Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 05.09.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 5. SEpTEMbER 2018 21 Mikið var um að vera hjá Ung- mennafélaginu Íslendingi um liðna helgi. Á sunnudaginn var Sverr- ismót í knattspyrnu haldið í átt- unda skipti á Sverrisvelli á Hvann- eyri. Mótið var fyrst sett á laggirnar 2009 og hefur síðan fest sig í sessi að frátöldu einu ári þegar mótið féll niður. Sverrismót er haldið af Ung- mennafélaginu Íslendingi til minn- ingar um Sverri Heiðar Júlíusson sem bjó og starfaði á Hvanneyri og var ötull þátttakandi í starfi ung- mennafélagsins auk þess sem hann þjálfaði knattspyrnu bæði á Hvann- eyri og í borgarnesi í mörg ár. Fjög- ur lið voru skráð í flokk 15 ára og eldri, fimm lið voru í flokki 10-14 ára auk þess sem börnum níu ára og yngri var skipt í lið á staðnum sem fengu svo að spreyta sig í keppn- isleik. Mikið er lagt upp úr því að mótið sé skemmtileg samverustund fullorðinna og barna þar sem ung- mennafélagsandinn er ríkjandi og var mótið í ár engin undantekning. Afmælishátið í Hreppslaug Að Sverrismóti loknu héldu kepp- endur til afmælishátíðar Hrepps- laugar í Skorradal þar sem haldið var upp á 90 ára afmæli laugarinn- ar. Hreppslaug var byggð árið 1928 af félögum í Ungmennafélaginu Ís- lendingi og er næstelsta 25 metra steinsteypta laug á landinu. Laugin fékk friðlýsingu árið 2014 sem nær yfir steinsteypta hluta hennar en sá hluti, frá sjónarhóli byggingarlistar, þótti óvenjulegt steinsteypumann- virki á sinni tíð. Laugin er enn í eigu ungmennafélagsins og sjá félags- menn um almennan rekstur hennar og er hún opin fyrir sundlaugargesti á sumrin. Í tilefni stórafmælis sund- laugarinnar var ungmennafélögum boðið í sund og grillaðar pylsur þar sem allir nutu notalegrar samveru- stundar í lauginni auk þess sem sleg- ið var upp sundkeppni. Annars veg- ar var keppt í 4x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð þar sem lið karla og kvenna öttu kappi og hins veg- ar var keppt í 6x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð þar sem krakkar kepptu sín á milli. glh Greint var frá því í Skessuhorni síð- ustu viku að rekstri pizzagerðarinn- ar Stykkisins í Stykkishólmi hefði verið hætt. En það er ekki þar með sagt að Hólmarar geti ekki feng- ið þar keyptar pizzur áfram, því Sveinn Arnar Davíðsson og Arnþór pálsson, veitingamenn í Skúrnum í Stykkishólmi, hafa fest kaup á staðn- um. Samhliða verður nafni staðarins breytt. „Við vildum hafa vörumerkið Skúrinn á báðum stöðum. Nýi stað- urinn verður því Skúrinn pizza Joint og Skúrinn Restaurant verður áfram á sínum stað,“ segir Sveinn Arnar í samtali við Skessuhorn. Framundan hjá þeim félögum í Skúrnum eru smávægilegar breyt- ingar á staðnum og vinna við mat- seðil. „Við þurfum aðeins að laga til og breyta með okkar handbragði og gera staðinn að okkar. Síðan ætl- um við að reyna að bæta einhverj- um réttum við matseðilinn. Þá verð- ur hægt að fá fleiri rétti en pizzur þó þetta verði alltaf pizzastaður í grunninn,“ segir hann. En hvenær ætla þeir félagar að opna Skúrinn pizza Joint? „Við ætl- um að reyna að opna sem fyrst en vitum ekki alveg hvenær það verður hægt. Við erum auðvitað bara rétt að fara af stað með þetta verkefni, en um leið og hjólin fara að snúast þá eru hlutirnir enga stund að ger- ast,“ segir hann. „Unnið verður að breytingunum á meðan það er lok- að og á nóttunni. Markmiðið er að opna eftir þrjár vikur, en það er ekki víst hvort það takist. En hins vegar ef allt gengur mjög hratt og vel fyrir sig þá opnum við fyrr,“ segir Sveinn að endingu. kgk Skúrinn Pizza Joint verður opnaður í Stykkishólmi Sveinn Arnar Davíðsson og Arnþór Pálsson, veitingamenn í Skúrnum, ætla að opna Skúrinn Pizza Joint sem fyrst. Þessa dagana vinna þeir hörðum höndum við breytingar og lagfæringar á húsnæði. Ljósm sá. Listafélagið Kalman stendur fyr- ir þrennum jazztónleikum á Akra- nesi dagana 6.-7. september næst- komandi. Fimmtudaginn 6. sept- ember verða hádegistónleikar í Vinaminni. Þar spila þeir Agnar Már Magnússon píanóleikari og Lage Lund gítarleikari frá Norgei. Munu þeir m.a. leika efni af ný- útkomnum geisladiski sínum sem heitir Hending. Samstarf þeirra er tiltölulega nýtt af nálinni en hefur verið einstaklega gott og gjöfult. Tónleikar hefjast kl. 12.15 en hús- ið opnar 11.45 og verður hægt að gæða sér á súpu og brauði á meðan tónleikum stendur. Tilvalið að fara á tónleika í hádeginu! Föstudaginn 7. september verða síðan tvennir kvöldtónleikar og eru tónleikastaðirnir ekki alveg hefð- bundir. Sigurður Flosason saxó- fónleikari og sænski píanóleikarinn Lars Jansson munu halda „heima- tónleika“ að Grundartúni 8 en þar búa Elfa Margrét Ingvadóttir og pálmi Haraldsson. Þeir Sigurður og Lars hafa spilað lengi saman og eru einstaklega skemmtilegt dúó. Tónleikar þeirra hefjast kl. 19.15. Seinni tónleikarnir fara fram kl. 21.15, í gula húsinu á Kirkju- braut 8 (bowieveggurinn). Þar verða þeir Andrés Þór gítarleikari og Miro Herak víbrafónleikari frá Slóvakíu. Þeirra samstarf á sér líka nokkra sögu. Á þessum tónleikum munu þeir leika ljúfan, melódískan nútímajazz og samanstendur efn- iskráin af blöndu af lögum þeirra beggja og samtíma jazztónsmíð- um. Víbrafónn og gítar eru líka áhugaverð blanda. Gaman er að segja frá því að á báðum kvöldtónleikunum verð- ur bjór- og bruggmenningarfélag Akraness með smakk og smárétti. Það er því tilvalið að gera föstu- dagskvöldið að góðu menningar- kvöldi og auðvelt að sækja báða þessa tónleika. Almennt miðaverð á tónleikana er kr. 2.500 en Kalmansvinir greiða kr. 2.000. Það skal tekið fram að vissara er að panta miða á tónleikana því miðafjöldi er tak- markaður. Hægt er að panta miða í síma 865-8974 eða senda póst á kalmanlistafelag@gmail.com. -fréttatilkynning Hádegisjazz og heimajazz á Akranesi Ungmennafélagið Íslendingur: Sverrismót haldið í áttunda sinn og Hreppslaug fagnar 90 ára afmæli Keppendur í Sverrismótinu á Hvanneyri um helgina. Ljósm. Oddný Kristín Guðmundsdóttir. Margir nýttu sér tækifærið og skelltu sér í sund að loknu Sverrismóti. Ljósm. Steinunn Fjóla Benediktsdóttir. Veðrið lék við sundlaugargesti í Hreppslaug. Ljósm. Steinunn Fjóla Benediktsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.