Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Það er því til vitnis um grunnhyggni þegar stjórn- málamenn sjá ávinning í að fordæma Ísland allt af því að þeim mislíkar meint athæfi eins fyrir- tækis. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is OPIÐ ALLAR HELGAR FRÁ KL. 11.00-17.00 KOMDU Í KOLAPORTIÐ D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S 30 ÁRA 1989 2019 Í mars árið 2006 sendi Danske Bank frá sér skýrslu þar sem dregin var upp svört mynd af íslensku efnahagslífi. Þrátt fyrir blússandi góðæri spáði bankinn kreppu á komandi misserum. Á Íslandi varð allt brjálað. Upphófst rógsherferð sem beindist að skýrslunni, Danske Bank og jafnvel Dönum sjálfum. Fyrirsagnir í boði greiningardeilda íslensku bank- anna fylltu síður blaðanna: „Umhugsunarvert hvað bankanum gengur til“ – „Uppfyllir ekki kröfur um fagleg vinnubrögð“ – „Rætnar vangaveltur“. Ekki leið á löngu uns íslenskir stjórnmálamenn blönduðu sér í málið. „Maður veltir fyrir sér hvort það séu sam- keppnissjónarmið sem ráða þeirri för eða hvort sjálfs- ímynd Dana hafi eitthvað rispast eftir að Íslendingar fóru að fjárfesta í stórum stíl í Danmörku,“ sagði Val- gerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra. „Sagan endurtekur sig kannski ekki en hún rímar,“ er stundum haft eftir Mark Twain. Hér erum við stödd, rétt rúmum tíu árum eftir hrun, og stemningin er óþægilega kunnugleg. Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji greiddi háttsettum stjórnmála- og emb- ættismönnum í Namibíu hundruð milljóna íslenskra króna til að komast yfir fiskkvóta undan ströndum landsins án þess að nokkur virðisauki yrði eftir í Namibíu almenningi til handa. Ekki eru þó allir á einu máli um hvert fórnarlambið er í málinu. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, kallaði málið „atlögu fréttastofu ríkisút- varpsins að stórfyrirtækinu Samherja“. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Samherja fórnarlamb þeirra krafna „sem namibískir ráðamenn gera til þeirra sem vilja stunda fiskveiðar við landið“. Þegar formaður Samfylkingarinnar bryddaði upp á Samherjamálinu í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi brást Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra ókvæða við og sagði það „alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks stígur hér upp á Alþingi og telur það rétta lýsingu á landi okkar að því sé líkt við spillingarbæli“. Brynjar Níelsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, fór á Facebook og sagðist „alltaf jafn undr andi á að kjörn ir full trú ar leggi sér- staka áherslu á í mál f lutn ingi sín um að sverta Ísland um all an heim“. Traust til stórlaxa Í bankagóðærinu var eins og þegjandi samkomulag ríkti með þjóðinni: Aðgát skal höfð í nærværu peninga. Allir áttu að tipla á tánum kringum peninga líkt og þeir væru viðkvæmt blóm sem ekki þyldi tramp – eða sofandi ófreskja sem ekki mætti vekja. Við vorum öll á sama báti, góðærisbáti, og honum skyldi enginn rugga með óábyrgu tali, óæskilegri hegðun eins og að segja sannleikann, nota skynsemina eða benda á það þegar keisarinn var nakinn. Þessi nálgun reyndist okkur ekki vel. Samt virðist nú eiga að endurtaka leikinn. Eitt af fyrstu verkum Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra var að skipa starfshóp um „eflingu trausts á stjórnmálum“ sem hafði gengið illa að byggja upp eftir hrun. Síðastliðinn þriðjudag fundaði ríkisstjórn Íslands um „aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnulífi“ í kjölfar Samherjamálsins. Það er gott og blessað að leiðtogar okkar hittist og ræði saman um hvernig efla megi traust á þeim sjálfum og öðrum stórlöxum landsins. En í stað þess að reyna að efla traust, væri ekki nær að þessi hópur myndi ávinna sér traust? Í stað þess að takmark stjórnvalda sé að hlutirnir virðist sanngjarnir, ætti takmarkið ekki að vera að þeir séu sanngjarnir? Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 brutust út fjöl- menn mótmæli sem gjarnan eru kennd við Bús- áhaldabyltinguna. Í dag klukkan tvö hyggst fólk koma saman á Austurvelli og krefjast þess að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings en ekki í vasa fárra útvalinna. Sagan endurtekur sig kannski ekki en að þessu sinni virðist hún sannarlega ríma. Þegar sagan rímar Nú er mikið talað um spillingu á Íslandi. Réttilega eru mútur og spilling sögð alþjóðleg óværa sem hindri fram-þróun, ýti undir fátækt og stuðli að óréttlæti. Það dragi úr trausti sem undirstöðu frjálsra viðskipta. En því er haldið fram á torgum og þingi að Ísland sé allt gjörspillt. Skiptir þá engu hvort um sé að ræða við- skiptalíf eða stjórnkerfi. Gífuryrðin eru mörg og stór og flest vanhugsuð. Því er haldið fram af miklum ákafa að atvinnulífið allt og stjórnkerfið séu svo gjörspillt að bylta verði öllu. Eignaupptöku er jafnvel krafist og sótt að þeim er stýra fyrirtækjum og stofnunum. Menn næra reiði og hræðslu og blása til útifunda eða málþinga í sjón- varpssal til að magna æsinginn. Það þarf að vanda opinbera orðræðu. Þrátt fyrir að hér kunni að koma upp grafalvarleg mál sem bendi til mútugreiðslna og þarf að sjálfsögðu að rannsaka, er ekki hægt að fullyrða að Ísland allt sé spillingarbæli. Það er ósanngjarnt gagnvart því fjölmarga heiðarlega fólki sem lætur gott af sér leiða í íslensku viðskipta- lífi fyrir land og þjóð. Þó að einstaka fyrirtæki liggi undir grun um að beita óeðlilegum viðskiptaháttum eða mútubrotum verður ekki sagt að það eigi við um meirihluta atvinnulífsins og má ekki dæma. Það er því til vitnis um grunnhyggni þegar stjórn- málamenn sjá ávinning í að fordæma Ísland allt af því þeim mislíkar meint athæfi eins fyrirtækis. Það er við slíkar aðstæður sem fylgi ofstækisfullra flokka vex og dafnar. Það er ekki einungis erlendis sem öfgaflokkar blása út eins og púkinn á fjósbitanum þegar jafnaðar- mönnum og annars hófsömum öflum tekst að vekja hræðslu og æsing í samfélaginu. Menn skyldu fylgjast vel með niðurstöðum kannana um fylgi stjórnmála- flokkanna. Því verður ekki haldið fram með neinni sanngirni að atvinnulífið í landinu skorti siðferðileg viðmið og alla samfélagslega ábyrgð. Það er einfaldlega ekki rétt. Langflest íslensk fyrirtæki starfa heiðarlega bæði heima og að heiman. Mörg af öflugri fyrirtækjum landsins hafa á síðustu árum unnið að því að axla í auknum mæli samfélags- lega ábyrgð, þróað betri stjórnarhætti og hugað meira að áhrifum á umhverfi og samfélag. Það er vegna meiri lagalegra krafna á sviði umhverfismála og betri stjórnarhátta. En það kemur líka til vegna þess að athafnalífið sjálft skynjar tækifæri í betri starfsháttum. Samfélagsleg ábyrgð og betri stjórnarhættir á borð við gagnsæi eru ráðandi í starfsemi atvinnulífsins á Íslandi enda aflgjafi og uppspretta nýrra tækifæra. Auðvitað má margt laga en í stað þess að mála skrattann á vegginn með alhæfingum ætti að nýta vel það tækifæri sem nú er í samfélaginu til að gera enn betur. Þá erum við á réttri leið. Vöndum meir orðræðuna 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -0 E 5 0 2 4 4 F -0 D 1 4 2 4 4 F -0 B D 8 2 4 4 F -0 A 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.