Fréttablaðið - 14.11.2019, Síða 40

Fréttablaðið - 14.11.2019, Síða 40
Góðir hlutir gerast hægt og hefur litli barnakórinn við Tjörn- ina fengið að vaxa og dafna síðustu árin. Syngjandi börn í kórn- um eru nú 35 talsins á aldrinum 6-11 ára. Safnaðarráð ákvað í tilefni af 90 ára afmæli orgelsins að kaupa nýtt spilaborð sem væri meira í takt við hið gamla hljóðfæri. Það gekk eftir og 2017 kom nýtt borð sem Björgvin Tómasson orgelsmiður og Margrét Erlingsdóttir rafvirki tengdu. Með í för var orgel-smiðurinn Kramer frá Sauer-verksmiðjunum í Frankfurt við ána Oder. Hann setti upp orgelið ásamt Ísólfi Pálssyni, hljóðfærasmið og uppfinninga- manni, föður Páls Ísólfssonar tónskálds og organista, og Pálmari syni hans. Hluti orgelhússins var smíðaður hér á staðnum. Upp- sett kostaði hljóðfærið 41.500 krónur, sem nam andvirði tveggja einbýlishúsa, og var langstærsta hljóðfæri landsins. Það var við hæfi þar sem Frí- kirkjan var stærsta samkomuhús á landinu á þeim tíma. Um þær mundir voru Sauer-verksmiðj- urnar komnar í eigu Walcker- fyrirtækisins en tengsl Walckers og Sauers voru í stuttu máli þau að Paul Walcker (1846-1928) gekk til liðs við Wilhelm Sauer 1892 og varð framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og síðan eigandi þess árið 1910. Talað hefur verið um þennan tíma sem hápunkt á blómaskeiði Sauer-orgelanna. Sauer andaðist 1916, en ári síðar lét Paul Walcker reksturinn í hendur frænda síns, Oscars Walcker (1869-1948). Sá stjórnaði þá bæði Walcker- og Sauerfyrirtækinu þótt rekstur þeirra væri aðskilinn. Orgelverk- smiðja W. Sauer starfaði sjálfstætt með Walcker sem eiganda, fyrst Paul og svo Oscar, eins og fram kemur á skilti fyrsta spilaborðs Fríkirkjuorgelsins. Orgelið var það sem kallað er pneumatískt, en þá fara boð frá nótnaborði að vindhlöðu í gegnum blýrör með loftþrýstingi. Svörun í slíkum hljóðfærum er jafnan sein en í þessu tilviki var hún líklega óvenju sein því að þegar orgel Hafnarfjarðarkirkju var sett upp 1955 voru orgelsmiðirnir beðnir að kíkja niður í Fríkirkju og freista þess að stytta svörunartímann. Það mun ekki hafa tekist, en eitt af því sem organistarnir kvörtuðu jafnan yfir var að ómögulegt væri að spila staccato. Páll Ísólfsson hóf störf við Fríkirkjuna haustið 1926 og var orgelið keypt „svo viðunandi orgel til afnota fyrir hr. Pál væri í kirkjunni“, segir í bréfi nokkurra aðila í Reykjavík sem tóku sig saman ásamt stjórn safnaðarins og öfluðu fjár til orgelkaupanna. Árið 1939 gerðist Páll organisti við Dómkirkjuna. Við stöðunni í Fríkirkjunni tók þá Sigurður Ísólfsson, bróðir Páls og jafnframt nemandi. Sigurður var lærður úrsmiður og var hann natinn við að halda hljóðfærinu við, en pneumatísk orgel eru viðkvæm og þarfnast töluverðrar alúðar. Pálmar, bróðir Sigurðar, tók org- elið tvisvar í gegn, seinna skiptið 1957, en að sögn Sigurðar var það aðeins hreinsað lauslega frá þeim tíma alveg fram til 1985. Þá var ástandið orðið frekar bágborið og ákvað safnaðarstjórn kirkjunnar að undirlagi Pavels Smid, nýráðins organista og eftirmanns Sigurðar, að fara í gagngerar breytingar á orgelinu. Klippt var á blýrörin frá spilaborðinu, því hent í burtu og sett nýtt rafspilaborð. Orgelið var stækkað um 5 raddir til að ná meiri snerpu í hinn rómantíska og sym- fóníska hljóm. Nýja spilaborðið var afar nýtískulegt í útliti, ósam- hverft með plexígler í nótnastat- ífi. Það flýtti svörun orgelsins til muna og hafði mikla minnisrýmd fyrir raddir. Ef til vill var f lóknara að panta svona hluti eins og spilaborð í þá daga og vera í samskiptum við erlend fyrirtæki. Að minnsta kosti þótti mörgum spilaborðið ekki vel heppnað og fannst það ekki vera í stíl við þetta gamla hljóðfæri. Margir gagnrýndu þann óaftur- kræfa gjörning að henda pneumat- íkinni og bentu á að hér væri enn eitt slysið í orgelsögu Íslands. Breytingin var þó í anda ákveðinn- ar stefnu sem viðgekkst víða þar sem gömlum orgelum af þessari gerð var fargað eða breytt á sama hátt og í Fríkirkjunni. Þetta gerðist bara aðeins seinna hér á Íslandi því þegar um miðjan 9. áratuginn var komin fram öflug hreyfing í Evrópu um að bjarga og endur- byggja gömlu rómantísku orgelin í upprunalegum stíl. Hvað sem þessu leið eltist spilaborðið illa bæði í útliti og endingu. Þegar undirritaður kom til starfa 2012 var kominn draugagangur í borðið. Ef til vill voru bræð- urnir Páll, Sigurður og Pálmar Ísólfssynir að mótmæla þessum gjörningi úr öðrum heimi. Sumar nótur voru farnar að kúplast upp fyrir sig þannig að rödd úr I. borði kom á undarlegan hátt sterk inn á II. borði. Spilaborðið var einfald- lega ekki nógu vandað til að það borgaði sig að senda það utan og láta endurnýja rafkerfið. Safnaðarráð ákvað í tilefni af 90 ára afmæli orgelsins að kaupa nýtt spilaborð sem væri meira í takt við hið gamla hljóðfæri. Það gekk eftir og 2017 kom nýtt borð sem Björg- vin Tómasson orgelsmiður og Mar- grét Erlingsdóttir rafvirki tengdu. Borðið var fært til eldra útlits með tökkum úr handmáluðu postulíni og í pastellitum; hvítt, bleikt, blátt og grænt – en þannig voru litirnir á upprunalega spilaborðinu – arfur frá Walcker. Bætt var við áttunda- kúplingum á öll borð en upphaf- lega voru þær bara tengdar III. borði (en hægt að kúpla niður í II.). Mikill gleðigjafi og aukið nota- gildi var að fá MIDI í spilaborðið en það er eins og margir þekkja samskiptastaðall sem gerir mögu- legt að taka upp rafrænt og stýra borðinu frá hvaða rafhljómborði eða tölvu sem er. Einnig er hægt að nota orgelið sem stjórnborð fyrir önnur rafhljóðfæri. Orgelið er (síðan 1985) elektro-pneumatískt, 41 rödd sem skiptist á 3 borð og pedal. Það hefur tvö swellverk og general crescendo. Orgel Fríkirkjunnar er elsta pípuorgel landsins sem enn er í notkun. Það er smíðað í róman- tískum stíl og hefur einstaklega mjúkan hljóm. Gunnar Gunnarsson, tónlistar- stjóri Fríkirkjunnar Um orgel Fríkirkjunnar Í maíbyrjun árið 1926 komu til landsins með Lagarfossi 42 kassar frá Þýskalandi. Farmurinn sem vó 11 tonn innihélt nýtt orgel fyrir Fríkirkjuna í Reykjavík. Með í för var orgelsmiðurinn Kramer. Orgelið í Fríkirkjunni er einstaklega glæsilegt. Hvað er fallegra en syngjandi börn? Það var á aðventu árið 2012 að spurning kom frá Gunnari Gunnarssyni, organista Fríkirkjunnar í Reykja- vík, hvort ég hefði nokkur börn á mínum snærum sem gætu komið og sungið á aðventukvöldi kirkjunnar. Ég hóaði saman í lítinn engla- hóp sem söng inn jólin ásamt fríðu föruneyti Sönghópsins við Tjörnina. Barnakórastarf í Frí- kirkjunni hafði þá legið í dvala um langt skeið en þessi stund bjó til lítinn draum hjá mér að stofna Barnakórinn við Tjörnina. Fríkirkjan er dásamlegur staður og vildi ég skapa tækifæri fyrir börn að koma í fallegu kirkjuna okkar og eiga góðar stundir í söng og leik. Draumurinn varð mjög f ljótt að veruleika og með hjálp Gunnars og Hjartar Magna auk velvildar safnaðarráðs var fyrsta æfing haldin í mars 2013. Tíu hressir krakkar mættu til leiks og sungu saman fram á sumar. Tilraunin um að opna kirkjuna fyrir söngelskum börnum tókst og var lagt kapp á að efla hópinn og starfið. Góðir hlutir gerast hægt og hefur litli barnakór- inn við Tjörnina fengið að vaxa og dafna síðustu árin. Syngjandi börn í kórnum eru nú þrjátíu og fimm talsins á aldrinum 6-11 ára. Á hverjum þriðjudegi fyllist kirkjan af kátum krökkum og húsið iðar af lífi. Foreldrar og systkini njóta þess að fylgjast með og einn og einn ferðamaður lítur inn. Allir fara heim með gleði í hjarta. Barnakórinn við Tjörnina tekur virkan þátt í safnaðarstarfi Fríkirkjunnar og syngur í fjöl- skylduguðsþjónustum einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Eins tekur kórinn þátt í aðventukvöldi og sýnir jólaleikþátt á jólatrés- skemmtun kirkjunnar. Helgihald á páskum er einnig mikilvægur punktur í okkar starfi. Samstarf við aðra barnakóra hefur verið farsælt. Kórinn hefur tekið þátt í sameiginlegum tónleikum og tekið þátt í frumflutningi á nýrri barnakóratónlist eftir Ásbjörgu Jónsdóttur. Verkefnin eru marg- vísleg og fjölbreytt. Í lagavali leitast ég við að f lytja lög við hæfi barnanna auk þess að kynna fyrir þeim fjölbreytta sálmatónlist. Fjölskylduguðsþjónusturnar í Fríkirkjunni gefa börnunum tækifæri til að koma fram og uppskera sína vinnu. Þar kynnast þau helgihaldinu, prestinum, organistanum og því dásam- lega fólki sem starfar í kirkjunni. Börnunum fylgja mjög gjarnan fjölskyldur sem mæta til kirkju og er aldrei þéttar setið í kirkjunni en þegar fermingar ungmenni og barnakórinn koma saman. Fyrstu söngvarar í kórnum góða eru nú orðnir unglingar. Það er gaman að hitta þá og kórforeldra á förnum vegi og finna fyrir þakklæti gagn- vart starfinu í kirkjunni. Þarna er takmarkinu náð. Ég má til með að þakka fyrir farsælt samstarf mitt við Gunn- ar organista og hljómsveitina Möntru. Það eru forréttindi að fá að syngja við undirleik fagmanna og barnsraddirnar skína þá enn skærar. Við erum svo sannarlega heppin að fá að starfa saman undir græna þakinu við Tjörnina. Álf heiður Björgvinsdóttir, kórstýra við Tjörnina Barnakórinn við Tjörnina Barnakórinn syngur hér við barnamessu í Fríkirkjunni undir stjórn Álf- heiðar Björgvinsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Álfheiður Björgvinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 12 FRÍKIRKJAN 120 ÁRA 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 A -E 7 D C 2 4 3 A -E 6 A 0 2 4 3 A -E 5 6 4 2 4 3 A -E 4 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.