Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 14.11.2019, Blaðsíða 62
okkar allra Landsleikir í beinni Undankeppni EM karla í fótbolta Tyrkland – Ísland fim. 14.11 kl. 16.15 á RÚV Moldóva – Ísland sun. 17.11. kl. 19.20 á RÚV Undankeppni EM kvenna í körfubolta Ísland – Búlgaría fim. 14.11. kl. 19.45 á RÚV 2 Grikkland – Ísland fim. 17.11. kl. 14.50 á RÚV KVIKMYNDIR Doctor Sleep Leikstjórn: Mike Flanagan Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Rebecca Ferguson, Kyliegh Curran, Cliff Curtis Skáldsagan The Shining frá 1977 og samnefnd kvikmynd frá 1980 eru í raun tvö sjálfstæð listaverk. Stanley Kubrick gerði sér góðan mat úr bók Stephens King þegar hann kvik- myndaði hana þótt viðtökurnar hafi verið blendnar þangað til fólk áttaði sig á að myndin er margbrot- ið og óþolandi ágengt meistaraverk. King sjálfum varð þó bumbult af þessum ískalda graut sem Kubrick hrærði upp úr fjölskylduharmleik hans og fordæmdi það sem hann telur kalda og tilfinningadauða sýn á þá sturlun sem þekktir hótel- draugar kveiktu í óstöðuga alkó- hólistanum Jack Torrance sem aftur kallaði skelfilega ógæfu yfir konuna sína Wendy, soninn unga Danny og sjálfan sig auðvitað. Bara svona eins og alkar gera. Blóðuga AA-bókin King segist aldrei hafa getað sleppt alveg takinu af Danny og loksins þegar hann ákvað að skrifa um Danny fullorðinn varð niðurstað- an bókin Doctor Sleep sem kom út 2013. Bókin er framhald skáld- sögunnar The Shining en alls ekki myndarinnar og sagan sem King spinnur í henni er allt annars eðlis en hryllilega AA-bókin frá 1977. Þetta er líka meira svona Al- Anon-bók og í henni tekst fullorðna og mölbrotna alkabarninu að hafa hemil á fíkninni og ofbeldishneigð- inni með hjálp karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameig- inlegt vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum frá áfengisbölinu. Heljarinnar 12. spor Sem betur fer er Danny með haus- inn í sæmilegu lagi þar sem hann þarf heldur betur að gera yfirbót og endurgjalda kosmósinu stóra skuld með skyggnigáfu sinni. Sem sjúkra- liði á líknardeild notar hann duld sína til þess að hjálpa dauðveikum að skilja við og fær því viðurnefnið Doctor Sleep, Lúlli læknir. Á meðan Danny vinnur þessi góð- verk sín í kyrrþey ferðast skuggalegt pakk, undir stjórn hinnar ómót- stæðilegu og of boðslega vondu Hatta-Rósu um Bandaríkin í hús- bílum og ræna börnum og myrða á hryllilegan hátt. Ókindur þessar eru nefnilega eins og verstu vitsugur nema bara að þær nærast á ótta, sársauka og kvöldum sálum barna. Frumgelgjan Abra er rammskyggn og skín jafnvel skærar en Danny gerði í bernsku og er svo næm að hún skynjar ófétin í eterheiminum. Og öfugt þar sem Hatta-Rósa verður nefnilega einnig Öbru vör og skynjar í henni kræsi- legt og næringarríkt hlaðborð. Abra nær sem betur fer sambandi við Danny á astralsviðinu og hann neyðist til þess að taka risastórt 12. spor til baka inn í háskalegan heim drauga og sálarsugna til þess að bjarga Öbru og sál sinni. Hárfínn línudans Þar sem King hafnar kvikmynd Kubricks alfarið var leikstjóranum Mike Flanagan mikill vandi á hönd- um þar sem hann vildi ekki líta fram hjá stórvirki Kubricks. Honum tekst merkilega vel upp í hlutverki sáttasemjara milli framhaldsskáld- sögu og frumkvikmyndar. Hann vísar mjög markvisst í The Shining og gerir það mjög stælalaust framan af og skilar býsna góðri Stephen King-hryllingsspennumynd með þrúgandi undirtónum frá Kubrick. Myndin er tveir og hálfur tími í f lutningi og heldur spennu nánast alla leið frá upphafi til enda og það er ekki fyrr en að Flanagan missir sig í Kubrick-rúnkinu að myndin höktir aðeins á endasprettinum. Engin dauðasök samt vegna þess að alltaf er nú ósköp ljúft að finna nöturlegan drungann frá Overlook- hótelinu hríslast um sig. Takk fyrir fundinn! Ewan McGregor leikur Danny af sinni kunnuglegu hægð en í aðal- hlutverkinu stendur hann í skugga sænsku leikkonunnar Rebeccu Ferguson sem gefur myndinni massa slagkraft sem hin banvæna Hatta-Rósa. Nýliðinn Kyliegh Curr- an gefur Ferguson síðan ekkert eftir sem ljósið skæra hún Abra, höfuð- óvinur og mesta ógn hinnar gírugu og gráðugu Rósu. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Þetta síðbúna framhald The Shining er alls ekki The Shining 2 og er sem betur fer ekki að reyna það. Kollinum er þó vissulega kinkað til klassíkurinnar hans Kubricks, full ákaf- lega meira að segja, og þá fyrst missir Doctor Sleep aðeins taktinn. Lúlli læknir og vonda húsbílahyskið Allt í einu er Danni litli orðinn stór en draugar fortíðar elta hann enn með kunnuglegum orðaleik. Danny þarf að takast á við fíkn og ofbeldishneigð eins og pabbi hans en fer þó aðrar leiðir og hér fer ekki á milli mála hvor er virkur og hvor óvirkur. Abra litla skín svo bjart að skuggaveran Hatta-Rósa fær glýju í augun og baráttan um sál stúlkunnar verður harla grimmileg. Meira á frettabladid.is 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍÓ 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 B -0 5 7 C 2 4 3 B -0 4 4 0 2 4 3 B -0 3 0 4 2 4 3 B -0 1 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.