Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 41
Fríkirkjan var stofnuð rétt í lok 19. aldar en jarðvegurinn var frjór og grundvöllurinn var
lagður löngu, löngu fyrr. Í raun má
rekja stofnun Fríkirkjunnar alla
leið aftur til Nýja testamentisins
og tíma frumkirkjunnar sbr. orð
sr. Lárusar Halldórssonar, fyrsta
prests Fríkirkjunnar: „Þeir söfn-
uðir, sem guði hafa verið þóknan-
legastir, hafa án efa verið hinir
fyrstu kristnu söfnuðir á postula og
píslavættistímanum. En þeir voru
allir fríkirkjusöfnuðir.“
Siðbreyting
Rúm 500 ár eru nú liðin frá því að
Marteinn Lúter festi 95 greinar
sínar á hurð Hallarkirkjunnar í
Wittenberg og hóf þar með sið-
breytinguna. Siðbreytingin hér
á landi kom síðar og fól margt
neikvætt í sér en hið jákvæða vó
þó þyngra. Með mótmælum sínum
tengdi Lúter kristna trú aftur við
samfélagslegt réttlæti, frelsi, lýð-
ræði og jafnræði. Hann mótmælti
kröftuglega þegar kirkjustofnunin
var farin að upphefja og dýrka
sjálfa sig í stað þess að framganga í
hógværum anda Jesú frá Nasaret. Í
þeim lúterska jarðvegi á Fríkirkjan
sínar rætur.
Upplýsing og mannréttindi
Rekja má forsendur Fríkirkjunnar
aftur til upplýsingarinnar á seinni
hluta 18. aldar, til sjálfstæðisyfir-
lýsingar Bandaríkjanna árið 1776
og mannréttindayfirlýsingar
Frakka frá 1789. Þessir atburðir
endurspegluðu umskipti í hugar-
fari; endalok eldri heimsmyndar og
stjórnarhátta og upphaf nútíma-
legra, vestrænna viðhorfa í
stjórnmálum og í málefnum trúar
og kirkju. Þeir fólu í sér afnám ein-
valdsins, konungsvalds, lénsveldis-
skipulagsins, forréttinda aðals-
manna, klerkastéttar og þrúgandi
kirkjuvalds. Þeir fólu í sér aukin
réttindi hinna almennu borgara,
vaxandi miðstéttar þar sem mann-
réttindi voru í fyrirrúmi.
Grasrótarhreyfing
Við Íslendingar fengum trúfrelsi
afhent frá Dönum með stjórnar-
skránni árið 1874. Fyrstu árin
áttuðu menn sig ekki á þessu
nýfengna frelsi. En síðan fóru hlutir
að gerast. Í byrjun níunda ára-
tugar 19. aldar var fríkirkja stofnuð
í Reyðarfjarðarhreppi hinum
forna. Sr. Lárus Halldórsson varð
þar fyrsti fríkirkjuprestur hér á
landi. Hann var síðar kosinn fyrsti
prestur Fríkirkjunnar í Reykja-
vík. Sterk áhrif komu einnig frá
Íslendingabyggðum í Kanada og
Norður-Ameríku þar sem menn
höfðu góða reynslu af aðskilnaði
ríkis og kirkju.
Fríkirkjan var því grasrótar-
hreyfing og nýtt lýðræðisafl í
ferskum anda nýfengins trúfrelsis.
Hún var stofnuð af íslenskri alþýðu
en ekki goðum, höfðingjum,
konungum eða öðrum valds- eða
embættismönnum. Fríkirkjan
gegndi síðan mikilvægu hlutverki í
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Tuttugasta öldin
Kirkjubyggingin reis í sinni fyrstu
mynd við Tjörnina árið 1903. Ári
síðar var ákveðið að stækka hana
um helming og enn aftur var hún
stækkuð árið 1925. Þeir sem reistu
og stóðu að baki voru íslenskir
iðnaðarmenn, barnmargar verka-
mannafjölskyldur, fjölskyldur
sjómanna og bænda sem voru
að flytja til Reykjavíkur á þeim
tíma. Um 200 fjölskyldur gengu
í Fríkirkjusöfnuðinn við stofnun
hans. Þær fundu sig ekki heima í
hinni dönsku dómkirkju þar sem
danskir fyrirmenn og íslenskir
embættismenn þeirra áttu allra
bestu og fremstu bekkina sem lok-
aðir voru af með hlerum. Íslensk
alþýða mátti ekki óhreinka sætin
með því að setjast í þau og varð því
að vera aftast, eða úti.
Danskt stjórnsýsluapparat
Þjóðkirkjufyrirkomulagið með
sínum landfræðilegu sóknarmörk-
um var og er enn í vissum skilningi
leifar af dönsku stjórnunarfyrir-
komulagi, hannað til að halda
landanum í skefjum. En á fyrri-
hluta aldarinnar tilheyrði rúmur
þriðjungur ef ekki hátt í helmingur
allra íbúa Reykjavíkur Fríkirkju-
söfnuðinum hér við Tjörnina. Á
100 ára afmæli Fríkirkjunnar í
Reykjavík þann 21. nóvember 1999
flutti þáverandi forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, eftir-
farandi orð í Fríkirkjunni:
„Hér hafa þúsundir Reykvíkinga
komið saman í bæn og þakkar-
gjörð, leitað huggunar og líknar í
sorg og efa, fagnað skírn og ferm-
ingu, játast guði og frelsaranum á
þann hátt sem best hæfir trúar-
þörf hvers og eins. Hér eignuðust
Íslendingar lifandi minnisvarða
um þá framsækni sem einkenndi
bjartsýna þjóð í árdaga aldarinnar:
kirkju sem snemma varð hugljúft
kennileiti ungrar höfuðborgar;
turninn og spegilmynd hans
í Tjörninni: tákn um samspil
fegurðar og framfaravilja, kenni-
mark þeirrar kynslóðar sem færði
Íslandi fullveldi og sjálfstæðan sess
í samfélagi þjóðanna. Fríkirkjan
í Reykjavík hefur verið samferða
öldinni og varðveitir í sögu sinni
enduróm og minningu þeirra við-
burða, umróts og hugsunar sem
hægt og bítandi gerðu Íslendingum
kleift að vera á eigin forsendum
þjóð meðal þjóða.“
Hindranir í ytri umgjörð
Árið 1966 var lítil reglugerð sett
til höfuðs Fríkirkjunni. Hún var
unnin í samvinnu fjármála- og
kirkjumálaráðuneyta og fór frekar
leynt en olli verulegum straum-
hvörfum í trúfélagaskráningu
landsmanna. Starfsemi Fríkirkj-
unnar var takmörkuð við ákveðin
afmörkuð landsvæði og fólk var
sjálfkrafa skráð úr Fríkirkjunni
við það eitt að það færði lögheimili
sitt á milli svæða. Ef fólk flutti
til útlanda, t.d. til að fara í fram-
haldsnám í örfá ár, en kom síðan
aftur heim í sama húsnæðið þá
var sjálfkrafa búið að skipta um
trúfélag, óumbeðið. Mikið var um
að fjölskyldur flyttu og skiptu um
lögheimili á þessum tíma.
Mannréttindi brotin á
fríkirkjufólki
Afar fáir tóku eftir auglýsingunni
á sínum tíma en áhrif hennar
voru gífurleg. Vegna hennar voru
þúsundir félaga teknar af félaga-
skrá Fríkirkjunnar og skráðar í
þjóðkirkjuna án vitundar eða sam-
þykkis. Nú eru afkomendur þessa
fólks orðnir margfalt f leiri og hafa
þeir ómeðvitað greitt trúfélags-
gjöld sín til þjóðkirkjunnar í fjöl-
mörg ár án þess að ætla sér það. Ef
svona nokkuð viðgengist í dag væri
það talið mannréttindabrot.
Sjálfvirk skráning úr
fríkirkjum í þjóðkirkjuna
Reglugerðin fékkst ekki afnumin
fyrr en rúmum aldarfjórðungi
síðar, þ.e. árið 1992 eftir langa
baráttu fríkirkjufólks. Ætla mætti
að opinberir talsmenn ríkis-
kirkjunnar hefðu fagnað því að
evangelískir lúterskir fríkirkju-
söfnuðir væru loks leystir úr
búsetuhömlum hins opinbera. En
það fór fjarri. Talað var niður til
Fríkirkjunnar og þáverandi biskup
Íslands, Ólafur Skúlason, sagði að
úr þessu hefðu fríkirkjusöfnuðir
sömu stöðu og sértrúarsöfnuðir og
gat ekki samglaðst fríkirkjufólki er
það náði fram sínum réttindum.
Þrátt fyrir búsetuhömlur og
sjálfvirka úrskráningu í meira en
aldarfjórðung og þau milljarða
forréttindi sem þjóðkirkjan hefur
notið umfram önnur trúfélög þá
náði Fríkirkjan að halda sínum
kúrs og meira en það, safnaðar-
meðlimum fór að fjölga aftur.
Tuttugasta og fyrsta öldin
Á þeim tæpu tveim áratugum sem
liðnir eru af þessari öld hefur með-
limafjöldi Fríkirkjunnar tvöfaldast.
Þann 6. september sl. gerði ríkið
milljarða framtíðarsamning við
það trúfélag sem mestra forrétt-
inda nýtur og allra mest fækkar
í. Í síðustu 2-3 áratugina hefur
fækkað meira í þjóðkirkjunni en í
nokkru öðru trúfélagi. En nú virðist
samningur gerður án þess að nokk-
urt tillit sé tekið til fækkunarinnar
hvorki í fortíð né nútíð og því mun
hlutur þjóð/ ríkis kirkjunnar enn
vaxa hlutfallslega þar sem allar líkur
eru á enn frekari fækkun. Á meðan
eru trúfélags/sóknargjöld hinna
frjálsu trúfélaga stöðugt að lækka
þrátt fyrir jafna og stöðuga fjölgun
félaga. Sóknargjöld hafa rýrnað að
verðgildi sínu um 45% frá 2009. Mis-
mununin mun því aukast verulega.
Bara hugmynd
Hugmyndin sem liggur að baki
kirkjujarðasamkomulaginu milli
ríkis og ríkis/þjóðkirkjunnar er
bæði gölluð og skaðleg. Kirkjujarða-
samkomulagið er bara léleg hug-
mynd sem sett hefur verið í lagalegt
pappírsform. Hugmyndin skaðar
báða aðila sem að koma. Öllum hug-
myndum má breyta, það er okkar
henda út þeim gölluðu og skaðlegu
og móta nýjar, til framtíðar fyrir
almannaheill og framtíð þjóðar.
Núverandi fyrirkomulag trúmála
í okkar lýðræðissamfélagi þjónar
fyrst og fremst einu trúfélagi, einni
ríkistrúarstofnun umfram öll önnur
frjáls trúfélög, lútersk sem og önnur.
Fyrirkomulagið hefur valdið firr-
ingu og flótta þjóðarinnar frá öllu
því sem telst trúarlegt.
Turnarnir tveir
Í tölum þjóðskrár um trúfélags aðild
landsmanna er að finna tvo risa-
turna. Fyrri stóri turninn á grafinu,
vísar beint niður á við, er í mínus
og vitnar um úrsagnir úr þjóðkirkj-
unni; þrír á dag. Hinn turninn vísar
hátt upp í loft, er í plús og vitnar um
alla þá sem hafa fengið nóg og vilja
halda sig utan allra trúfélaga. Óorði
hefur verið komið á trú og trúfélög
með núverandi fyrirkomulagi,
þjóðin er á flótta undan þessum
ótrúverðugleika og ábyrgðin liggur
hjá þjóðkirkjustofnuninni og ríki.
Við höfum öll fengið nóg af trú-
félagaþrasi. Fríkirkjan við Tjörnina
má vel leysast upp í sínar frumeindir
þegar hún hefur komið góðu til
leiðar og stuðlað að jafnræði trú-
félaga og lífsskoðunarfélaga. En við
höfum enn verk að vinna.
Fram undan
Áskoranir tuttugustu og fyrstu
aldarinnar eru fjölmargar. Víða í
heimi og all víða nærri okkur, er
þrengt að þeim mannréttindum
sem margir á undan okkur hafa
barist fyrir með blóði, svita og
tárum. Mannréttindi sem við
höfum talið svo sjálfsögð. En öllu
því er nú ógnað. Víða er sjálft
lýðræðið haft að háði, leikið með
það, til að skapa sundurleitni og
óstöðugleika, fyrir sterka mann-
inn. Við þurfum að standa vörð.
Græn og grasrótarvæn
21. öldin er ekki okkar hinna mið-
aldra, hún er afkomenda okkar.
Við höfum ekki erft jörðina frá for-
feðrum okkar til að gera hvað sem
er, heldur höfum við fengið hana að
láni frá komandi kynslóðum og við
skilum ekki góðu búi. „Húsið okkar
brennur“ heitir baráttusaga hinnar
16 ára Gretu Thunberg. Skyldi
Fríkirkjan við Tjörnina og Kvosin
vera komin undir sjó eftir ein-
hverja áratugi? Krefjandi verkefni
bíða trúfélaga, lífsskoðunarfélaga
og trúarbragðanna allra á sviði
umhverfis- og náttúruverndar. Þar
hafa þau öll í fjölbreytileika sínum
mikilvægu hlutverki að gegna.
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson
Fríkirkja á þremur öldum
Fríkirkjan fagnar 120 ára tímamótum, nú þegar hún hefur starfað rúman fjórðung þess tíma sem
liðinn er frá siðaskiptum hér á landi. Mörg krefjandi verkefni bíða kirkjunnar í framtíðinni.
Fríkirkjan við Tjörnina í fallegri morgunskímu í miðbæ Reykjavíkur.
1995 2000 2005 2010 2010 2015 2020
2000
1600
1200
800
400
0
✿ 45% Rýrnun – Þróun reiknaðra og
greiddra sóknargjalda 1997–2020
✿ Opinber framlög
til þjóðkirkjunnar 2020*
Launagreiðslur 2.374.700.000
Rekstrarkostnaður o.fl. 368.400.000
Framlag til sjóða 711.400.000
Samtals 3.454.500.000 **
*Sóknargjöld sem innheimt eru með tekjuskatti ekki meðtalin.
** Tölur eru áætlaðar skv. viðbótarsamningi íslenska ríkisins og þjóð-
kirkjunnar, dagsettum. 6. september 2019 sem er með fyrirvara um
samþykkt Alþingis.
Tölur eru á verðlagi ársins 2018.
✿ Milljarða mismunun –
Framlög til 17 frjálsra
kristinna söfnuða ***
Launagreiðslur 0
Rekstrarkostnaður o.fl. 0
Framlag til sjóða 0
Samtals 0
***41.000 einstaklingar eru skráðir í þessa
söfnuði.
Um sl. áramót stóðu 124.400 manns utan
þjóðkirkjunnar.
n Sóknargjald pr. mánuð n sóknargjald m.v. launav.
13FRÍKIRKJAN 120 ÁRA F I M MT U DAG U R 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9
1
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:4
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
A
-F
6
A
C
2
4
3
A
-F
5
7
0
2
4
3
A
-F
4
3
4
2
4
3
A
-F
2
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K