Fréttablaðið - 14.11.2019, Síða 18
Að Fjallabaki er fjöldi náttúruperlna sem eru mörgum lítt kunnar. Það kemur á óvart því þær eru steinsnar frá fjölförnum viðkomustöðum eins og Landmannalaugum og Laugaveginum, einhverri frægustu gönguleið í heimi.
Sumir þessara staða eru í felum og erfitt að komast að
þeim nema gangandi. Þetta á þó ekki við um ljós-
brúnt Laufafell og snoturt vatn, Laufavatn, sem liggur
við rætur þess og meðfram mosavöxnu Laufahrauni.
Laufafell sést víða af vestanverðu Fjallabaki, enda
1.164 m hátt. Þetta er dæmigerður stapi girtur hamra-
belti efst, líkt og Herðubreið og Hlöðufell, og að mestu
leyti úr líparíti eins og svo mörg fjöll á Torfajökuls-
svæðinu.
Talið er að Laufahraun hafi runnið eftir land-
nám en nokkrir gíganna sem það rann úr eru fylltir
vatni og kallast Grænavatn. Tiltölulega auðvelt er
að komast að Laufafelli á fjórhjóladrifnum bílum.
Stefnan er tekin á vistlegan skála Útivistar sem heitir
Dalakofi og stendur í 750 m hæð rétt norðan fjallsins
og er hann hitaður upp með jarðhita. Hægt er að velja
um nokkrar leiðir í Dalakofann, m.a. tvær af Fjalla-
baksleið nyrðri eða að sunnanverðu af Fjallabaks-
leið syðri. Hægt er að hefja gönguna frá skálanum
eða aka að rótum fjallsins vestan megin. Þar liggur
helsta gönguleiðin upp lausar skriður en suður- og
austurhlíðar fjallsins henta alls ekki til uppgöngu.
Af tindinum er frábært útsýni yfir að Hrafntinnu-
skeri og miðhluta Laugavegarins en einnig Reykjadali
sem státa af óteljandi gufuhverum í sundurskornum
ljósum giljum. Í suðri blasa Tindfjöllin við og í vestri
Rauðfossafjöll og sjálf Hekla. En það er Laufaþrennan
sem á athyglina skilið enda bjóða fell, vatn og hraun
upp á einstakt litaspil.
Fyrir þá sem ekki eru spenntir fyrir fjallgöngu er
tilvalið að ganga í kringum Laufafell. Frá Dalakofa
er gengið í austur og Markarfljótinu fylgt norðan við
Laufafellið. Þarna má sjá tilkomumikinn en nafnlaus-
an foss í Fljótinu, eins og bændur kalla Markarfljótið
á þessum slóðum. Haldið er áfram meðfram fjallinu
í litla gróðurvin austan þess sem kallast Hvannstóð.
Eftir það tekur Laufahraunið við með Laufavatni
og fjölda annarra tjarna sem sumar fela sig
í smágígum. Þetta er tæplega 15 km ganga
úr Dalakofa og tekur daginn en er mest á
jafnsléttu. Tilvalið er að gista í Dalakofa
og skoða fleiri náttúruperlur í sömu
ferð, t.d. Rauðfossafjöll og Reykjadali.
Svæðið hentar einnig sérlega vel
fyrir fjallahjól og hestaferðir.
Laufaþrenna
að Fjallabaki
Laufaþrennan
séð úr lofti, en
aðeins sést í
hluta Laufafells.
MYNDIR/ÓMB
Laufafell er stapi eins og Herðubreið og sést líka víða að.
Laufavatn og
Laufahraun
bjóða upp á
mikið litaspil og
umhverfi þeirra
er einstakt.
Tómas
Guðbjartsson
hjartaskurð-
læknir og
náttúruunnandi
og Ólafur Már
Björnsson
augnlæknir og
ljósmyndari
TILVERAN
1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:4
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
A
-C
5
4
C
2
4
3
A
-C
4
1
0
2
4
3
A
-C
2
D
4
2
4
3
A
-C
1
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K