. Ég hef gaman af þessu öllu en elska mest að horfa á verkið þegar því er lokið,“ segir hún og brosir. Ætlar að vinna á verkstæði í Þýskalandi í haust Katrín Jóna hyggst bæta við reynslubankann í Þýskalandi næsta haust. „Ég ætla að fara með annarri stelpu sem lærði með mér til Þýska- lands í október á vegum skólans. Segir bílamálun vera starf fyrir alla sem hafa áhuga Rætt við Katrínu Jónu Wladecka Ólafsdóttur bílamálara Katrín Jóna Wladecka Ólafsdóttir á útskriftardaginn í Borgarholtsskóla. Á Nýju Bílasmiðjunni þar sem Katrín Jóna vinnur eru aðeins málaðir stærri bílar.Það þarf að gæta vel að allri undir- vinnu áður en bílarnir eru málaðir. Katrín Jóna í sprautuklefanum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.