Fréttablaðið - 23.11.2019, Page 10

Fréttablaðið - 23.11.2019, Page 10
Loftslagssjóður er nýr samkeppnissjóður sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra og hefur ráðherra falið Rannís umsjón með honum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Umsóknir um styrki eru metnar út frá hlutverki og tilgangi sjóðsins og áherslum stjórnar. Á fundinum verða áherslur fyrir fyrstu úthlutun kynntar sem og umsóknarferli. DAGSKRÁ Ávarp: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Áherslur stjórnar: Hildur Knútsdóttir, formaður stjórnar Handbók sjóðsins, umsóknarkerfi og faglegt matsferli: Ása Guðrún Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís Húsið opnar kl. 11:30 og boðið verður upp á léttan hádegisverð fyrir fundinn. Skráning á vef Rannís (www.rannis.is) Streymt verður frá fundinum (www.rannis.is) Kynningarfundur Loftslagssjóðs í Norræna húsinu fimmtudaginn 28. nóvember kl. 12:00-13:00 Fundarefnið er áhugavert fyrir borgarbúa, fag- og stjórnmálafólk. Rætt er á mannamáli út frá völdum sjónarhornum um brýn efni: • Hvernig má endurmeta ferðavenjur út frá umhverfisáhrifum? • Í mati á losun gróðurhúsalofttegunda frá fólks- bifreiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2030 kemur fram að nauðsynlegt er ráðast í metnaðar- fullar aðgerðir en rafbílavæðing og aukin sparneytni bifreiða er ekki nægjanleg. • Hvernig er fólk að standa sig gagnvart losun CO2, hvernig er það mælt? • Hvað kostar ferðamáti og ferðavenjur í tíma, peningum og umhverfisáhrifum. Hvaða lausnir standa til boða í þeim málum? Upphafserindi flytja Brynhildur Davíðsdóttir, Hlynur Stefánsson og Eyjólfur Ingi Ásgeirsson um mat á losun bifreiða á höfuðborgarsvæðinu árið 2030. Hópurinn sem sigraði Climathon Reykjavík 2019: Kristján Ingi Mikaelsson, Guolin Fang, Sóllilja Bjarnadóttir og Kristjana Björk Barðal, fjalla um umhverfisáhrif af ferða- máta. Silja Yraola, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl og Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs flytja stutt erindi. Byggjum á staðreyndum, hlustum á fagfólk og grasrótina. Tökum þátt í umskiptunum. Öll velkomin og heitt á könnunni. Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið LOFTSLAGSMÁL – Eru orkuskipti í samgöngum nóg? Umhverfis- og skipulagssvið styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröðinni Liggur okkur lífið á? Þriðjudagurinn 26. nóvember 2019 kl. 20 á Kjarvalsstöðum. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is ÞÝS K AL AND Annegret Kramp- Karrenbauer, leiðtogi Kristilegra demókrata, skoraði gagnrýnendur sína á hólm við setningu landsþings flokksins í Leipzig í gær. „Ef þið viljið, þá skulum við opna þessa umræðu í dag. Útkljáum þetta mál, hérna, núna, í dag,“ sagði hún í ávarpi sínu. „En ef þið eruð á þeirri skoðun að við ættum að fara saman í þetta ferðalag, þá skulum við bretta upp ermar og halda áfram.“ Kramp-Karrenbauer, sem hefur leitt f lokkinn í eitt ár, hefur verið harðlega gagnrýnd innanf lokks eftir marga kosningaósigra á árinu, bæði í einstökum fylkjum og kosningum til Evrópusambands- þingsins. Búist var við því að reynt yrði að steypa henni á landsþinginu en í gær virtist hún þó njóta mikils stuðnings og fékk sjö mínútna lófa- klapp þúsund þinggesta eftir ávarp sitt. Í ávarpinu viðurkenndi hún að f lokkurinn hefði átt erfitt ár en að gagnrýni á flokkssystkini væri ekki leiðin til að rétta fylgið við. Friedrich Merz, hinn harðorði andstæðingur Kramp-Karrenbauer, tók til máls á eftir henni. Ólíkt því sem búist hafði verið við var hann nokkuð blíður og þakkaði Kramp- Karrenbauer fyrir hugrekki og kraftmikla ræðu. Hann bauð jafn- framt fram krafta sína til að móta starf f lokksins. – khg Þrumuræða Karrenbauer á landsþingi ÍTALÍA Dómari í Róm hefur ákveðið að f lýta málsmeðferð á morðmáli tveggja bandarískra ferðamanna og að málið verði tekið fyrir þann 26. febrúar næstkomandi. Finnegan Elder og Gabriel Natale Hjorth eru sakaðir um að hafa stungið lögregluþjóninn Mario Cer- ciello Rega til bana þann 26. júlí síð- astliðinn með stórum hermanna- hníf. Elder, sem er 19 ára gamall, hefur játað að hafa stungið Rega en Hjorth, 18 ára, neitar ábyrgð á verknaðinum. Rega var við störf en óeinkennis- klæddur þegar hann var drepinn. Hann var kallaður út til að bregðast við stuldi þar sem Elder og Hjorth höfðu stolið bakpoka. Reyndist þetta vera vegna fíkniefnaviðskipta sem fóru úrskeiðis. Piltarnir ætluðu að kaupa kókaín en fengu aspirín í staðinn. Þegar Rega, og félagi hans Andrea Varriale, reyndu að hand- taka piltana streittust þeir á móti og stungu Rega. Voru þeir handteknir á hóteli skömmu eftir árásina og þar fannst hnífurinn, falinn í loftinu. Lögmaður Elder segir að piltarnir hafi ekki vitað að Rega og Varriale væru lögreglumenn. Lögmaður Hjorth segir að hann hafi ekki vitað að Elder væri með hníf á sér. Fingraför beggja pilta fundust á lofti hótelherbergisins þar sem hnífur- inn fannst. Mikil reiði blossaði upp í Ítalíu í kjölfar málsins. Í Róm fóru fram mótmæli til þess að reyna að fá stjórnvöld til að auka öryggi lög- reglumanna. – khg Morðmál bandarískra pilta tekið fyrir í febrúar Mario Cerciello Rega var stunginn til bana í júlí. NORDICPHOTOS/GETTY Elder, sem er 19 ára gamall, hefur játað að hafa stungið Rega en Hjorth,18 ára, neitar ábyrgð á verkn- aðinum. 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -4 9 9 0 2 4 4 F -4 8 5 4 2 4 4 F -4 7 1 8 2 4 4 F -4 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.