Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 2018 7 Akraneskaupstaður og Íþróttabandalags Akranes í samstarfi við Ferðafélag Íslands endurtaka leikinn frá síðasta ári og bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Frábærir sjálfboðaliðar leiða göngurnar og verður frítt í sund að loknum göng- um fyrir göngugarpa. Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00 og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Á Akranesi verður dagskráin á þessa leið: Miðvikudaginn 5. september Lagt af stað frá bílastæðinu við Akrafjall kl. 18:00 og gengið áleiðis að flugvélaflakinu í fjallinu. Ganga sem tekur um 90 mín. Fararstjórar eru Eydís Líndal Finnbogadóttir og Anna Bjarnadóttir. Miðvikudaginn 12. september Þróun byggðar. Lagt af stað frá Akratorgi kl. 18:00 og gengið um gamla bæinn. Skoðað verður hver þróun byggðarinnar hefur verið með hliðsjón af fyrsta staðfesta skipulagsupprættinum fyrir Akranes, sem staðfestur var árið 1927. Fararstjóri er Sindri Birgisson umhverfisstjóri. Miðvikudaginn 19. september Fjöruganga að Innsta-Vogsnesi. Gengið er fram og til baka, u.þ.b. 90 mínútna ganga. Lagt af stað kl. 18:00 frá Tjaldsvæðinu í Kalmansvík. Fararstjórar eru Hjördís Hjartardóttir og Hallbera Jóhannesdóttir. Miðvikudaginn 26. september Skógarganga í Slögu, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness. Lagt af stað frá Slögu í Akrafjalli kl. 18:00. Gangan um Slöguna tekur ca. 60 mínútur, eigum von á haustlitum og fræðumst um sögu skógræktar í Slögunni og möguleika hennar sem útivistarsvæðis. Fararstjóri er Katrín Leifsdóttir. Muna að klæða okkur eftir veðri Fjölmennum og höfum gaman! Lýðheilsugöngur á Akranesi í september – komdu út að ganga! SK ES SU H O R N 2 01 8 Almannavarnanefnd Vesturlands kom saman síðastliðinn föstudag í borgarnesi. Fundurinn var fyrsti fundur sameinaðrar almanna- varnanefndar, en áður voru al- mannavarnanefndir í landshlutan- um þrjár. Nefndina skipa oddvit- ar, sveitar- og bæjarstjórar sveit- arfélaganna á Vesturlandi auk lög- reglustjóra Vesturlands, yfirlög- regluþjóns og slökkviliðsstjóra. Á fundinum var Úlfar Lúðvíks- son, lögreglustjóri á Vesturlandi, kosinn formaður nefndarinnar og Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitar- stjóri borgarbyggðar, varaformað- ur. Á fundinum var rætt um skipu- lag nefndarinnar og voru fundar- menn sammála um að heppilegt væri að nefndin hefði starfsmann. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri og formaður nefndarinnar, segir að verkefni á vegum almannavarna- nefndar séu næg. „Til að mynda þarf að uppfæra áhættuskoðan- ir hjá sveitarfélögunum, það var síðast gert árið 2011,“ sagði Úlf- ar í samtali við Skessuhorn. Einn- ig þurfi að uppfæra viðbragðsáætl- anir í samstarfi við almannavarna- deild Ríkislögreglustjóra. klj Ný almannavarnanefnd fundaði í fyrsta sinn Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri er formaður Almannavarnanefndar Vesturlands. Starfshópur sem Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra fól að skoða möguleika á aukinni að- komu þyrlna að sjúkraflugi skilaði ráðherra skýrslu með tillögum sín- um á mánudag. Hópurinn skoð- aði tvær leiðir í þessu skyni; ann- ars vegar með aukinni aðkomu Landhelgisgæslu Íslands sem m.a. myndi reka sérstaka sjúkraþyrlu og hins vegar með rekstri sjúkraþyrlu sem rekin væri af öðrum en Land- helgisgæslunni. Starfshópurinn segir í skýrslu sinni að þörfin fyrir sjúkraflutn- inga með þyrlum muni fara vax- andi hér á landi. „Helstu ástæðurn- ar fyrir því eru vaxandi sérhæfing í meðferð bráðra veikinda og slysa, minnkandi geta heilbrigðisstofn- ana í dreifbýli til að sinna bráða- þjónustu, almenn aukning sjúkra- flutninga og ekki síst mikil fjölg- un alvarlegra slysa. Til marks um aukningu sjúkraflutninga jókst um- fang þeirra á árunum 2014 – 2017 um 37% þar sem mest var, þ.e. á Suðurlandi, Suðurnesjum og á Ak- ureyri,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn er einhuga um mikilvægi þess að auka eins og kost- ur er sjúkraflutninga með þyrlum, bæði vegna breytinga á heilbrigð- isþjónustu stofnana, ekki hvað síst í Vestmannaeyjum, en einnig vegna mikillar fjölgunar ferðamanna, á og utan alfaraleiða. Það er einn- ig sameiginleg áhersla hópsins að skilgreina beri sjúkraflug með þyrlum sem heilbrigðisþjónustu og beri því að manna áhafnir þeirra í samræmi við það. Einnig að mik- ilvægt sé að viðbragðstími sjúkra- þyrlu sé ávallt sem stystur. Þrátt fyrir sameiginlegar áherslur í þess- um efnum voru fulltrúar í starfs- hópnum ekki á einu máli um leiðir að markmiðinu. Fimm af sjö fulltrúum starfs- hópsins leggja til að viðbragð Landhelgisgæslunnar verði styrkt með fleiri áhöfnum svo unnt verði að koma á staðarvöktum, þ.e. með áhöfn sem er í viðbragðsstöðu þar sem viðkomandi þyrla á bækistöð. Tveir fulltrúar starfshópsins leggja hins vegar til rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu með sérhæfðum mann- skap og að reksturinn verði ekki á hendi Landhelgisgæslunnar. Ráðherra mun nú fela sérfræð- ingum ráðuneytisins að leggja mat á efni skýrslunnar og tillögurn- ar sem þar koma fram og ákveða næstu skref í framhaldi af því. mm Sjúkraþyrlur munu gegna auknu hlutverki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.