Fréttablaðið - 14.11.2019, Page 16

Fréttablaðið - 14.11.2019, Page 16
Teitur Guðmundsson læknir Þau eru glugginn að sálinni, sagði einhver og líklega er það rétt að þau gefa manni ansi mikla innsýn í líf og líðan einstaklingsins. Við getum séð gleði og hamingju, en einnig sorg og myrkur með því einu að virða þau fyrir okkur og umgjörð þeirra. Hver þekkir það ekki að sjá glampann í augum einhvers og skynja strax tengingu við þann einstakling? Það er ekki að ósekju að talað er um að ná augnsam- bandi sem er sterkara en flest önnur sam- skipti sem við eigum við aðra. Við notum augun til að sjá en það er ansi f lókið fyrirbæri í raun. Þau virka eiginlega eins og myndavél sem tekur við ljósi í gegnum linsuna og brýtur það á ákveðinn máta. Ljósið þarf svo að berast að sjónhimnunni þar sem það umbreytist í raf boð, þau berast síðan með sjóntaugum að svæði sem kallast sjónheilinn eða „visual cortex“ og fyrst þar verður myndin sem við sjáum til. Þannig að myndvinnslan ef svo mætti kalla fer fram í heilanum og þess vegna getum við séð myndir og dreymt án þess að hafa augun opin. Þeir sem aldrei hafa séð geta einnig gert sér að hluta grein fyrir hvernig hlutir líta út. Það er svo auðvitað svo að úrvinnslan úr því sem við sjáum eða lesum fer fram einn- ig með flóknum tengingum, skilningur, minni og úrvinnsla koma þar að til við- bótar við myndvinnslu augna og heila. Augun eru býsna flókin líffæri, við- kvæm og margvísleg vandamál geta hrjáð þau. Við sem sjáum erum svo vön því að við hugsum oft ekki nægjan- lega vel um þau og finnst það alveg sjálfsagt að geta horft á bíómynd, lesið bók eða einfaldlega horft út í nátt- úruna. Það er langt frá því að vera það og eru margir sem þurfa gleraugu eða viðlíka leiðréttandi tól til að geta sinnt daglegum störfum. Hér einu sinni var algengt að fá sýkingar í augun og gátu þær leitt til blindu, í dag er algengara að fá einfaldari veirusýkingar sem valda óþægindum en ganga yfirleitt niður án meðferðar og eftirkasta. Eftir því sem við eldumst breytast augun og þá geta myndast ský á auga- steinum, glákan getur stungið sér niður með auknum augnþrýstingi og svo geta margir lífsstíls- og bólgusjúkdómar haft veruleg áhrif. Þar má nefna sem dæmi sykursýki, sjúkdóm með eyðileggjandi áhrif á sjónina ef blóðsykurstjórnun er ábótavant. Ef við horfum á sjón sem mengi augna, sjóntauga og heila þá er augljóst að blæðingar, blóðtappar og æxli í heila geta einnig leitt til verulegra sjóntruflana eða jafnvel blindu þótt ekkert ami að augunum sjálfum. Þar sem augun eru eitt mikilvægasta og verðmætasta skynfæri okkar er sárgrætilegt að sjá til einstaklinga án hlífðargleraugna með slípirokkinn, logsuðutækið, f lugeldana og þannig mætti lengi telja. Augnslys við vinnu eða íþróttir eru algengasta orsök blindu hjá ungu fólki og mætti í f lestum til- vikum koma í veg fyrir þau með réttri vörn. Það er því augljóst að við sem sjáum og þykir það sjálfsagt getum átt í erfiðleikum með að setja okkur í spor þeirra sem það ekki gera. Breytingar á tækni og umhverfi gera það að verkum að hljóðbækur, fræðsla ýmiss konar og nálgun hefur þróast mjög hratt og til hagsbóta fyrir þennan hóp. En betur má ef duga skal, það er talsverð fötlun að vera blindur eða verulega sjón- skertur og því vert að hlúa vel að þeim sem glíma við slík vandamál. Augun þín merktur „hlusta“ á vefnum en þetta geta allir notfært sér. „Þetta nýtist fólki í alls konar aðstæðum þegar það er svolítið blint og sjónskert,“ segir hún, eins og til dæmis þegar fólk er í símanum í mikilli sól eða er að keyra. Gott aðgengi á vef gagnast öllum. „Þumalputtaregla í aðgengisvinnu er að hún bætir alltaf f læðið á vefnum,“ segir Rósa en vefir geta enn fremur orðið hraðari við að aðgengismálin séu tekin í gegn. „Það að tryggja aðgengi er ein tegund af gæðastjórnun sem er einfalt að ganga úr skugga um. Þá veit maður að það er búið að velta fyrir sér spurningum á borð við hvert sé markmiðið með þessari síðu og hvert fólk eigi að fara. Það verður allt skýrara. Ef vefurinn er góður fyrir blinda og sjónskerta þá er hann aðgengilegur öllum,“ segir hún en eitt erlent dæmi um þetta er að stór vefverslun í Svíþjóð fékk 3-4 prósenta aukna veltu eftir að hafa tekið aðgengismálin á vefnum í gegn. „Þótt fólk detti ekki alveg inn í okkar hóp samkvæmt skilgrein- ingum eru margir sem geta af alls konar ástæðum átt erfitt með að rata í gegnum ferli á vefsvæðum ef þau eru ekki vel skilgreind.“ Notkun íslensku tengist inn í þessi mál. „Það að texti sé vel skiljanlegur og einfaldur, að hann tjái það sem þarf að koma til skila, það getur skipt sköpum um hvernig maður ratar í gegnum svona ferli,“ segir Rósa. Myndum breytt í texta Dæmi um nýjungar í vinnslu á alþjóðavettvangi er hljóðleiðsögn í kortakerfi Google. „Tilgangurinn er að þú getir algjörlega án þess að kíkja á nokkurn skapaðan hlut fengið að vita hvar þú ert og hvar áfangastaðurinn þinn er. Þetta krefst mikillar nákvæmni í GPS,“ segir Rósa og bætir við að mikil vinna fari jafnframt fram í mynd- greiningum, því ferli að geta breytt myndum í texta. „Sjálf keyrandi bíllinn sér með myndavél og þarf að breyta þeirri mynd í eitthvað vitsmunalegt sem gervigreindin getur túlkað. Það eru alls konar umbreytingar að gerast í tengslum við gervigreind sem koma okkur mjög vel. Myndgreiningin eins og með þessum kínversku eftirlitsmyndavélum er orðin rosa- lega nákvæm, sem er siðferðilega slæmt, en rosalega gott fyrir blint fólk,“ segir Rósa og hlær við. „Við getum svo vel nýtt okkur þessar upplýsingar.“ Talar við dyrabjölluna Hún tekur dæmi af vini sínum í Sví- þjóð sem er með Google-dyrabjöllu tengda við Google Home-tækið sitt. „Hann er búinn að skanna inn myndir af f lestöllum sem hann þekkir og þegar einhver hringir dyrabjöllunni segir Google við hann: „Þetta er mamma þín,“ eða „Jói“, eða „einhver sem þú þekkir ekki“. Fyrir blint fólk sem býr eitt væri þetta frábær öryggisviðbót en eins og er er þetta bara aðgengilegt á ensku fyrir okkur,“ segir hún. „Við þurfum að spýta í lófana. Ríkisstjórnin á mikið hrós skilið fyrir að hafa fundið fé fyrir mál- tækniáætlun og henni hefur verið hrint í framkvæmt. Það mun gerast mjög margt á næstunni en við erum háð því að einhver af þessum tækni- risum ákveði að íslenskan sé áhuga- verð.“ Hún rifjar upp að Google hafi tekið íslenskuna með ekki síst fyrir tilstilli íslensks starfskrafts en því sé ekki að heilsa hjá Apple. „Það situr einhver manneskja hjá Apple með bunka af bréfum á borðinu hjá sér þar sem stendur að Hvenær kemur strætó? „Þetta er radd- aðstoðarmaður sem verður fáanlegur fyrir Android- og iPhone-snjallsíma og verður ókeypis. Fítusinn í þessum fína aðstoðarmanni er að hann bæði skilur og talar íslensku,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður hjá Mið- eind, um nýtt app sem verður formlega kynnt á degi íslenskrar tungu á laugardaginn. „Það er nýjungin,“ segir Vil- hjálmur um íslenskuna. „Þú getur spurt appið ýmissa spurninga með röddinni og svo svarar það með rödd,“ segir hann en hægt er að velja um kven- eða karlrödd. „Þetta fer allt fram á eðlilegri og rétt beygðri íslensku.“ Það er svokölluð prófunar- útgáfa sem verður kynnt til sögunnar núna. „Við ætlum að prófa þetta áfram með aðstoð almennings eftir því hvar áhuginn liggur og leitum að samstarfsað- ilum til að bæta virkni inn í appið.“ Aðstoðarmaðurinn getur svarað ýmsum spurningum. „Þegar appið kemur núna fyrst fram verður það duglegt að svara spurningum um strætó svo dæmi sé tekið. Það getur líka svarað spurningum um gengi gjaldmiðla, veðrið og veðurspána, hvar þú ert og hvað það er langt í ýmsa staði. Sterkasta hlið appsins verður strætó. Það getur sagt þér hvar næsta stoppistöð er, hvaða strætóar stoppa þar og hvenær þeir koma. Það eru meira að segja rauntímaupplýsingar um strætó. Appið getur líka sagt þér ef strætó er of seinn og allt er þetta á íslensku,“ ítrekar hann. „Þetta er hugsað fyrir allan almenning en tilkoma þessa apps gleður líka þá sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt með að nota skjá eða lyklaborð,“ segir Vilhjálmur. Máltæknivélin Greynir „Það er heilmikil máltæknivél á bak við þetta sem heitir Greynir. Hún les fréttir allan sólarhringinn alla daga. Máltæknivélin veit um titla á fólki og alls konar skilgrein- ingar á fyrirbærum,“ segir hann en til dæmis er hægt að spyrja hver sé seðlabankastjóri eða hver Katrín Jakobsdóttir sé og veit appið svarið við slíkum spurningum. „Við erum að raða saman tækni- púslum sem hafa smám saman orðið til og nú er loks hægt að koma þessu saman í heildarapp,“ segir Vilhjálmur en ljóstrað verður upp um nafnið á appinu á laugar- daginn. Þetta fer allt fram á eðlilegri og rétt beygðri ís- lensku. Vilhjálmur Þorsteinsson það þurfi að bæta íslenskunni inn í iOS en það hefur aldrei borist svar frá þeim. En svo gæti það gerst allt í einu. Það er allt til staðar til þess að gera þetta en það kostar auðvitað tíma og fjárfestingu.“ Innri vefir út undan Vinna stendur yfir varðandi inn- leiðingu tilskipunar frá Evrópusam- bandinu um aðgengismál á vefnum. „Hún gerir kröfu um að allir vefir sem eru að selja vöru og þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu séu aðgengilegir sem og opinberir vefir og líka innri vefir. Það sem er sárast að lenda í og það sem maður lendir oftast í ef maður er blindur er að innra kerfi á vinnustöðum er ekki aðgengilegt. Það eru dæmi um það að fólk hafi menntað sig í mörg ár, fái svo draumavinnuna en komist svo að því fyrsta daginn í vinnunni að skjálesturinn virkar ekki fyrir skráningarkerfið eða gagnagrunn- inn sem það er að vinna í.“ Hún segir að aðgengismálin hafi þá orðið út undan við gerð innra kerfisins því þá hafi enginn blindur verið að vinna á vinnustaðnum og þetta ekki endilega þótt skipta máli. „Þetta er svo rosalega sárt. Það hefur verið mikið lagt upp úr því í túlkun- inni á innleiðingunni á tilskipun- inni á Norðurlöndum að hún verði til að tryggja að maður geti unnið. Það er ótrúlega fúlt að þurfa að sitja heima á örorkubótum þegar maður hefur menntun og getu til að vinna, bara út af því að einhver setti kerfi upp á ákveðinn hátt.“ Dæmi um aðra tækninýjung sem nýtist mörgum eru hljóðbækur. „Gaman að því hve margir hafa upp- götvað ánægjuna í því að hlusta á bækur. Það getur verið mjög gaman að hlusta á bækur meðan maður vaskar upp eða keyrir í vinnuna. Hluti af þessari tæknibyltingu er að allt í einu erum við komin með græju í vasann sem er mörg tæki í einu. Ég sat í pásu á milli tíma um daginn, fór á Amazon, náði í nýju bókina hans Sjóns og var byrjuð að lesa hana án þess að hafa staðið upp úr stólnum!“ Munur að panta heim Hún tekur dæmi um hversu þægi- legt það sé fyrir marga að nýta sér ýmsar vefverslanir og pöntunar- þjónustu. „Það munar þvílíkt að geta pantað matinn heim heldur en að bíða í viku eftir liðveislu til að komast í Bónus. Fatlað fólk gerir ríkari kröfu um að taka þátt á eigin forsendum í dag. Við höfum ekki alltaf mannaf la til að veita þann stuðning. Það er erfitt að fá liðveislu og fólk í vinnu, þó maður fái jafnvel notendastýrða persónulega aðstoð. Það er góð lausn fyrir alla að bjarga sér sjálfur,“ segir Rósa. „Við sem höfum verið blind og sjónskert lengi erum oft f ljót að prófa hlutina. Ég var til dæmis fyrsta manneskjan sem ég veit um sem notaði Eldum rétt. Maður gríp- ur allt á lofti og sér möguleikana í því.“ Hún segir að ef afgreiðslan strandi á lélegu aðgengi sé það svekkjandi. „Maður getur kannski sett inn kortaupplýsingarnar en ekki ýtt á greiða. Eða valið vöruna en finnur ekki „mín karfa“ takkann. Maður er tilbúinn að leggja margt á sig en stundum er þetta ekki gerlegt. Það er ótrúlega frústrerandi.“ Rósu finnst spennandi tímar fram undan. „Fyrst  snerist tæknin svo mikið um tölur, megabæti og skjá- kort en nú erum við komin á stað þar sem við erum að reyna að byggja brú á milli okkar og vélanna. Það er svo skapandi staður að vera á.“ Framhald af síðu 14 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TILVERAN 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 A -D 9 0 C 2 4 3 A -D 7 D 0 2 4 3 A -D 6 9 4 2 4 3 A -D 5 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.