Fréttablaðið - 23.11.2019, Page 4

Fréttablaðið - 23.11.2019, Page 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Það þarf að velja málin sem fara í þennan farveg vel en alla jafna hefur þetta gengið vel. Kolbrún Bene- diktsdóttir vara- héraðssaksóknari DÓMSTÓLAR Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á fimmtudag segir stjórnarmaður Sáttar, félags um sáttamiðlun, sáttamiðlunarúrræði vera að ryðja sér til rúms á Íslandi en segir engu að síður að hægt væri að nýta sáttamiðlun í mun f leiri málum og nefnir þar sérstaklega sakamál. Varahéraðssaksóknari segir það sorglegt að ekki sé notast meira við sáttameðferð í sakamál- um en gert er hér á landi. „Þetta úrræði er mjög lítið notað,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir vara- héraðssaksóknari. „Þetta byrjaði sem tilraunaverkefni á árunum 2006-2008. Í kjölfarið var tekin ákvörðun í dómsmálaráðuneytinu um að þetta yrði varanlegt úrræði en af einhverju ástæðum hefur ekki tekist að festa þetta í sessi. Sátta- miðlun er einungis notuð í örfáum sakamálum á ári,“ bætir hún við. „Það þarf að velja málin sem fara í þennan farveg vel, en alla jafna hefur þetta gengið vel. Það hefur lengi verið rætt hvað sé til ráða og hvort það eigi einhvern veginn að breyta þessu,“ segir Kolbrún. „Sáttamiðlun í sakamálum er ólík sáttamiðlun í einkamálum að því leyti að í sakamálunum eru það lögreglumenn sem eru sáttamenn,“ segir hún og bætir við að mikill fjöldi lögreglumanna hafi í upp- hafi verið áhugasamur um úrræðið og farið á sérstakt sáttanámskeið. „Þrátt fyrir það er úrræðið ekki mikið notað,“ bætir Kolbrún við. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir um sátta- miðlunarúrræðið innan lögregl- unnar en kostirnir séu f leiri en ókostirnir. „Ég held að ef að menn kynntu sér þetta úrræði almenni- lega, það yrði almennara og að lögð væri meiri áhersla á sáttamiðlun í menntun og þjálfun lögreglumanna þá yrðu kostirnir fleiri en ókostirnir í framkvæmdinni,“ segir Snorri. Hann segir sáttamiðlun ekki hafa náð þeirri fótfestu sem vonast var eftir þegar farið var af stað í til- raunaverkefnið og segir ástæðuna vera upphaflega framkvæmd sátta- miðlunar í sakamálum. „Í upphafi var þetta þannig að fullrannsaka þurfti öll mál áður en þau fóru í sáttamiðlun og kom þetta í raun- inni eins og viðbótarvinna ofan á vinnu lögreglumanna,“ segir hann. Kolbrún segir mikilvægt að rétt sé staðið að því ferli sem sáttamiðlun er. „Ef við gerum þetta rétt þá þarf ekki að fullrannsaka öll mál heldur er hægt að sætta þau og ljúka þeim mun fyrr heldur en ef farin er dóm- stólaleiðin. Í því felst auðvitað bæði tímasparnaður og sparnaður á fé,“ segir Kolbrún. „Það eru góð og gild rök en aðal- rökin eru þau að allar rannsóknir benda til þess að sakamenn sem fara í gegnum sáttamiðlun eru ólík- legri til að brjóta af sér aftur og fyrir brotaþola er þetta leið sem gerir þeim fært að hafa eitthvað að segja um sitt eigið mál. En í hefðbundnu sakamáli er brotaþoli vitni og hefur lítið um það að segja hvernig málið fer,“ segir Kolbrún. Snorri er sammála Kolbrúnu og segir mikinn sparnað geta falist í aukinni notkun sáttamiðlunar í sakamálum. „Þetta getur sparað lögreglunni mikið til langs tíma litið. Bæði í tíma og peningum og í þeirri staðreynd að fólk sem fer þessa leið er ólíklegra en ella til þess að brjóta af sér aftur.“ birnadrofn@frettabladid.is Sáttamiðlun allt of sjaldan notuð í sakamálum á Íslandi Sáttamiðlun er að ryðja sér til rúms á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR V. ANDRÉSSON Mikill sparnaður gæti hlotist af því að nýta sáttamiðlun í fleiri sakamálum en gert er hér á landi. Úrræðið er einungis notað í örfáum slíkum málum árlega. Varahéraðssaksóknari segir sorglegt að sátta- miðlun sé ekki notuð í fleiri málum og for- maður Landssambands lögreglumanna segir að mikilvægt sé að auka þekkingu um úrræðið.   Valmundur Valmundsson formaður Sjó- mannasambands Íslands sagði að Sam- herjamálið og vantraust á milli sjómanna og útgerðarmanna myndi lita kjaravið- ræður. Kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri WOW air gerði kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveins- syni yrði vikið frá störfum sem skiptastjóri þrotabús flugfélags- ins. Telur hann Svein hafa veitt rangar og villandi upplýsingar um mikilvæg málefni búsins. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB stóð í ströngu þegar BSRB náði samkomulagi við Reykjavík- urborg og SÍS vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki. hún sagði skýrt að lengra yrði gengið í styttingu hjá vaktavinnu- fólki en enn ætti eftir að útfæra hvernig það yrði gert. Þrjú í fréttum Kjaramál og karp um WOW Sáttamiðlun Ákærandi getur vísað málum vegna eftirtalinna brota til sáttamiðlunar að öðrum skil- yrðum uppfylltum: l Þjófnaðar l Gripdeildar l Húsbrots l Hótunar l Eignaspjalla l Minniháttar líkamsárásar l Nytjastuldar l Brot gegn blygðunarsemi Heimild: Vefur ríkissaksóknara JEEP® RENEGADE LIMITED - Verð á sýningarbíl: 4.990.000 kr. JEEP® RENEGADE TRAILHAWK - Verð á sýningarbíl: 5.490.000 kr. JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY - Verð á sýningarbíl: 7.490.000 kr. JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY - Verð á sýningarbíl: 7.990.000 kr. JEEP® CHEROKEE LIMITED - Verð á sýningarbíl: 8.790.000 kr. jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF TILBOÐ Á VÖLDUM SÝNINGARBÍLUM ERUM Í SAMNINGSSTUÐI JEEP© WRANGLER TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 11.590.000 KR. JEEP© GRAND CHEROKEE TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 9.990. 00 KR. JEEP© CHEROKEE TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 7.490.000 KR. JEEP© RENEGADE TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 4. 90. 0 KR. 6-7 tilfelli koma upp af lyme- sjúkdómnum á hverju ári. Sjúk- dómurinn berst með skógar- mítlum og getur verið banvænn. TÖLUR VIKUNNAR 17.11.2019 TIL 23.11.2019 48.996 erlendir ríkisborgarar voru búsettir á Íslandi í byrjun mánaðar. Hafði þeim fjölgað um 4.840 á einu ári. 450 leiðtogar frá 100 löndum sátu heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu. 99% flugvirkja eru karlar. Ice- landair ætlar að beita sér fyrir fjölgun kvenna í stéttinni. 1.200 grömm var magnið sem þing- maðurinn Ólafur Þór Gunnarsson át á 5 mínútum á afmælishátíð Hrafnistu. 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -2 7 0 0 2 4 4 F -2 5 C 4 2 4 4 F -2 4 8 8 2 4 4 F -2 3 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.