Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Síða 17

Skessuhorn - 27.03.2018, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 2018 17 á æfingu fyrir frumsýningu og ég var í svo miklu uppnámi þegar ég sá hvað var að gerast þarna, og hún Katrín er náttúrlega æðisleg og þau eru öll æðisleg; leikararnir, hljóm- sveitin, sviðið, lýsingin og hljóðið, bara allt. Og ég hringdi í manninn minn; ég tala nú oft bæði á útsogi og innsogi en ég held ég hafi slegið öll eldri met í því símtali. Það er svo gaman að sjá hvað sýningin gleður marga því það er ekkert í heiminum eins skemmtilegt og að gleðja fólk,“ segir margrét og brosir. Þessi sýning hefði aldrei orðið ef ekki hefði verið fyrir bókina sem margrét skrifaði, eða hvað? „Nei,“ segir margrét. „Gísli leikstjóri full- yrðir það að bókin sé grunnurinn. Ég er mjög ánægð með það.“ Nú sex árum eftir útgáfu bókarinnar um Elly er margrét þó aftur farin að fást við skriftir þó hún geti ekki gefið upp hvert viðfangsefnið er. „Ég er að skrifa, en það kemur í ljós hvað það er og hvað það verður,“ segir margrét með óræðum svip. Draumur að rætast En hvað með fjölskylduna. Hvað er margrét að gera hér á Akra- nesi? „sko,“ segir hún og heldur áfram. „Ég á náttúrlega hér dótt- ur, tengdason, tvö barnabörn og Höfum íbúðir til leigu á Bifröst frá 1. júní 2018 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Langtíma eða skammtíma leiga. Um er að ræða íbúðir með sér inngangi í endurbættu fjölbýlishúsi á Bifröst. 25 mín akstur er frá Bifröst í Borgarnes. Frekari upplýsingar eru veittar í netfangi hotel@bifrost.is. SK ES SU H O R N 2 01 8 Framhald á næstu síðu hvarflaði að mér í fyrsta skipti á æv- inni. Ég komst bara ekki lengra og sá ekki hvernig í veröldinni ég ætti að fara að þessu.“ Faðmaði tré algalin sagðirðu strax já þegar þér var boðið þetta auka ár eða þurftirðu að velta því fyrir þér hvort þú ætt- ir að halda áfram með bókina? „Ég sagðist aðeins ætla að hugsa mál- ið. stuttu seinna fékk ég símtal frá maríu Bergmann, vinkonu Ellyjar sem sagðist hafa fundið fjórar kass- ettur með viðtali við Elly og þar með gat ég haldið áfram. Kassettu- rnar voru vendipunkturinn og það sem bjargaði mér.“ margrét hefur lýst því sem svo að hún hafi ver- ið heltekin af Elly. Þegar illa gekk í skrifunum og við blasti ókleift hamrastál tók hún til sinna ráða. „Ég gekk um Vaglaskóg og faðmaði tré til að ná áttum,“ segir hún og hlær. „Það er svo mikill ábyrgðar- hluti að taka til umfjöllunar líf ein- hvers, sem getur ekki sagt þér neitt um það og setja á bók. Og Elly er ekki hver sem er. Hún á börn og það er fullt af fólki sem þykir vænt um hana og þjóðin elskar hana.“ margrét hefur líka sagt frá því að henni hafi ekki tekist að fá stað- festar heimildir fyrir mörgu áhuga- verðu efni sem varð þess vegna að skilja eftir óskrifað. „Þær eru marg- ar sögurnar og sögusagnirnar um hana sem margir eru ekkert til- búnir að gefa eftir. Þannig að þetta var ansi stórt verkefni og náttúrlega algalið að gera þetta sem sitt fyrsta verkefni af þessu tagi. Þegar ég var búin með bókina sagði ég við sjálfa mig að þetta skyldi ég aldrei gera aftur. Aldrei.“ Flúði til Bretlands Eftir þessar hremmingar og erf- iðleika við að koma bókinni sam- an, hvernig var tilfinningin að skila handritinu til útgefandans og fá svo bókina í hendurnar? „Hún var að mörgu leyti ágæt en ég var svo brjálæðislega stressuð og ég var svo hrikalega hrædd um að ég hefði ekki gert þetta nógu vel. Það sem bjargaði mér var að ég var með svo dásamlegan ritstjóra, Þorvald Kristinsson. Ég hefði aldrei klár- að þetta án hans. svo var ég bara svo feimin þegar ég fékk bókina í hendur. Ég gat varla talað um þetta. Við héldum alveg æðislega tónleika í Laugardalshöll þegar bókin kom út og daginn eftir flúði ég til Bret- lands þar sem dætur mínar, tengda- synir og barnabörn bjuggu þá. mér fannst þetta svo erfitt og ég var svo skíthrædd við þetta.“ Óttaðistu við- brögðin, að leggja bókina í dóm þjóðarinnar? „Já, en samt ekki. Ég vissi að synir Ellyjar voru sáttir og tvö elstu barnabörnin, ég vissi að sigurjón bróðir hennar var sáttur og maría vinkona hennar, þau sem skiptu mig mestu máli. En ég var samt eiginlega alveg lömuð af skelf- ingu. Þetta var mér alveg rosalega erfitt.“ Bókin fer á svið Nokkrum árum seinna fékk mar- grét svo annað símtal. „Þegar Gísli Örn Garðarsson hafði samband og spurði hvort Vesturport mætti vinna leiksýningu upp úr bókinni leið mér eins og ég væri fimm ára. mér fannst það ótrúlega gaman og frábært af því að þau eru bara svo æðisleg og ég treysti Gísla og Ólafi Egilssyni milljón prósent til að gera þetta fallega. Og ég fékk aðeins að vera með og vissi hvernig þeir nálguðust viðfangsefnið og hvernig þeir vildu að sýningin yrði. Það átti að sýna öllum virðingu og þeir gera þetta af svo mikilli væntumþykju. Það skilar sér svo vel í þessari sýn- ingu.“ sýningin um Elly með Katr- ínu Halldóru sigurðardóttur í hlut- verki Ellyjar var frumsýnd 18. mars 2017 á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins. Uppselt var á allar sýningar fram á sumar svo að hún var færð á stóra sviðið og þar héldu sýningar áfram í lok ágúst. sýningin gengur enn fyrir fullu húsi og er miðasala hafin á 145. sýninguna sem verð- ur í september á þessu ári. Yfir 60 þúsund manns hafa séð sýninguna og plata með lögum úr henni hefur selst í yfir 3000 eintökum. Náði andanum fimm árum seinna Endurmenntun Háskóla Íslands hélt námskeið í tengslum við und- irbúning sýningarinnar árið 2017. „Það var mjög skemmtilegt fyr- irbæri. Þá var ég tala um bókina, Gísli og Ólafur töluðu um leik- gerðina, fólk fékk að fara á æfingu og svo á sýninguna. Fyrir þetta bjó ég til glærur og fór í gegnum þetta allt saman aftur og það var ekki fyrr en þá, fimm árum seinna sem ég náði andanum og hugsaði: Jú, líklega verður þetta bara allt í lagi.“ Það hlýtur að hafa glatt mar- gréti hve vel sýningin hefur geng- ið? „Það er alveg ótrúlegt. Ég fór Í morgunþætti á Rás 2 veturinn 1995-1996. Margrét og Gyða Dröfn Tryggvadóttir Ljósm. RÚV. Felix, Margrét og eikarbáturinn Húni II árið 2013.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.