Skessuhorn - 27.03.2018, Qupperneq 18
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 201818
bráðum þrjú. samtals eigum við
Guðmundur Óli maðurinn minn
fimm börn: Þrjá tengdasyni, fjög-
ur barnabörn og eitt á leiðinni.
Guðmundur Óli er hljómsveitar-
stjóri og skólastjóri tónlistarskól-
ans hér. Við fluttum til Reykjavík-
ur frá Akureyri 2013, þá var hann
tónlistarstjóri Íslensku óperunn-
ar. svo urðu breytingar þar og þá
fer maður að velta fyrir sér hvað
maður ætlar að gera þegar mað-
ur verður stór. Og við eigandi
börn og barnabörn hér og búin að
koma í tuttugu sunnudagsbíltúra
upp á Akranes og farin að kynn-
ast bænum aðeins. svo áttum við
þennan sveitadraum og vorum
búin að sjá fyrir okkur suðurland-
ið sem möguleika, búin að þvælast
þar um í leit að jörð eða bletti til
að búa á en það gekk aldrei upp,
vinnulega séð. Við erum bæði
þannig að okkur líður vel í minni
samfélögum. Guðmundur Óli
sótti um skólastjórastöðuna hér
og fékk og ég get í rauninni unn-
ið alls staðar og er mjög færanleg,
þökk sé nútímatækni. Þá bjuggum
við í Hafnarfirði en ákváðum svo
að taka skrefið. Við erum búin að
kaupa okkur hektara af landi fyr-
ir ofan Beitistaði í Leirársveit og
ætlum að byggja þar hús í sumar
og flytja inn á þessu ári. Þannig að
draumurinn um að vera með hesta
á beit fyrir utan eldhúsgluggann er
að rætast. Við verðum með Akra-
fjallið öðrum megin og skarðs-
heiðina hinum megin,“ segir mar-
grét og brosir og sýnir blaðamanni
huggulegar myndir af húsinu um
leið og við fáum okkur meira kaffi
í bollana.
Hryssan Sigrún og
áhugamálin
margrét nefnir hestaáhuga manns-
ins síns en hefur hún sjálf áhuga á
hestum? „Ég byrjaði í fyrrasum-
ar að prófa að fara á hestbak,“ seg-
ir hún. „Þegar við kynntumst var
ég skíthrædd við hross en maður-
inn minn er alvöru hestakall, með
stóru a-i. En ég prófaði og hann gaf
mér hryssu í fyrrasumar, sem heit-
ir sigrún. Við vorum í Fljótshlíð-
inni í allt fyrrasumar og það er ekk-
ert að því að fara í útreiðartúra þar
með Eyjafjallajökull í fanginu. En ég
býst nú ekki við að verða keppnisk-
napi, ég fer mjög varlega. Er kom-
in á svona fet-plús hraða. sigrún er
núna í skeiða- og Gnúpverjahreppi,
hrossin eru eiginlega öll þar.“ spurð
hve mörg hrossin séu gefur mar-
grét ekki upp nákvæma tölu, eins og
sannri hestakonu sæmir: „Þau eru
sirka 12,“ segir hún og hlær. Þau
stefna auðvitað að því að koma
hrossunum nær sér en það fyrsta
sem Guðmundur Óli gerði, eft-
ir að þau fluttu úr Hafnarfirði í
Hvalfjarðarsveit þar sem þau búa
núna, var að ganga í hestamanna-
félagið Dreyra.
En hver eru önnur áhugamál
margrétar? Hvað gerir hún sér til
dægrastyttingar? „Það skemmti-
legasta sem ég veit er að stúss-
ast eitthvað fyrir fólkið mitt. mér
finnst rosa gaman að elda og ofsa
gaman að fá alla í mat. Ég er hepp-
in með það að eiga mann sem er
mjög móttækilegur fyrir því að
láta dekra við sig. mér finnst voða
gaman að prjóna og ég er svolít-
ið bíómyndanörd, dett stundum í
bíómyndagláp. svo er ég alltaf að
byrja í einhverju heilsuátaki og
hef mikla ástríðu fyrir því hvað ég
borða, hvað ég set ofan í mig. Ef
ég ætti að segja hvað væri áhuga-
málið mitt væri það að gleðja fólk-
ið mitt. Ég held því fram að barna-
börn séu besta uppfinning í heimi.
Ég á þessi fjögur sem eru öll alveg
ótrúlega skemmtileg og hvert með
sínu sniði. Og ég var svo heppin að
verða ung amma, elsta barnabarn-
ið er 13 ára þannig að hann er að
ná mér!“
Unnið með
tengdasyninum
margrét hefur unnið nokkur verk-
efni með einum tengdasyninum,
Heiðari mar Björnssyni kvik-
myndagerðarmanni á Akranesi.
„Ég gerði tvær seríur af þættin-
um Að sunnan fyrir sjónvarps-
stöðina N4. Þættirnir fjölluðu
um málefni tengd suðurlandi og
við Heiðar gerðum seinni seríuna
saman. Heiðar og Hlédís sveins-
dóttir gerðu svo og gera enn þætt-
ina Að vestan. svo gerðum við til
dæmis þætti sem við vorum búin
að ganga lengi með í maganum,
þætti um útlendinga á Íslandi. Það
er svolítil ástríða hjá mér. mér
finnst skipta svo miklu máli að við
gerum okkur grein fyrir því hvað
það eru mikil verðmæti sem fel-
ast í fjölbreytileikanum. Við gerð-
um sex þætti sem fjölluðu um sex
einstaklinga héðan og þaðan sem
sögðu frá lífi sínu. Og allir eiga sér
sögu og það er svo gaman þegar
fólk er til í að segja sögu sína. Og
þetta var alveg ótrúlega skemmti-
legt. mér þótti svo vænt um þetta
og það var svo gaman að vinna
þetta með honum.“ Er ekkert mál
fyrir ykkur tengdasoninn að vinna
saman? „Nei, það er ekkert mál,
við erum alltaf í einhverjum verk-
efnum og hann er alveg ótrúlega
duglegur að druslast með tengdó
og þeir tengdasynirnir. Ég er mjög
heppin með þá, þeir nenna alveg
að hafa mann með,“ segir margrét
og brosir.
Elskulegt og
skemmtilegt samfélag
Hvaða augum lítur Akureyring-
urinn margrét Akranes og nær-
sveitir? Tekur hún eftir einhverj-
um einkennum eða sérkennum
samfélagsins? „mér finnst fólk-
ið hérna mjög opið og elskulegt
og ég finn ekkert fyrir því að ég
sé svona einhver utanaðkomandi
sem er að rugla sýsteminu. mér
finnst allir svo til í allt. Til dæm-
is fórum við dóttir mín sara Hjör-
dís og Hlédís að gera Jólaævintýr-
ið í Garðalundi, sem er hugmynd
sem ég fékk og gerði fyrst í Hellis-
gerði í Hafnarfirði. Við ákváðum
að breyta því aðeins og aðlaga að
Garðalundi. Við áttum von á að
það kæmu kannski 200 manns.
svo sé ég bara nánast allt Akra-
nes stefna á mig um kvöldið, það
komu um 2000 manns! Hvort sem
það er smátt eða stórt þá er hér svo
opið og elskulegt fólk sem er alveg
til í að gera allskonar skemmtilega
hluti. mér finnst það svo heillandi
og vera einkennandi fyrir bæinn.
Það viðhorf kemur öllum til góðs.
Ég hef aldrei heyrt neinn segja:
„Þetta hefur nú verið reynt og það
þýðir ekki neitt.“ mér finnst þetta
elskulegt og skemmtilegt samfé-
lag. Þegar mann langar að verða
partur af því samfélagi sem mað-
ur býr í þá get ég ekki annað en
mælt með Akranesi. svo er allt
sem við kemur skólamálum hér
frábært. Öll skólastig eru frábær.
Ég hef kynnst því í gegnum barna-
börnin og manninn minn hvern-
ig hlutirnir eru hugsaðir hérna og
mér finnst það ofboðslega fallegt.
Þannig að ég ætla kannski ekki að
fara að hlaða niður börnum heldur
barnabörnum, ég er í góðum mál-
um með þau,“ segir margrét að
lokum. En hvað ætlar hún að gera
um páskana? „Ég verð að vinna
bæði á skírdag og páskadag en
svo ætlum við að vera með börnin
okkar í mat og tengdafjölskylduna
mína líka. Þannig að ég vona að
ég fái bara að dekra sem mest við
mitt fólk á milli þess sem ég bulla
eitthvað í útvarpið með Felix. Ég
held að það sé mjög fín uppskrift
að páskum,“ segir margrét Blön-
dal að endingu.
aóa/ Ljósmyndir úr einkasafni
nema annað sé tekið fram.
Útskriftardagur. Dætur Margrétar útskrifuðust báðar úr breskum háskólum
sumarið 2014. Sigyn Blöndal, Sara Hjördís Blöndal og Margrét.
Við Gluggafoss með Eyjafjallajökul í bakgrunni. Tvö eldri barnabörnin, Breki
Blöndal Egilsson og Ylfa Blöndal Egilsdóttir, ásamt Guðmundi Óla Gunnarssyni og
Margréti.
Ekkert jafnast á við að vera með tengdamömmu í tökuferð fyrir N4 á Blönduósi á
Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri. Margrét og Heiðar Mar Björnsson.
Hluti fjölskyldunnar eftir tónleika í Beethoven-Haus í Bonn. Berglind Jónsdóttir,
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, Margrét, Guðmundur Óli og Jón Þorsteinn
Gunnarsson.
Margrét og hryssan Sigrún.