Fréttablaðið - 14.11.2019, Side 6

Fréttablaðið - 14.11.2019, Side 6
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Of snemmt? Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdrag- anda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríku- ríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. Borud, sem sé fyrr- verandi fréttastjóri hjá Aftenposten og verði tengiliður og ráðgjafi Sam- herja í viðræðum við RÚV. Vegna ummæla í bréfum for- stjórans, Þorsteins Más Baldvins- sonar, um að Samherji hefði upp- lýsingar sem myndu breyta þeirri frétt sem fréttaskýringarþátturinn Kveikur síðan birti í fyrrakvöld setti Fréttablaðið sig í samband við hinn norska tengilið fyrirtækisins og lagði fyrir hann nokkrar spurningar og óskaði auk þess að fá gögn sem lesa mátti úr bréfum forstjórans til RÚV að fyrirtækið byggi yfir og gætu sýnt frá á að það hefði ekki haft rangt við í Namibíu. „Hefur Samherji að þínu mati, eins og forstjóri þess heldur fram í bréfi til RÚV sem nú hefur verið gert opinbert, skjöl sem sanna að ásakanir fyrrverandi starfsmanns Samherja, Jóhannesar Stefánssonar, séu rangar og að Samherji sé ekki sekur um af hafa á nokkurn hátt haft rangt við í gegn um starfsemi sína í Namibíu?“ var Borud spurður í tölvuskeyti Fréttablaðsins til hans í gær. Ennfremur var ráðgjafinn inntur eftir því hvort hann teldi orðspor Samherja hafa beðið hnekki vegna fréttaflutningsins og hvort von væri á frekari yfirlýsingum frá Samherja varðandi málið. Engin viðbrögð fengust frá Borud sjálfum heldur barst svar frá starfs- manni Samherja hér á Íslandi. „Við þökkum þér fyrir tölvupóstinn til Håkon Borud hjá First House. Við erum á þessum tímapunkti enn að vísa fjölmiðlum á fréttatilkynning- arnar á heimasíðu Samherja,“ sagði í tölvupósti sem barst frá Margréti Ólafsdóttur, aðstoðarmanni for- stjóra Samherja. Vísaði Margrét þar í tvær tilkynningar sem Sam- Samherji mun að sjálfsögðu, hér eftir sem hingað til, starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti í nami- bískum sjávarútvegi. Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Samherja Útnefndur tengiliður Samherja þögull Viðar Helgason f iskifræðingur segir tíðindin um framferði Sam- herja í Namibíu vera áfall fyrir sig og þá sem unnið hafa að þróunar- málum í Namibíu. Hann lýsir adragandanum að starfi Íslands í Namibíu þannig að íslensku ríkisstjórninni hafi borist bréf frá Namibíu mjög stuttu eftir að landið öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Eftir að Suður-Afríka dró sig út úr landinu hafi innviðakerfi landsins hrunið. Óskað hafi verið eftir aðstoð frá Íslandi við haf- rannsóknir og sjávarútvegsmál og Viðar var kominn út strax tveimur mánuðum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Namibíu haustið 1990. Hlutverk Þróunarsamvinnu- stofnunar í Namibíu var tvíþætt og fólst annars vegar í því að koma rannsóknarskipi Namibíumanna í stand og reka það og hins vegar að aðstoða við rannsóknir. Viðar segir að hópurinn hafi átt gott sam- starf við sjávarútvegsráðuneytið í Namibíu. Hann minnist samtals við þáverandi ráðuneytisstjóra um ástæður þess að leitað var til Íslands. „Hann sagði það við okkur berum orðum, það væri vegna þess að Namibíumenn álitu Íslendinga ólklegasta allra til að fara að sýna einhverja nýlendutilburði. Ísland væri svo lítið ríki og af því færi gott orð,“ segir Viðar. Ráðuneytisstjór- inn hefði sagt: „Við höfum búið við nýlendustefnu í hálfa öld og ætlum ekki að fara að f lytja hana inn sjálfir.“ Haukur minnist þess einnig sér- staklega hversu mikil áhersla var lögð á það af stjórnendum aðstoð- arinnar að blanda ekki einhverjum viðskiptahagsmunum íslenskra fyrirtækja í vinnuna. Þrátt fyrir það hafi verið töluverð tortryggni gagn- vart þeim í upphafi. „Það tók okkur töluverðan tíma að ávinna okkur traust heima- manna. Þegar þeim loksins skildist að við vorum hvorki komnir til að ýta undir íslenska hagsmuni né greiða götu íslenskra fyrirtækja, þá róuðust þeir,“ segir Viðar og undir- strikar að hlutverk Íslands hafi alltaf verið ráðgjöf en ekki yfirtaka á ákvörðunarvaldi. Með tímanum hafi Íslendingum sem unnu í Namibíu tekist að ávinna sér traust. Stjórnvöld þar hafi til dæmis lagt mikið traust á ráðgjöf Íslendinganna, ekki síst þegar illa gekk að ráða við Suður- Afríkumenn sem áttu gríðarlega mikið undir í veiðum á svæðinu. „Það varð ljóst nokkru eftir alda- mótin að Namibía var ekki lengur styrkhæf og formlegur endir varð á starfi okkar þar árið 2010 og starfið færðist annað, meðal annars til Malaví. Samherji kemur svo þarna inn ári seinna og það er ekki vafi í mínum huga að þeir byggðu á því orðspori sem við vorum búin að byggja upp,“ segir Viðar. Hann hefur áhyggjur af orðspori Íslands ekki síst þar sem við erum nú þegar að veita þróunaraðstoð í sunnanverðri Afríku. „Þessi ríki hafa alltaf haft ákveð- inn fyrirvara á Evrópuríkjum og ekki verður þetta til að bæta úr skák,“ segir Viðar og bætir við: „Þess vegna skipta viðbrögð íslenskra stjórnvalda út á við öllu máli. Ef umheiminum verður ekki sýnt að þetta teljist ekki góð latína á Íslandi mun enginn taka mark á okkur framar.“ Viðar telur reyndar að Íslend- ingar þurfi almennt að hugsa sinn gang þegar kemur að fiskveiðum og alþjóðasamskiptum. „Orðspor okkar í fiskveiðum er því miður farið að einkennast af því að við stöndum ekki við gerða samninga,“ segir Viðar og tekur dæmi um fiski- stofna sem fara milli lögsögu ríkja á borð við makríl, síld og loðnu. Hvalveiðar Íslendinga séu enn eitt dæmi. Tímabært sé að Íslendingar hugsi sinn gang. adalheidur@frettabladid.is Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á per- sónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. Íslendingar þurfi að hugsa sinn gang varðandi fiskveiðar og alþjóðasamskiptum FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK herji sendi frá sér í fyrradag og í gærkvöldi. „Á meðan er Alþjóðlega lög- mannsstofan Wikborg Rein í Noregi að rannsaka starfsemina í Afríku fyrir Samherja og verður send ný yfirlýsing um leið og niðurstaða úr þeirri rannsókn liggur fyrir. Sam- herji mun að sjálfsögðu, hér eftir sem hingað til, starfa með hlutað- eigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti í namibískum sjávarútvegi,“ bætti Margrét við. Beðin um að staðfesta að þetta svar þýddi þá að Fréttablaðið fengu hvorki við svör við spurningum sínum né þær upplýsingar sem forstjóri Samherja nefnir í bréfum sínum til RÚV og kveður hafa getað breytt þeirri frétt sem Kveikur síðan birti í fyrrakvöld kvað Margrét svo vera. „Já, Samherji er á þessum tíma- punkti ekki tilbúinn að svara nánar um málið.“ gar@frettabladid.is Namibíumaður úr sjávarútvegi þar í landi ásamt forstjóra Samherja. SAMHERJAMÁLIÐ 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 A -D D F C 2 4 3 A -D C C 0 2 4 3 A -D B 8 4 2 4 3 A -D A 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.