Fréttablaðið - 14.11.2019, Qupperneq 22
Sykursýki týpa 1 getur verið lífsógnandi sjúkdómur og verkefni daglegs lífs geta
sannarlega verið áskorun fyrir ein-
staklinginn og nánasta umhverfi
hans. Rannsókn sem var gerð við
Stanford-háskóla í Kaliforníu í
Bandaríkjunum árið 2014 gaf til
kynna að einstaklingur með syk-
ursýki týpu 1 (hér eftir T1) tekur
að meðaltali um 180 ákvarðanir
vegna sjúkdómsins á degi hverjum.
Einstaklingar með T1 þurfa að búa
yfir góðri þekkingu á viðbrögðum
eigin líkama og áhrifaþátta á eigin
blóðsykurstjórnun til að geta við-
haldið eigin heilbrigði. Ótal þættir
hafa áhrif á blóðsykurstjórnun,
s.s. fæðuinntekt, hreyfing, insúlín-
gjafir, streita og veikindi. Fram-
þróun í meðferð og meðhöndlun
er hröð og hafa einstaklingar sem
greinast með sjúkdóminn tækifæri
á að viðhalda eigin heilbrigði með
hjálp tækninnar umfram það sem
áður þekktist.
Sykursýki er samheiti yfir sjúk-
dóma sem eiga það sameiginlegt að
valda of háum blóðsykri. T1 veldur
algjörum insúlínskorti, meðferð
er insúlín í stunguformi ævi-
langt. Meðferð með insúlíndælu
verður æ algengari. Dælan gefur
insúlín stöðugt undir húð og veitir
möguleika á blóðsykursíritun á 5
mínútna fresti. Nýjasta dælan á
íslenskum markaði leitast við að
halda blóðsykri stöðugum og lærir
á einstaklingsbundnar sveif lur.
Einstaklingar með T1 geta verið
mjög heilbrigðir þó þeir lifi með
lífsógnandi sjúkdóm. Erlendis er
talað um sykursýki sem ástand (e.
condition) en ekki einstaklinga
sem sjúklinga. Það er mikið afrek
að lifa með T1 svo árum skiptir
með jöfnum og góðum blóðsykri
og langtíma blóðsykurgildum á
pari við þá sem teljast heilbrigðir
án fylgikvilla sjúkdómsins. Sann-
gjarnt væri að uppskera væri í sam-
ræmi við slík afrek.
Ung kona lauk grunnnámi í
f lugumferðarstjórn árið 2012 og
fékk atvinnuf lugmannsskírteini
ári síðar. Þegar hún var í atvinnu-
leit sem f lugmaður greindist hún
með T1. Blóðsykurstjórnun hefur
alla tíð verið nánast fullkomin.
Blóðsykurinn viðráðanlegur og
hún hefur aldrei misst meðvitund
vegna of lágs blóðsykurs. Hár
blóðsykur hefur ekki verið vanda-
mál. Hún er ekki með af leiðingar
af sjúkdómnum, er heilbrigð og
hraust og stundar hlaup og lyft-
ingar. En má ekki starfa við það
sem hún hefur menntað sig til.
Í haust sótti 23ja ára kona um
námspláss í lögreglufræðum. Heil-
brigð og hraust kona sem hefur
lengi dreymt um að starfa í lög-
reglunni. Greindist fyrir 13 árum
með T1. Blóðsykurstjórnun hefur
yfirleitt gengið mjög vel, unglings-
árin áskorun eins og gengur. Hún
stundar reglulega hreyfingu og er
í góðu formi líkamlega og andlega.
Hún hefur námið með mikla eftir-
væntingu. Þegar nokkrar vikur
eru liðnar af fyrstu önn bóklegs
náms fer hún í læknisskoðun fyrir
starfsnámið. Hún fær ekki að hefja
starfsnám í lögreglufræðum þó að
heilbrigðisskoðunin hafi komið
vel út. Ástæðan er að „sykursýki
sem meðhöndluð er með insúlíni
og/eða öðrum blóðsykurlækkandi
lyfjum er útilokandi fyrir þátttöku
í náminu“. Með öðrum orðum
„computer says no“!
Sykursýki sem krefst lyfjameð-
ferðar er útilokandi þáttur fyrir
ákveðin störf á Íslandi. Það á við
um f lug menn, lög regluþjóna,
sjúkraf lutningamenn og slökkvi-
liðsmenn. Það er þó ekkert því til
fyrirstöðu að einstaklingar með
sykursýki týpu 1 mennti sig til
starfa á sjúkrahúsum landsins. Það
er ekkert því til fyrirstöðu að ein-
staklingur með T1 sé heilaskurð-
læknir á Íslandi á sólarhrings-
vöktum svo dæmi sé tekið.
Hvaða faglegu gagnreyndu rök
geta legið fyrir útilokun sem þess-
ari árið 2019? Leitað hefur verið
svara frá þeim aðilum sem bera
ábyrgð á matinu hér á landi. Svarið
sem fengist hefur er: svona er þetta
á hinum Norðurlöndunum og
hefur verið svona síðustu 10 árin.
Er ekki orðið tímabært að endur-
skoða reglurnar hér á landi?
Reglurnar eru sannarlega sambæri-
legar á hinum Norðurlöndunum.
Þar hafa háværar raddir kveðið á
um mikilvægi endurskoðunar á
reglum og að draga úr mismunun.
Í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kan-
ada eru reglur þessar ekki á eins
alhæfandi hátt. Einstaklingar með
T1 eru þar jafnvel í æðstu stöðum
lögreglunnar. Þar er heilbrigði
metið ef engir fylgikvillar ástands
(e. condition) eru til staðar sem
geta haft áhrif á hæfni til starfs. Í
upphafi þessa mánaðar var brotið
blað í sögu einstaklinga með T1 í
Kanada þegar fyrsti atvinnuf lug-
maður með sjúkdóminn hóf störf
sem atvinnuf lugmaður. Reglur/
leiðbeiningar hafa verið gerðar
þar um hvernig blóðsykurstjórn-
un skuli háttað fyrir f lugtak og á
meðan á f lugi stendur, endurmat á
heilbrigði verður árlegt.
Mat á heilbrigði þarf að vera
gert á ígrundaðan einstaklings-
bundinn hátt og uppfært í takt við
nútíma læknavísindi. Heilbrigðir
einstaklingar sem takast á við
verkefni hversdagsins á framúr-
skarandi hátt eiga rétt á tækifærum
sem þeir hafa unnið fyrir með því
að bera ábyrgð á þeim baldna lífs-
förunaut sem T1 getur verið. Það er
hvatning fyrir unga fólkið okkar
til að bera ábyrgð á eigin lífi og að
sinna þessum auka farangri með
glæsibrag.
Heilbrigð – með sykursýki
Útilokun fyrir störf á Íslandi
Ingibjörg Th.
Hreiðarsdóttir
ljósmóðir MS
og hjúkrunar-
fræðingur BS Einstaklingar með T1 geta
verið mjög heilbrigðir ein-
staklingar þó þeir lifi með
lífsógnandi sjúkdóm. Er-
lendis er talað um sykursýki
sem ástand (e. condition)
en ekki einstaklinga sem
sjúklinga. Það er mikið af-
rek að lifa með T1 svo árum
skiptir með jöfnum og góð-
um blóðsykri og langtíma
blóðsykurgildum á pari við
þá sem teljast heilbrigðir án
fylgikvilla sjúkdómsins.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
5
1
1
4
H
y
u
n
d
a
i
i2
0
a
lm
e
n
n
5
x
2
0
á
g
ú
s
t
Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 | www.hyundai.is
Nýr og spennandi
Hyundai i20.
Sýndu skynsemi. Veldu nýjan i20.
Nýr i20 er fáanlegur með sjálfvirkri neyðarhemlun, akreinavara og sjálfvirkri hækkun og lækkun
aðalljósa. Innréttingin hefur fengið nýtt og vandaðra yfirbragð, nýr 7" snertiskjár nýtir sér
fullkomnustu margmiðlunartækni á borð við Apple CarPlay™ og Android Auto™.
Verið velkomin að reynsluaka nýjum og glæsilegum Hyundai i20.
Verð frá:
2.390.000 kr.
Hyundai býður viðskiptavinum sínum upp á eina víðtækustu
ábyrgð sem völ er á. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára
verksmiðjuábyrgð og ótakmarkaður akstur.
1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:4
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
A
-D
4
1
C
2
4
3
A
-D
2
E
0
2
4
3
A
-D
1
A
4
2
4
3
A
-D
0
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
7
2
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K